Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 46

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 46
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201246 YngStU leikSkÓlabörnin: Samfélag í leik athygli sinni að félagslegum tengslum í umhverfinu og þannig mynda hið einstak- lingslega og hið félagslega samfellda heild. Heimurinn kemur ekki fyrir sjónir ein- göngu sem hlutlægt fyrirbæri heldur birtist hann fyrst og fremst sem látbragð, svip- brigði eða mannvera sem er ætíð annaðhvort aðlaðandi eða fráhrindandi (Heinämaa, 1999). Með öðrum orðum kallar öll svörun barnsins við umhverfinu á tilfinningaleg viðbrögð eða gildismat af einhverju tagi. Barnið upplifir og tjáir sig með líkamanum til að bregðast við, skapa tengsl og kynnast umhverfinu. Það tjáir fyrirætlanir sínar, upplifir, öðlast reynslu og skapar merkingu í ljósi reynslunnar (Greve, 2007; Johans- son, 1999; Løkken 2000a, 2009; Merleau-Ponty; 1962, 1994). Í samskiptum barnsins við umhverfið nær það tökum á nýrri merkingu, dregur lærdóm af reynslunni og túlkar hana með hreyfingu líkamans (Hangaard Rasmussen, 1996; Johansson, 2011b). Í kenningunni er hugtakið samhuglægni (e. intersubjectivity) notað til að lýsa grundvallarhæfni manneskjunnar til að taka þátt í veröld annarra. Börn koma hvert inn í annars heim þar sem sameiginleg staðfesting á tilveru hvers og eins á sér stað eða er dregin í efa (Johansson, 1999; Johansson, 2011b). Í samskiptum og leik í leikskólum skilja börn smám saman að það sem gerist hjá þeim gerist einnig hjá öðrum börnum. Samskipti milli fólks eru nauðsynleg forsenda samhuglægni sem er jafnframt for- senda þess að fólk myndi samfélag sín á milli. Grunnur undir rannsóknina er einnig sóttur til skilgreiningar hollenska sálfræð- ingsins og fyrirbærafræðingsins Bujtendijks á leik (1933). Í kenningu hans er leik lýst sem barnslegri (e. childlike, þ. jungendlich) athöfn sem á upphaf sitt í hreyfingu (sjá Åm, 1989; Hangaard Rasmussen, 2001). Hann bendir á að óvæntar athafnir og hreyfingar fram og til baka feli í sér grundvallarvirkni leiksins. Barnið laðast að um- hverfinu og skapar þannig merkingu og samhengi með athöfnum sínum. Sjálfsprottin hreyfing barnsins gerir það að verkum að barnið tengist umhverfinu á annan hátt en fullorðnir. Munur á hreyfingu barnsins og leik felst í því að leikurinn þarfnast svör- unar og þróast þar sem vaxandi spenna, ákafi og formfesta verða áberandi þættir hans (Åm 1989; Løkken 2000b). Leikurinn byggist annars vegar á víxlverkun milli þess að umhverfið skapar kveikju að leik og hins vegar á nauðsynlegri spennu sem þarf til þess að þróa og viðhalda leiknum. Leikurinn felur ætíð í sér samskipti þar sem barnið á annaðhvort í samskiptum við hlut eða aðra manneskju. Leiknum lýkur þegar barnið fær ekki svörun og hreyfingarnar fram-og-til-baka taka enda (Åm,1989; Hangaard Rasmussen, 2001; Løkken, 2000b; Röthle, 2005). Gegnum athafnir í leik á sjálfsköpun (e. self-construction) barnsins sér stað, en í henni felst að barnið kemur sjálfu sér á framfæri við aðra og í gegnum viðbrögð umhverfisins lærir það um sjálft sig og um- hverfið. Börn virðast hafa sérstaka hæfni til að lesa hvert í annars líkamstjáningu og eru þannig félagslegir gerendur í sameiginlegri veröld. Þegar ung börn leika sér byrja þau ekki á því að hugsa eða ímynda sér heldur gerist þetta allt samtímis. Leikurinn krefst snöggra skiptinga milli hugsunar, ímyndunar, hljóða, líkamstjáningar og orða en allir þessir þættir eru mikilvægir og samtvinnaðir (Hangaard Rasmussen, 1996; Johansson, 2011b). Þegar litið er til kenningar Merleau-Pontys um lífheiminn og skilgreiningar Buj- tendijks á leik má sjá sameiginlega snertifleti þar sem litið er á barnið sem virkan geranda sem notar líkamann til þess að upplifa umhverfið og skapa merkingu í ljósi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.