Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 95
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 95
HJalti JÓn SveinSSon og rúnar SigÞÓrSSon
börnin ljúka framhaldsskólanámi en félagsleg staða foreldra og einkunnir nemenda á
samræmdum prófum í 10. bekk (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Stella Blöndal,
2005). Þá eru meiri líkur taldar á að unglingar í þessum hópi velji sér félaga sem um-
hugað er um nám og gott gengi í skóla (La Guardia og Ryan, 2002). Þessir þættir eru
taldir styrkja trú unglinga á eigin getu og því eru þeir afar mikilvægir (Bandura, 1997).
Framhaldsskólinn og nám við hæfi
Samkvæmt gildandi lögum ber framhaldsskólum að kappkosta að bjóða öllum nem-
endum nám við hæfi (Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008). Hliðstætt ákvæði var í
lögum um framhaldsskóla frá 1996 (Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996). Þrátt fyrir
þessi ákvæði og viðleitni framhaldsskóla til að taka sem best á móti nýnemum og leiða
þá fyrstu skrefin á nýjum vettvangi er staðreyndin sú, eins og áður hefur komið fram,
að ákveðinn hópur hverfur frá námi eftir fremur skamma viðdvöl.
Í þeim framhaldsskólum sem taka inn nýnema án tillits til námsárangurs verður að
gera ráð fyrir að koma þurfi til móts við margvíslegar þarfir nemenda með sérstökum
ráðstöfunum, hvatningu og ráðgjöf til þess að þeir geti lokið námi (Evrópumiðstöðin
fyrir þróun í sérkennslu, 2011; Ferguson, Tilleczek, Boydell og Rummens, 2005; Til-
leczek og Ferguson, 2007). Háar brotthvarfstölur sem vitnað er til hér að framan hljóta
að vera til vitnis um að framhaldsskólum takist þetta ekki og að það séu ekki ein-
ungis nemendur sem falla undir þá skilgreiningu að vera í sérstökum áhættuhópi
sem hverfa brott frá námi heldur einnig nemendur sem uppfylla öll innritunarskilyrði
framhaldsskóla þegar þeir hefja þar nám.
Það leikur ekki lengur vafi á að viðhorf og starfshættir í skólum og forysta stjórnenda
hafi áhrif á gengi nemenda (Ainscow og Miles, 2008; Barber, Whelan og Clark, 2010;
Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu, 2011; Hayes, Mills, Christie og Lingard,
2006). Því verður að spyrja hvort framhaldsskólar hafi leitað allra leiða til að koma
sem best til móts við sem flesta nemendur. Brotthvarfstölur og tölur um fall í byrjunar-
áföngum í stærðfræði gefa til dæmis vísbendingar um að kennslan beri ekki tilætlaðan
árangur og nemendur fælist jafnvel námsgreinina vegna þess að þeir eigi í erfiðleikum
með að tileinka sér námið (Kristín Bjarnadóttir, 2011). Meðal þeirra sem hætta í þessum
áföngum eða falla á prófum í þeim eru nemendur af hinum ýmsu brautum skólans
sem hafa jafnvel sýnt prýðisárangur í öðrum greinum á skólaferli sínum. Rannsókn
Kristínar Bjarnadóttur (2011) á hægferðaráfanganum Stærðfræði 102 í nokkrum fram-
haldsskólum með áfangakerfi sýndi að rúmur helmingur nemenda í þeim áföngum
sem rannsóknin náði til taldi sér ekki ganga vel í stærðfræði, tæp 60% skráðra nem-
enda mættu að jafnaði í tíma á meðan rannsóknin stóð yfir og nemendur gengu oft
út úr kennslustundum. Ennfremur kom í ljós ósamræmi milli kennslunnar og Aðal-
námskrár framhaldsskóla í stærðfræði (Menntamálaráðuneytið, 1999b). Til dæmis var
lengra farið í algebru en námskráin sagði fyrir um í fjórum skólum af fimm en hvergi
var tíma varið í samvinnuverkefni eða ritgerðir. Kristín kemst að þeirri niðurstöðu
að margir nemendur komi vanbúnir í stærðfræði úr grunnskóla og framhaldsskólinn
eigi að bjóða upp á nám sem nemendur finna sig í og mæta þeim þar sem þeir eru.
Annars er hætt við að stærðfræðinámið verði merkingarlaust, viðhorf nemenda til