Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 74

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 74
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201274 ný aðalnÁmSkrÁ og gömUl nÁmSkrÁrfræði hEfðin – bobbitt, tylEr, bloom og tAbA Eina af fyrstu tilraununum til að fjalla um námskrárfræði með „vísindalegum“ hætti er að finna í bókinni The curriculum frá 1918 eftir Bobbitt. Þar segir: Við höfum sett markið á óljósa menntun, illa skilgreinda tilsögn, þokukennt tal um alhliða þroska einstaklinganna, ótiltekinn siðferðisþroska eða félagslega skilvirkni sem ekki er útfærð í einstökum atriðum … En sá tími er senn liðinn að menn láti sér duga yfirgripsmikil og illa skilgreind markmið. öld vísindanna krefst nákvæmni og útfærslu í einstökum atriðum. (Bobbitt, 1972, bls. 41)² Þessi bók gaf tóninn fyrir 20. öldina. Áherslan á vel skilgreind markmið sem undir- stöðu allrar námskrárgerðar varð ríkjandi. Sumt í fræðum Bobbitts virðist þó svolítið barnalegt í augum þeirra sem fást við námskrárfræði nú tæpri öld seinna. Hann áleit til dæmis mögulegt að finna út með „vísindalegum“ aðferðum hvað fólk þyrfti að læra og þar með hver markmið skóla skyldu vera: Mannlífið í allri sinni fjölbreytni felst í framkvæmd afmarkaðra athafna. Menntun sem býr fólk undir lífið býr það með öruggum og fullnægjandi hætti undir þessar afmörkuðu athafnir … Þetta krefst þess aðeins að farið sé um vettvang mannlegrar iðju til að uppgötva einingarnar sem hún er samsett úr. Það mun leiða í ljós hvaða getu, viðhorf, venjur og þekkingarform þarf. Þetta verða markmiðin í námskránni. Þau verða mörg talsins og afmörkuð og ákveðin. Námskráin verður sú runa af reynslu sem börn og ungmenni þurfa að öðlast til að ná markmiðunum. (Bobbitt, 1972, bls. 42) Bobbitt virðist, samkvæmt þessu, hafa gert ráð fyrir að skortur á menntun finnist með því að skoða daglegt amstur fólks. En hversu trúlegt er að hægt sé að rekast á vöntun á lærdómi, til dæmis í sögu eða tónlist, með því einu að gá hvað fólk gerir? Slík vöntun er að mestu ósýnileg öðrum en þeim sem veit og skilur hvað er varið í þess háttar listir og fræði og er því fyrir fram sannfærður um að vert sé að kenna þau. Af eftirmönnum Bobbitts var landi hans Tyler atkvæðamestur. Bók hans Basic prin- ciples of curriculum and instruction sem út kom 1949, varð áhrifamesta rit um nám- skrármál á seinni hluta síðustu aldar (Elliott, 2007; Kliebard, 1987; Pinar, Reynolds, Slattery og Taubman, 1995). Þótt Tyler hafi tekið undir áherslu Bobbitts á markmiðs- setningu sem undirstöðu í námskrárgerð var hann engan veginn sammála Bobbitt um alla hluti. Tyler (1949) áleit til dæmis að námsmarkmið væru að einhverju leyti byggð á pólitískum ákvörðunum fremur en rannsókn á því hvað fólk þyrfti. Hann taldi að mjög almenn yfirmarkmið, sem Bobbitt kallaði þokukennt tal, gætu gagnast sem viðmið þótt einstaka þætti þyrfti svo að útfæra sem mælanleg atferlismarkmið. Tyler hefði trúlega álitið grunnþættina í nýju aðalnámskránni ágætlega tæk yfirmark- mið en Bobbitt gefið heldur lítið fyrir svo almennar yfirlýsingar. Á fyrstu síðu í bók Tylers frá 1949 setti hann kjarna námskrárfræða sinna fram sem fjórar spurningar: Rökin sem hér eru útfærð byrja á að benda á fjórar meginspurningar sem verður að svara til að móta námskrá og kennsluáætlun. Þær eru: 1. Hvaða menntamarkmiðum á skólinn að leitast við að ná?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.