Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 194

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 194
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012194 nútímanS konUr kyngervis. Í rannsókn sinni gengur hún út frá því að konur hafi verið gerendur og horfir einkum til andófs þeirra gegn ríkjandi hugmyndum um hlutverk og eðli kvenna ásamt því að skoða hvernig konur samsömuðu sig heimilishugmyndafræðinni sem fært gat þeim völd og áhrif á ákveðnum sviðum. Meginspurningar rannsóknarinnar eru tvær: 1) Hvaða áhrif hafði umræða um menntun kvenna og kvennaskólarnir sjálfir á hugmyndir um kyngervi? Og reyndar einnig öfugt: Hvaða áhrif höfðu breyttar hugmyndir um kyngervi á stofnun og skipu- lag kvennaskólanna? 2) Hvernig brugðust konur sjálfar við þessari umræðu og hvaða áhrif höfðu þær á hana? Erla Hulda skilgreinir verk sitt sem femíníska sagnfræði og leggur til grundvallar kenningar á sviði kvenna- og kynjasögu en þar fléttast saman femínísk saga, kvenna- saga og kynjasaga. Meginhugtakið í umfjöllun Erlu Huldu um menntun og samfélagslegt hlutverk kvenna er kvenleiki eða andstæða þess, ókvenlegt. Hún leggur áherslu á að skoða það og greina hvernig hugtakinu er beitt í umræðunni og hvaða áhrif það hafði á konur. Grundvallarhugtak í rannsókninni er kyngervi. Hún lítur á það sem félagslega og menningarlega mótaðar hugmyndir um kyn, karlmennsku og kvenleika og tengslin þar á milli. Kyngervi skoðar hún sem orðræðu. Rannsóknin er að stóru leyti byggð á sendibréfum, ekki síst kvenna, og þeirri upplifun sem í þeim birtist. Einnig er byggt á hinni opinberu umræðu sem finna má í landsmálablöðum. Sendibréfin sem Erla Hulda notaði mest í verkinu mynda bréfasafn þriggja kynslóða kvenna innan sömu fjölskyldunnar. Úr bréfunum les hún hvernig konurnar upplifðu samfélagið sem þær bjuggu í og hvernig þær brugðust við hugmyndum um mismunandi réttindi og eðli kynjanna. Notkun sendibréfanna gæðir rannsókn Erlu Huldu lífi og nálægð og beinar tilvitnanir í þau krydda text- ann á skemmtilegan hátt. Lesandinn fær að kynnast „söguhetjunum“ og fær þar með skemmtilegt og persónulegt sjónarhorn á stöðu og hugmyndir kvenna á þeim tíma sem rannsóknin nær yfir. Bókin skiptist í fimm kafla og við upphaf hvers kafla er ljósmynd af konum sem koma við sögu. Í inngangi er að finna kynningu á rannsókninni og þeim þekkingar- fræðilega grunni sem hún byggist á. Rætt er um aðferðir og kenningar og verkið sett í samhengi við femíníska sagnaritun og umræður á sviði kvenna- og kynjasögurann- sókna. Einnig er rætt um túlkun heimilda og framsetningu, einkum hvernig unnið er með sendibréf í sagnfræðirannsóknum, enda er rannsóknin að verulegu leyti byggð á sendibréfum kvenna eins og áður var nefnt. Annar kafli ber heitið Arfleifð upplýsingar. Sá kafli fjallar um hugmyndir um kven- leika á 19. öld, úr hvaða jarðvegi þær spruttu og hvaða áhrif þær höfðu á hugmyndir um menntun, hlutverk og eðli kvenna þegar kom fram á síðari hluta aldarinnar. Þekking er vald: Kvennaskólar, menntun, hugmyndafræði er heiti þriðja kafla. Ég verð að viðurkenna að þetta er sá kafli sem höfðaði mest til mín sem áhugakonu um menntun kvenna. Í kaflanum skoðar Erla Hulda kvennaskólana sem stofnaðir voru á áttunda áratug 19. aldar og gerir grein fyrir hugmyndafræðinni sem þeir voru byggðir á og hvernig hugmyndir um hefðbundið samfélagslegt hlutverk kvenna og auknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: