Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 152
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012152
HlUtverk HÁSkÓlakennara í nÁmSkrÁrgerð
Svigrúm háskólakennara til að velja þekkingu í námskrá
Barnett og Coate (2005) segja að í námskrárgerð megi líta á hverja athöfn kennara sem
inngrip í það svæði eða svigrúm sem í raun tilheyrir nemendum. Námskrárgerðina
megi því sjá sem tæki kennara sem gefur honum vald til að skipuleggja og ráðstafa
(náms-)tíma nemanda. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að innan námskrár
hverrar greinar eru þessi inngrip mismikil og með ólíkum hætti. Svigrúm kennara til
að velja þekkingu eða inntak til umfjöllunar í námskeiðum, svo og mat þeirra á því
hvaða þekking er fullgild, er mjög misjafnt eftir greinum. Stýrandi orðræða hverrar
greinar skilgreinir það hvaða kostum góðir nemendur hennar búa yfir og svo hvers
konar samskipti milli kennara og nemenda teljast við hæfi. Hin stýrandi orðræða
greinarinnar endurspeglast í kennsluorðræðunni sem var mismunandi frá einni grein
til annarrar (sjá 9.–10. línu í töflu á bls. 147). Til að gefa innsýn í mun á greinum verður
hér fjallað sérstaklega um svigrúm kennara til að velja þekkingu eða inntak námskrár
í sinni grein (sbr. 4.–5. línu í töflunni).
Þekking í eðlisfræði og véla- og iðnaðarverkfræði einkennist af sterkri flokkun og
lóðréttri skipan hvað varðar grunnnám. Námskeið falla að lóðréttu skipulagi þar sem
hvert námskeið tekur við af öðru og námskráin flytur nemendur af einu þrepi á það
næsta:
Andstætt því sem ég heyri úr öðrum deildum, þá byggist allt okkar nám á þrepum.
Við kennum Eðlisfræði 1, 2, 3, 4. Við kennum eða lærum Stærðfræði 1, 2, 3, 4 og alltaf
lærum við meira og meira. Og byggjum á því sem undir er og það er ekki fyrr en þú
ert kominn með þennan áfanga og kominn á þriðja ár í grunnnámi sem þú ferð að
skynja samhengi hlutanna. (Háskólakennari í eðlisfræði)
Kennarar þessara greina telja að það sé ekki í þeirra höndum að ákveða hvaða þekk-
ing eigi heima í námskeiðum. Þetta á einkum við í eðlisfræðinni þar sem litið er á
þekkingu sem algilda. Hverju námskeiði tilheyrir ákveðin þekking sem er fyrirfram
kunn og skýrt skipulögð. Ákvarðanavaldið liggur ekki í höndum einstakra kennara
heldur er það svo skýr þáttur í stýrandi orðræðu skorarinnar að það þarf ekki að ræða
sérstaklega. Fari kennarar í skipulagi námskeiða eða kennslu út fyrir settan ramma er
það brot á stýrandi orðræðu greinarinnar og þau tilvik þarf að ræða og koma málum
aftur í rétt horf:
Við veljum ekki efni í námskeiðið, við komum okkur saman um það sem er í nám-
skeiðunum. Það er meira og minna ákveðin skorarhefð. Ef þú kennir Rafsegulfræði
þá er það þetta efni sem þú ferð yfir og ef þú kennir Eðlisfræði 1 þá er það þetta efni
sem þú ferð yfir. Og ef þú kennir verklegum hópi þá eru það þessar tilraunir sem þú
kennir … Nú það hefur auðvitað komið fyrir að kennari kenni Skammtafræði 1 eins og
það væri Skammtafræði 2 eða Eðlisfræði 3 eins og það væri Skammtafræði 1 og það hefur
valdið almennri óánægju í skorinni og við reynum að ræða og koma reglu á þetta.
(Háskólakennari í eðlisfræði)
Námskrá véla- og iðnaðarverkfræði er í upphafi náms svipuð námskrá í eðlisfræði að
uppbyggingu og telst, eins og hún, vera samsöfnuð. Námskeið eru skýrt afmörkuð og