Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 11
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 11
i n g Ó l fU r ÁS g e i r J Ó H a n n eS So n
Efninu sem birst hefur í Uppeldi og menntun má skipta í fimm meginflokka. Í fyrsta
og langumfangsmesta flokknum eru ritrýndar greinar, sem voru 151 á 20 árum eða
réttara sagt 19 árum þar sem fyrsta heftið, afmælisritið, var ekki ritrýnt. Þessi flokkur
fékk þó aðeins nýlega heitið Ritrýndar greinar en gekk lengi undir öðrum heitum, svo
sem Um fræðilegt efni eða einfaldlega Ritgerðir.
Næsti flokkur er óritrýndar greinar, en hann var nokkuð algengur fyrstu ár tíma-
ritsins. Þeim var einkum ætlað það hlutverk að segja frá skólastarfi, meðal annars
nýbreytni- og þróunarstarfi af ýmsu tagi, eins og kemur fram í orðum ritnefndar í
2. árgangi. Þarna birtust 23 greinar á árabilinu 1993–2000. Þessi flokkur var áberandi
á fyrri hluta tímabilsins og gekk undir nöfnum eins og Frásagnir úr skólastarfinu eða
Starfið. Sumar greinanna í þessum flokki sýnist mér að hefðu staðist gæðakröfur til
ritrýndra birtinga. Hér eru einnig flokkaðar allar greinar 1. árgangs sem ég tel líka að
flestar hefðu staðist kröfur til ritrýndra birtinga. Birting óritrýndra greina, ef frá eru
taldir þrír ritdómar, féll alveg niður um nokkurra ára skeið. Líklegt er að tilkoma Netlu
í ársbyrjun 2002, sem lagði strax áherslu á fjölbreyttar gerðir efnis, hafi valdið því að
Uppeldi og menntun breyttist hvað þetta varðar.
Nýr bálkur greina, svokallaðra viðhorfsgreina, hefur verið í flestum heftum Upp-
eldis og menntunar frá og með 2005. Viðhorfsgreinar eru a.m.k. tvær en oftar þrjár eða
fjórar stuttar greinar um afmarkað efni sem ritnefnd ákveður, svo sem um stöðu ein-
stakra skólastiga eða um eitthvert málefni innan menntavísinda. Viðhorfsgreinar fara
ekki í gegnum ritrýningarferli en hefur verið ritstýrt af ritnefnd eða, í síðustu viðhorfs-
þáttum, sérstökum ritstjórum. Eitt slíkt þema var á ensku, um leikskólastigið, þar
sem leitað var til fimm erlendra sérfræðinga um málefnið sem skrifuðu þrjár greinar.
Efni þess heftis var allt um menntun ungra barna og er þetta líklega eina formlega
þemahefti tímaritsins. Annað dæmi um þema sem tekið hefur verið fyrir í viðhorfs-
greinum var um Bolognaferlið í háskólum landsins, níu greinar samtals, árið 2010. Þá
var tekinn upp sá háttur að ritstjórar viðhorfsgreinanna rituðu sérstakan inngang um
viðhorfsflokkinn og ágrip um hann í heild á ensku.
Bersýnilegt er að ritnefndir hafa lagt mismikla áherslu á ritdóma því að um nokk-
urra ára skeið féll flokkurinn alveg niður en hann hefur nýlega verið endurvakinn af
krafti. Þessi flokkur hét á fyrstu árunum Um bækur og námsefni. Mismunandi er hvort
þessir dómar hafa verið um eina bók eða fleiri. yfirleitt hafa ritdómar verið um íslenskt
efni en nokkrar erlendar bækur hafa þó fengið umfjöllun. Í 2. hefti 2011 birtust tveir
dómar um sömu bókina og var annar þeirra svokallaður léttlesinn texti. Ritdómar eru
að jafnaði óritrýndir en í fyrra hefti ársins 2012 var þó birtur svokallaður ítardómur,
ritrýndur. Ritnefnd vonast til þess að geta birt fleiri ítardóma, annaðhvort sem greinar
um tiltekið rit eða samantekt um tvö rit eða fleiri, og að geta styrkt ritrýningarferli um
slíkt efni. Meðal viðhorfsgreina árið 2009 voru tvær greinar um ritið Almenningsfræðsla
á Íslandi 1880–2007. Með þeim má segja að birst hafi 26 ritdómar á árunum 1992–2011.
Auk efnis í þessum meginflokkum hafa þrívegis birst viðtöl við forystumenn
Kennaraháskóla Íslands og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þá voru nótur við
lag Jóns Ásgeirssonar og ljóð Stefáns Harðar Grímssonar í afmælishefti og skrá um
ritverk Jónasar Pálssonar í sama hefti. Loks má geta þýðingar Gunnars Ragnarssonar
á grein Johns Dewey.