Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 143
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 143
gUðrún geirSdÓttir
aftur svigrúm fyrir ný átök sem hafa svo áhrif á það hvernig þekkingin birtist í nám-
skránni og út frá hvaða nemendasýn þar er gengið. Þetta er gert með vali á inntaki,
skipulagi þess, hraða yfirferðar og setningu viðmiða um það hvað telst lögmæt þekk-
ing af því sem nemendur hafa fram að færa (Bernstein, 2000).
Háskólakennarar skipa sérstakt hlutverk í námskrárgerð. Sem rannsakendur skapa
þeir þekkingu innan þekkingarsviðsins (Bernstein, 2000) og hlutverk þeirra sem kenn-
ara á sviði miðlunar eða kennslu er vel skilgreint innan háskólans (Bernstein, 1990;
Háskóli Íslands, 2006). Viðfangsefni rannsóknar minnar snýr þó fyrst og fremst að
hlutverki háskólakennara á sviði endursköpunar, þ.e. í námskrárgerðinni sjálfri. Eins
og sjá má á mynd 1 takast á um það svið tvö öfl, hið opinbera og hið uppeldislega. Á
uppeldislega sviðinu eiga t.d. heima hefðir í uppeldis- og kennsluháttum innan skóla,
námsbókahöfundar, menntunarfræðideildir (og í þessari rannsókn háskólakennarar)
en hið opinbera vísar fyrst og fremst til stjórnvalda. Vaxandi völd á opinberu sviði
merkja minni völd á hinu uppeldislega og öfugt. Þar til nýlega hafa háskólar á Íslandi
starfað án teljandi inngripa hins opinbera í sjálfa námskrána og akademískt frelsi
háskólakennara hefur verið tryggt í lögum og reglum (Lög um háskóla nr. 63/2006;
Rektorar íslenskra háskóla, 2005) og sérstaklega áréttað í breytingum á lögum um
háskóla frá 2012 (Lög um breytingu á lögum um háskóla nr. 63/2006 (sjálfstæði og
lýðræði í háskólum, réttindi fatlaðra nemenda) nr. 67/2012).
Eins og fyrr segir var markmið rannsóknarinnar að kanna viðhorf háskólakennara
í þremur greinum til námskrár sinna greina. Ég þurfti því námskrárhugtak sem næði
til sérstöðu háskólakennara í þekkingarsköpun og þekkingarmiðlun. Ég þurfti nám-
skrárkenningar sem gerðu mér kleift að skoða hvernig þekking er valin og hvernig
það val endurspeglast í yrtum sem óyrtum hugmyndum innan ólíkra greina um það
hvernig best sé að haga kennslu og hvað skipti máli innan greinar (Margolis, 2001). Þá
þurfti ég kenningu sem gerði mér kleift að bera saman námskrár ólíkra fræðigreina.
Hugtök Bernsteins um flokkun og umgerð og hugmyndir hans um orðræðu uppeldis
og kennslu virtust ná vel yfir það námskrárhugtak sem unnið er út frá í rannsókninni.
Því verður greining á þeirri orðræðu uppeldis og kennslu sem ríkir innan hverrar
háskólagreinar notuð til að lýsa einkennum á námskrá greinarinnar.
Í rannsóknum á háskólum hafa háskólagreinar oft verið rannsakaðar án þess að
dreginn hafi verið fram munurinn á þeim og þau áhrif sem aðstæður hafa á mótun
þeirra. Til að draga fram mun á háskólagreinunum sem valdar voru til athugunar var
stuðst við hugmyndir Bernsteins um samsafnaða og samþætta námskrá (Bernstein,
1971). Samsöfnuð námskrá einkennist af sterkri flokkun, hún er skýrt afmörkuð frá
öðrum greinum og tilheyrir fræðasviði þar sem strangar reglur gilda bæði um þekk-
ingarsköpun og það hvaða þekking er valin sem hluti af námskrá. Hér er eðlisfræði
tekin sem dæmi um samsafnaða námskrá. Í samþættri námskrá er flokkun þekkingar
veik, þ.e. ýmiss konar þekking getur fundið sér stað undir hatti greinarinnar og það
sem fyrst og fremst sameinar ólíkar greinar eru ákveðnar tengslahugmyndir (e. rela-
tional ideas). Með tengslahugmyndum er vísað í nokkurs konar yfirhugtök sem nýta
má til að skilja þekkingu ólíkra greina. Til dæmis væri hægt að nálgast líffræði og
mannfræði út frá tengslahugmyndinni breytingar þar sem skoðaðar væru hugmyndir
um breytingar út frá erfðafræðilegu sjónarhorni svo og félagslegu (Bernstein, 1971).