Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 131

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 131
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 131 gUðrún alda HarðardÓttir og kriStJÁn kriStJÁnSSon og Ross verður að álykta að einber sjálfsmatspróf geti vart talist vera slíkt marktækt mælitæki. Við verðum að líta svo á að sú „trú á eigin getu“ sem þau mæla sé í raun ekki annað en trú á trú á eigin getu, það er skoðun svarandans á því hver trú hans á eigi getu sé. En slík skoðun getur, eins og hér hefur verið bent á, verið ýmsum bjögunum og sjálfsblekkingum undirorpin. Því má spyrja hvort hlutlægari aðferð í anda upp- eldisfræðilegrar skráningar sé ekki – að breyttu breytanda – nauðsynleg til að rann- saka trú fullorðinna á eigin getu, ekki síður en barna. Áhugavert væri, svo að dæmi sé tekið, að nota viðmið Horáková-Hoskovcová og uppeldisfræðilega skráningu við að skoða trú nýbrautskráðs leikskólakennara á eigin getu, til dæmis varðandi móttöku barna í upphafi dags, með því að taka myndband af því þegar börnin mæta í leikskólann; en það er ekki nægjanlegt, meðal annars vegna þess að myndavél nemur aðeins það sem henni er beint að og mikilvæg atriði geta fallið utan vélar. Þess vegna þarf einnig að skrá til dæmis útfrá sjónarhorni sem fellur fyrir utan upptökuvélina. Ef mæling á leikskólakennara í móttökunni fellur undir eftirfarandi fjóra flokka væri viðkomandi leikskólakennari talinn trúa á eigin getu ef hann: 1) tekur jákvæður á móti barni og foreldrum, 2) virðist hafa þá tilfinningu að hann ráði við aðstæður sem upp geta komið í móttökunni, 3) býst við jákvæðri útkomu af eigin faglegum undirbúningi og framkvæmd móttökunnar, 4) sýnir við- leitni til að sigrast á erfiðleikum sem upp koma í móttökunni, til dæmis að foreldri á erfitt með að skilja við barnið. Að lokinni skráningu og flokkun væri áhugavert að viðkomandi leikskólakennari rýndi og túlkaði skráninguna ásamt rannsakanda, til að mynda svaraði spurningunni: „Manstu hvað þú hugsaðir þegar atvikið kom upp?“ Þannig getur rannsakandi fengið enn dýpri skilning á rannsóknargögnunum um trú viðkomandi á eigin getu. Á sama hátt væri hægt að mæla trú leikskólakennarans á mismunandi sviðum sem hann tekst á við í starfinu, svo sem við matarborð, starf með litlum og stórum barnahópum og svo framvegis. lokAorð Rannsóknarspurning okkar var: Hvernig er unnt að framkvæma árangursríkar rann- sóknir á trú leikskólabarna á eigin getu í anda kenningar Bandura og hvaða aðferða- fræðilegar ályktanir má draga af því fyrir rannsóknir á trú á eigin getu almennt? Þessi grein hefur skyggnt þessa spurningu út frá ýmsum sjónarhornum: leikskóla- miðuðum, aðferðafræðilegum og heimspekilegum. Meginniðurstaða okkar er sú að málþroski leikskólabarna útiloki ekki beitingu kenningar Bandura til að skilja þau. Hins vegar sé þá nauðsynlegt að þróa annars konar mælitæki á trú á eigin getu en hin hefðbundnu sjálfsmatspróf sem notuð eru við rannsóknir á eldri börnum og full- orðnum. Í greininni höfum við stungið upp á beitingu uppeldisfræðilegrar skráningar sem vænlegs mælitækis í þessu augnamiði og tekið dæmi um hvernig beita má því til greiningar á gögnum úr yfirstandandi doktorsrannsókn fyrri höfundar. Almennari ályktun okkar er sú að takmarkanir sjálfsmatsprófa í rannsóknum á full- orðnum séu stórlega vanmetnar. Hefðbundin sjálfsmatspróf á trú á eigin getu mæla ekki endilega slíka trú heldur skoðun einstaklingsins á því hver trú hans er á eigin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.