Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 181
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 181
Ja n US g U ð l aU gS So n
Við Íslendingar eigum ýmislegt sameiginlegt með Áströlum í kennslu íþrótta
í skólum. Til að mynda gerðu þessi lönd sundkennslu að skólaskyldu fyrst landa í
heiminum. Í nýrri námskrá Ástrala (Australian Curriculum, Assessment and Report-
ing Authority, 2012) eru heilsutengd markmið sett í öndvegi, með áherslu á líkamlega
virkni og áreynslu, æskilega og holla næringu, alhliða gott þrek og æskilega líkams-
þyngd og félagslega velferð svo dæmi sé tekið. Í slík spor er æskilegt að feta.
læsi og sjálfbærni
Hvað er að vera læs á skólaíþróttir? Hvernig tengist orðið sjálfbærni skólaíþróttum?
Bæði þessi orð, læsi og sjálfbærni, hafa enn sterkari tengingu við heilsurækt en við
gerum okkur ef til vill grein fyrir. Að vera læs á eigin heilsu, hafa kunnáttu og færni
til að geta útbúið eigin áætlun í heilsurækt, vera fær um að meta eigin heilsu út frá
rannsóknum og geta brugðist við með bættu mataræði og aukinni hreyfingu eru lykil-
atriði. Það að verða læs á eigin heilsu og jafnvel heilsu vinahópsins er hliðstætt því að
standast lokaprófið.
Það er mikilvægt að heilsutengdar íhlutunarrannsóknir sýni fram á áhrifaríkar
aðgerðir sem orðið geta sjálfbærar með tímanum. Markmið slíkra rannsókna er að gera
einstaklinginn færan um að bjarga sér sjálfur og að hann öðlist grunnþekkingu í heilsu-
rækt, bæði í því sem lítur að skipulagningu æfinga, ákefð á til dæmis hlaupaæfingu,
tíðni þeirra og tímalengd. Þetta eru lykilatriði sem íþróttakennsla framtíðar á að takast
á við. Meginhæfniviðmið skólaíþrótta á að vera það að verða sjálfbjarga með tilliti til
eflingar eigin heilsu, ævina á enda. Þannig ætti helsta markmið íþróttakennslu í grunn-
skólum að snúast um að yfirfæra verklega reynslu með áherslu á daglega líkamlega
virkni, færni, þekkingu og viðhorf grunnskólaára yfir á unglings- og fullorðinsárin svo
ná megi og viðhalda góðri heilsu ævina á enda. Þá eiga nemendur einnig að vera færir
um að styðja félaga sína og vini í þessu ferli og hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt
og samfélag með virkri þátttöku í heilsurækt. Þetta á að vera hugsjónin og hugmynda-
fræðin. Þannig tengist hún beint almennum heilsu- og velferðarhluta aðalnámskrár en
um leið læsi og sjálfbærni. Þessa hugsjón vantar í ný drög að skólaíþróttum en vonandi
bregðast góðir menn skjótt við, því verk af þessum toga eiga að vera hafin yfir mann-
greinarálit eða pólitík. Þess ber að geta að í drögunum má þó finna ágæta umfjöllun um
útivist og útiveru (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012b).
jAfnrétti til náms: hEilsA EðA kEppni?
Orðið heilsa fær mikið vægi í almennum hluta námskrár en lítið fer fyrir því í texta
í nýjum drögum að námskrá fyrir skólaíþróttir. Hins vegar er orðið keppni tíðnotað.
Getur þessi nálgun sagt okkur eitthvað um nýjar áherslur? Íþróttahreyfingin á Íslandi
er öflug og þangað á að beina þeim einstaklingum sem vilja ná langt á sviði keppni
og afreka. Kennsla í íþróttagreinum með leikrænni nálgun þar sem allir fá verkefni
við hæfi og eru virkir þátttakendur getur verið ákjósanleg út frá kennslufræðilegu