Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 118

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 118
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012118 trú leikSkÓlabarna Á eigin getU að jafnvel hin alþekktustu „dyggðablóð“ virtust tilbúin til illvígustu verka ef að- stæðurnar þrýstu á um þær, jafnvel að veita saklausum fórnarlömbum í meintum kennslufræðitilraunum lífshættulegt rafstuð (Milgram, 1974). Sumir gengu svo langt að túlka niðurstöður þessara tilrauna svo að manneskjan væri algjört kameljón, án nokkurrar fastrar skapgerðar eða innra sjálfs (sjá greiningu og gagnrýni hjá Kristjáni Kristjánssyni, 2010, 6. kafla). Síðast en alls ekki síst ber svo að nefna hugrænu bylt- inguna innan sálfræðinnar sem gerði ráð fyrir því að það sem réði mestu um viðbrögð fólks væru ekki hlutlægar staðreyndir og upplýsingar heldur úrvinnsla slíkra upp- lýsinga í hugum þess. Eignunarkenning Heiders (1958) markaði ákveðin straumhvörf á þessu sviði en samkvæmt henni breytir fólk einkum í ljósi hugmynda sinna um það hvaða eiginleikum það telur sig búa yfir og þeirra skýringa sem það æskir að gefa á eigin atferli. Kenninguna sem smám saman var þannig að taka á sig mynd innan sálfræðinnar má kenna við hughyggju um sjálfið. Samkvæmt henni er sjálf ekki eitt og sjálfshugmyndir annað heldur er hið svokallaða sjálf ekkert annað en safn hugmynda okkar um það hver við sjálf erum. Sjálfsálitskenningarnar sem riðu húsum í sálfræði í kringum aldamótin eru skilgetið afkvæmi slíkrar hughyggju – og sama gildir um kenningu Bandura um trú á eigin getu. Það skín til dæmis vel af hinu enska heiti hennar, sem kenningar um „perceived self-efficacy“. Hún er þannig, eins og áður hefur komið fram, ekki kenning um samband milli getu á sviði x og árangurs (t.d. í námi) á sviði x – enda væri slíkt samband fremur augljóst og óspennandi – heldur um samband milli tiltekinna hugmynda okkar um getu okkar (þ.e., með orðalagi Heiders, getu sem við „eignum okkur“) og árangurs. Burtséð frá heimspekilegum efasemdum um for- sendur slíkrar sjálfshughyggju (Kristján Kristjánsson, 2010), sem ekki verða reifaðar hér, mætti ætla að kenningar af þessu tagi leystu að minnsta kosti eitt stórt vandamál sjálfshluthyggju, þ.e. mælingarvandann. Ef það sem máli skiptir er ekki hlutlæg innri ferli heldur „safn hugmynda“ hlýtur að mega grennslast eftir slíkum hugmyndum með einföldum sjálfsmatsprófum, til dæmis spurningalistum. Og það er raunar að- ferðin sem beitt hefur verið við prófanir á trú á eigin getu í skilningi Bandura: Fólk er einfaldlega spurt um það, í sjálfsmatsprófum, hversu mikla trú það hafi á að geta unnið verk af tagi V á sviði x. Bandura sjálfur mælir með að notaður sé breiður mælikvarði á sviðsbundna trú á eigin getu, til dæmis frá 0–100, og varar við að nota þrönga mælikvarða; þeir séu ekki eins nákvæmir og slíkt dragi úr áreiðanleika mælinga. Þó hafa margir rannsakendur beitt þrengri mælikvörðum. Bandura, Barbaranelli, Caprara og Pastorelli (2001) not- uðu til dæmis fimm svarmöguleika á mælikvarða í rannsókn á trú 11–15 ára unglinga á eigin getu og Usher og Pajares (2008a) notuðu sex svarmöguleika á mælikvarða við að mæla trú grunnskólanemenda á eigin getu. Í samantekt Usher og Pajares (2008b) á rannsóknum sem gerðar hafa verið á trú á eigin getu kemur fram að hún hafi verið mæld á mjög fjölbreytilegan máta en margar rannsóknanna feli í sér aðferðafræðilega veikleika. yfirleitt er, sem fyrr segir, um megindlegar rannsóknir að ræða þar sem stuðst er við spurningalista. Nokkrir rannsakendur hafa þó notað „óopinbera mæli- kvarða“ og farið óhefðbundnar leiðir við mælingar. Til dæmis tóku Zeldin og Pajares (2000) viðtöl við konur þar sem þær voru beðnar að ræða um starfsferil sinn í ljósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: