Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 171
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 171
sIgurbJörn ÁrnI arngríMsson
MenntavísIndasvIðI hÁskóla íslands
Uppeldi og menntun
21. árgangur 2. hefti 2012
Íþróttakennara- og íþróttafræðinám
á Laugarvatni fyrr og nú
úr sÖgu íÞróttAkEnnArAnáms á íslAndi
Íþróttakennaranám á Íslandi stendur á gömlum merg. Björn Jakobsson stofnaði
íþróttaskóla árið 1932 í tengslum við Héraðsskólann á Laugarvatni þar sem hann
var kennari (Anna Lilja Sigurðardóttir og Óli Barðdal, 2001). Þessi skóli Björns var
einkaskóli en í kjölfar íþróttalaga sem sett voru 1940 (Íþróttalög nr. 25/1940) varð
hann svo að Íþróttakennaraskóla Íslands í upphafi árs 1943 og Björn fyrsti skólastjór-
inn (Ingimar Jónsson, 2000). Skólanum skyldi skipt í deildir, önnur deildin skyldi
vera fyrir íþróttakennara sem einir hefðu rétt til að starfa við ríkisskólana en hin fyrir
áhugamenn í íþróttum og væntanlega íþróttaleiðtoga (Lög um Íþróttakennaraskóla
Íslands nr. 12/1942). Á þessum tíma var íþróttakennaranám níu mánuðir (einn vetur)
og að því loknu höfðu íþróttakennarar réttindi til að kenna íþróttir á öllum skóla-
stigum. Ljóst var að á níu mánuðum þurfti að koma miklum fróðleik í nemendur
því námsgreinarnar voru: Íslenska, íslenskar bókmenntir, líkamsfræði, kennslufræði,
efnafræði, hjálp í viðlögum, uppeldisfræði, sálarfræði, hreinlæti, framkoma, kurteisis-
reglur, bindindisfræði, gerð íþróttamannvirkja, leikreglur, íþróttareglur, íþróttalíf og
íþróttasamkeppni, leikfimi, sund, glíma, skíða- og skautafimi, róður, sigling, knatt-
leikir, frjálsíþróttir og leikir (Ingimar Jónsson, 2000). Reyndar taldi íþróttahreyfingin
farsælla að hafa námstímann fyrir íþróttakennarana tvö ár og einhverjar deilur stóðu
um staðarvalið (Laugarvatn eða Reykjavík) á Alþingi en Laugarvatn varð á endanum
ofan á (Ingimar Jónsson, 2000). Mun þar vilji Jónasar Jónssonar frá Hriflu hafa ráðið
miklu, svo og það að Íþróttaskóli Björns Jakobssonar var þegar staðsettur á Laugar-
vatni og hefð því komin fyrir því að hafa námið þar. Síðan þá hefur með reglulegu
millibili sprottið upp umræða um staðarval skólans (Emil örn Kristjánsson og Rósa
Þórisdóttir, 1981) enda ekki skrýtið þar sem vel fram yfir aldamótin var Laugarvatn
eini staðurinn þar sem hægt var að stunda íþróttakennaranám á Íslandi.
Þó að lögin um Íþróttkennaraskóla Íslands hafi kveðið á um tvær deildir (Lög
um Íþróttakennaraskóla Íslands nr. 12/1942) verður ekki séð að leiðbeinendadeildin
fyrir áhugamenn í íþróttum og íþróttaleiðtogana hafi verið starfrækt. Skólinn virðist