Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 116

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 116
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012116 trú leikSkÓlabarna Á eigin getU á eigin getu vera slíkan að upplifun eða innri reynsla af því að geta V verði drifkraftur nýrra viðfangsefna. Drifkraftur þessi er þannig meira en þekking á eða tilfinning fyrir eigin núverandi getu; hann er einnig orkulind aukinnar, nýrrar getu. Í raun fjallar kenningin um trú á eigin getu ekki um hlutlæga getu yfir höfuð heldur þá trú sem viðkomandi hefur á að hann sé fær um að beita getu sinni við ýmsar áður ókannaðar kringumstæður. Því má segja að trú einstaklings sé lykill að gjörðum hans. Þessi trú, sem er hvati til þess að takast á við síerfiðari verkefni, er samkvæmt kenningunni ein- staklingsbundin og hefur fjölbreyttar víddir og birtingarmyndir (Bandura, 1997, bls. 36–42). Kenning Bandura er grein af meiði svokallaðra hughyggjukenninga um sjálfið (sjá næsta kafla), það er af sama meiði og þekktar kenningar um mikilvægi sterks sjálfs- álits. Vitað er að síðarnefndu kenningarnar hafa beðið hnekki á síðustu árum eftir að í ljós kom að hin sterku tengsl sem gert hafði verið ráð fyrir milli sjálfsálits og jákvæðra félagslegra breyta reyndust tálsýn ein. Þvert á móti hefur sterkt sjálfsálit forspárgildi varðandi auknar líkur á óábyrgri kynhegðun, fíkniefnanotkun og eineltis- tilhneigingum, svo að dæmi sé tekið, og virðist öllu skaðvænna, ef eitthvað er, en of lítið sjálfsálit (Baumeister, Campbell, Krueger og Vohs, 2003). Kenning Bandura hefur hins vegar að mestu haldið velli þrátt fyrir þessi áföll „ættingjanna“ og ræður þar mestu að hann ákvað frá upphafi að greina kenningu sína skýrt frá sjálfsálitskenn- ingum. Tvö skilmerki skipta þar sköpum. Hið fyrra er það að sjálfsálitskenningar eru um (og mæla) alhliða sjálfsálit (e. global self-esteem): mat P á almennu hlutfalli milli settra markmiða sinna í lífinu og árangurs. Kenning Bandura um trú á eigin getu er hins vegar sviðsbundin. Trú barns á getu sína í stærðfræði kann að vera lítil þótt trúin á getu í íþróttum sé mikil, svo að dæmi sé tekið. Hið síðara er það að hugmynd Bandura um trú á eigin getu er framsýn, það er snýst um hverju maður telur sig geta áorkað í framtíðinni, á meðan sjálfsálit er baksýnt: snýst um hverju maður telur sig hafa áorkað í fortíðinni af þeim markmiðum sem maður hefði kosið að ná. P getur þannig til dæmis haft lítið sjálfsálit varðandi V á sviði x (t.d. núverandi málakunnáttu) þótt P hafi mikla trú á eigin getu á sama sviði (telji sig geta lært ný mál ef hún þarf á því að halda í framtíðinni) – eða öfugt: P getur haft mikið álit á núverandi málakunn- áttu sinni en litla trú á eigin getu til að geta bætt við hana í framtíðinni (t.d. vegna þess að hún sé orðin of gömul til að læra ný mál). Hvort sem þessi skilmerki eru ástæðan eða eitthvað annað þá er staðreyndin sú að reynslurannsóknir hafa haldið áfram að staðfesta megintilgátu Bandura á sama tíma og kenningar um gildi sterks sjálfsálits hafa misst flugið (Kristján Kristjánsson, 2010). sÖgulEgAr og hEimspEkilEgAr forsEndur Til að skilja aðdráttarafl kenninga á borð við kenningu Bandura um trú á eigin getu – en jafnframt til að átta sig á fræðilegum og aðferðafræðilegum vanköntum þeirra – er nauðsynlegt að líta um öxl í sögu hugmynda okkar um sjálf okkur og hvað það er í fari okkar sem ræður gengi okkar í námi, starfi og lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: