Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 82

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 82
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201282 ný aðalnÁmSkrÁ og gömUl nÁmSkrÁrfræði að „skipuleggja innihald og aðferðir til þess að ná markmiðum.“ En séu útlistanirnar á markmiðunum ekki ítarlegri og úthugsaðri en nokkur virðist í raun geta gert þær þá verður útkoman úr þessari forskrift allt of oft sú að menn nota aðferðir til að skrumskæla innihald svo það þjóni markmiðum. (Stenhouse, 1970, bls. 74–76; P. H. Hirst sem Stenhouse nefnir var enskur menntaheimspekingur sem vakti athygli um 1970.) öðrum þræði virðist Stenhouse segja okkur að ef við ætlum að kenna bókmenntaverk á borð við Hamlet þá eigum við að leyfa verkinu að tala til nemenda jafnvel þótt það segi annað en við viljum segja. Við þurfum auðmýkt frammi fyrir námsefninu. Í því er fleira en við kennararnir skiljum og áttum okkur á. Við leiðum nemendur inn í heim þess þar sem við rötum sumar leiðir og þekkjum sum kennileiti, vonandi aðeins fleiri en þeir, en samt bara sum. „Ό βίος βραχύς, η δε τέχνη μακρή“ sagði læknirinn Hippókrates og Rómverjar þýddu þetta „ars longa,vita brevis“ – listin er löng, lífið er stutt. Þessi vitund um að heimur fræðanna sé stór og í þeim heimi sé hver maður lítill, jafnvel þótt hann sé kennari, hefur lengi fylgt hugsjóninni um húmaníska menntun og frjálsar listir. Stenhouse er hluti þessarar hefðar og skilur að frammi fyrir bókmenntahefðinni er hann sjálfur heldur smár. Hann getur boðið nemendum handleiðslu inn í þessa hefð en það er ekki hans að stjórna því nema að litlu leyti hvað hún segir þeim og hvaða áhrif ferðalagið hefur á þá. Nemandinn og menningin eru bæði sjálfstæð gagnvart kennaranum og hann á að virða þetta sjálfstæði. Þetta tengist öðrum þætti í gagnrýni Stenhouse sem snýst um frelsi nemenda. Í greininni frá 1970 mælir hann með því að kennsla sé skipulögð út frá yfirferð námsefnis fremur en markmiðum. Slíkt skipulag út frá yfirferð hefur í raun tíðkast um langan aldur og þess gætti enn í sumum áfanga- lýsingum í aðalnámskrá framhaldsskóla frá 1999 en það samrýmist ekki nýju aðal- námskránni. Um þetta segir Stenhouse: Rök mín sýna að einn af kostum þess að leggja áherslu á námsgreinar, fræðigreinar sem og listgreinar, er að þær gera okkur kleift að byggja námskrána á því að tilgreina innihald fremur en markmið … Námsgreinarnar gera okkur kleift að tilgreina hverju er miðlað í menntunarferlinu fremur en hvað á að koma út úr því. Þetta mætir betur þörfum nemenda því agað innihald er betur til þess fallið en markmið að færa ein- staklingnum frelsi. (Stenhouse, 1970, bls. 76–77) Hvernig á að skilja þetta? Einn mögulegur skilningur er að með því að ákveða aðeins hvað verði kennt en ekki hvernig nemendur skuli verða að kennslu lokinni sé nem- endunum látið eftir að nýta kennslu sem býðst til að ná eigin markmiðum. Markmið nemenda með því að læra að skrifa góðan stíl, tala erlend mál, skilja listaverk eða vinna úr tölulegum gögnum eru væntanlega ólík. Einn hyggst nota málakunnáttu til að bæta stöðu sína á vinnumarkaði, annar til að lesa bókmenntir og sá þriðji til að ná frama í stjórnmálum. Eigum við kennararnir að ákveða á hvern hátt fræðin móta nemendur? Ef við reyn- um það megum við alltaf vænta andófs. Svo jafnvel þótt við teljum okkur setja mark- mið er ekki þar með sagt að nemendur stefni að þeim með námi sínu. Þessi möguleiki á andófi var fólki ofarlega í huga þegar Schwab og Stenhouse mótuðu gagnrýni sína á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: