Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 50

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 50
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201250 YngStU leikSkÓlabörnin: Samfélag í leik Í rannsóknum Løkken (2004a, 2004b) kom í ljós að eins og tveggja ára börn mót- uðu eigin aðferðir við að taka á móti og fagna hvert öðru við komuna í leikskólann á morgnana og voru 21% aðferðanna í eðli sínu barnslegar. Þær byggðust á sérstakri fagnaðarathöfn sem oft var dregin á langinn. Þessar athafnir gáfu til kynna að sér- stakar hefðir yrðu til hjá ungum börnum sem hittast reglulega yfir ákveðið tímabil. Rannsóknarspurningar Rannsókninni, sem hér er fjallað um, er ætlað að bæta við þekkingu á því hvernig börn á öðru og þriðja aldursári nota líkamann til að móta félagslegt samfélag í leik í leik- skóla. Flestar rannsóknir þar sem félagsleg mynstur í leik hafa verið skoðuð hafa verið gerðar meðal eldri leikskólabarna. Sérstaða rannsóknarinnar og nýlunda felst í því að sjónum er beint að upplifun ungra barna og þeirri merkingu sem þau sjálf leggja í félagsleg samskipti sín í leik. Litið er svo á að ung börn móti eigin menningu og að þau nálgist og skilji umhverfið út frá eigin forsendum (Pramling Samuelsson og Sheridan, 2003; Sommer, Pramling Samuelsson og Hundeide, 2010). Lengstum hafa rannsóknir á ungum börnum beinst að algildum þáttum í þroska þeirra og hegðun. Hér verður hins vegar sjónum beint að samskiptum barnanna og tengslum og því hvernig þau líta á og byggja upp félagslegt samfélag sitt í leik, þ.e. fyrirbærafræði barnanna sjálfra. Í rannsókninni er fylgst með börnum í leikaðstæðum og leitast við að lýsa, greina og túlka athafnir barnanna í því samhengi. Meginrannsóknarspurningin sem höfð var að leiðarljósi er þessi: • Hvernig skapa ung börn samfélag í leik? Eftirfarandi undirspurningar voru hafðar til hliðsjónar: – Hvernig hefja börnin samskipti í leik? – Hvernig viðhalda börnin leiknum? – Hvernig koma börnin sér inn í leik sem þegar er hafinn? AðfErð Rannsóknin fór fram í leikskóla sem er í grónu hverfi í Reykjavík og hefur starfað í ríflega 20 ár. Í leikskólanum voru samtals 90 börn, á aldrinum eins til sex ára, á fjórum deildum. Þátttakendur í rannsókninni voru 20 börn á einni deild, níu drengir og ellefu telpur, á aldrinum 14 mánaða til tveggja ára og fimm mánaða. Sex barnanna áttu for- eldra sem voru af erlendum uppruna. Fjórir starfsmenn störfuðu á deildinni, þar af tveir leikskólakennarar og gegndi annar þeirra stöðu deildarstjóra. Ákveðið var að velja frjálsan leik barnanna til athugunar. Ástæðan fyrir valinu var sú að leikur er hluti af því sem börnin skapa í sameiningu og hann þróast í samskipt- um milli þeirra og umhverfisins. Frjáls leikur felur í sér frjálsræði fyrir börnin um val á viðfangsefnum og félögum. Það getur því verið gagnlegt að skoða og greina mynstur í leiknum til að fanga raddir barnanna sjálfra (Pugh og Sellek, 1996). Gagnaöflun stóð yfir í um fimm mánaða skeið eða frá því síðla vetrar 2008 og fram eftir vori 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.