Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 34
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201234
SJÁlfStJÓrnUn barna og Ungmenna
sérstaklega við á Íslandi þar sem næstum öll börn sækja leikskóla áður en þau hefja
nám í grunnskóla (Hagstofa Íslands, 2011). Því gefst gott færi á að stuðla að sjálfstjórn-
un í leikskólastarfi hérlendis með það fyrir augum að öll börn hafi náð tökum á þeirri
færni sem þau þurfa til að takast farsællega á við grunnskólanám. Um leið og hvatt er
til þess að hugað sé að börnum sem kunna að vera í vanda hvað varðar sjálfstjórnun
er bent á að fjalla verður um slaka sjálfstjórnun ungra barna af varfærni. Margs konar
hegðun sem gefur til kynna slaka færni á þessu sviði, til dæmis að missa stjórn á skapi
sínu, er eðlileg hegðun barns á leikskólaaldri. Þetta verður að hafa í huga í umræðu
um sjálfstjórnun barna til að forðast hættu á ofgreiningum og ónauðsynlegri íhlutun
eða meðferð (Bodrova og Leong, 2006; Shonkoff og Phillips, 2000).
Ef vilji er fyrir hendi til að stuðla að sjálfstjórnun í leikskólastarfi þarf að taka
nokkur skref. Fyrst má nefna að fræða þarf starfsfólk skóla um þessa færni og hversu
mikilvæg hún er fyrir áframhaldandi þroska barna. Aukin þekking starfsfólks á birt-
ingarmyndum og mikilvægi sjálfstjórnunar getur auðveldað því að stuðla markvisst
að slíkri færni. Að auki þarf starfsfólk að fá þjálfun í notkun mælitækja sem geta gefið
vísbendingar um að barn sé í áhættuhópi hvað þessa færni varðar. Einnig er æskilegt
að innleiða bæði almenna kennsluhætti, svo og afmarkaða íhlutun, sem stuðla að auk-
inni sjálfstjórnun barna í leik- og grunnskólum. Með almennum kennsluháttum er átt
við starf sem öll börn í viðkomandi skóla eða deild taka þátt í og þar sem aðferðir til
að stuðla að sjálfstjórnun eru fléttaðar inn í daglegt starf, líkt og gert var í áðurnefndri
rannsókn Diamond og félaga (2007). En einnig er líklegt að börn sem eiga í greini-
legum vanda með sjálfstjórnun þurfi sérstök úrræði og miðað við þær íslensku rann-
sóknir sem hér hefur verið fjallað um eru vísbendingar þess efnis að fleiri drengir en
stúlkur séu í þeim hópi. Með afmarkaðri íhlutun er átt við starf sem beinist að þessum
hópi í stuttan tíma í því augnamiði að minnka bilið milli getu þeirra og félaga þeirra.
Ef þeir sem móta stefnu í starfi leik- og grunnskóla, skólastjórnendur og starfs-
fólk skólanna vilja nota leik- og grunnskólastarf til að styðja við þróun sjálfstjórnunar
barna tel ég ljóst að það verður ekki gert í hjáverkum. Þótt hægt sé að flétta margar
aðferðir inn í hefðbundið skólastarf er nauðsynlegt að veita tíma og fé í slíkt starf til
að það beri árangur. Vanda þarf til þjálfunar starfsfólks og styðja við rannsóknir sem
þróa mælitæki og gagnreyndar aðferðir til að nota á vettvangi, bæði í almennu starfi
og íhlutun fyrir börn sem kunna að vera í áhættuhópi. Þar sem rannsóknir á sjálf-
stjórnun íslenskra barna eru stutt á veg komnar er sérlega mikilvægt að kerfisbundið
mat sé lagt á innleiðingu kennsluaðferða sem stuðla að sjálfstjórnun, allt frá þjálfun
starfsfólks til þeirra áhrifa sem starfið hefur á sjálfstjórnun barnanna. Eina leiðin til að
tryggja að þau vinnubrögð sem verða notuð skipti raunverulegu máli fyrir áframhald-
andi þroska barna er að gera rannsóknir samhliða og eftir að slíkir kennsluhættir hafa
verið innleiddir. Því er kerfisbundið mat á áhrifum kennsluháttanna forsenda þess að
þeir geti orðið fyrirmynd að áframhaldandi starfi sem stuðlar að sjálfstjórnun meðal
íslenskra leik- og grunnskólabarna.
Að lokum má nefna að ekki hafa verið gerðar rannsóknir hérlendis þar sem kannað
er hvort, að hve miklu marki og með hvaða hætti uppeldis- og kennsluhættir kunni
að stuðla að sjálfstjórnunarfærni barna og ungmenna hér á landi. Þær rannsóknir sem
þegar hafa verið gerðar og fjallað var um hér að framan gefa til kynna að sjálfstjórnunar