Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 115
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 115
gUðrún alda HarðardÓttir og kriStJÁn kriStJÁnSSon
tileinkað sér – er tiltölulega sjaldgæf á íslenskum menntavettvangi og því vonum við
að þessi grein veki áhuga út fyrir raðir leikskólageirans.
Hér á eftir verður gerð almenn grein fyrir kenningu Bandura, ásamt heimspeki-
legum forsendum hennar, og beitingu (eða öllu heldur vöntun á beitingu) kenningar-
innar á leikskólavettvangi. Þá verður útskýrt hvernig uppeldisfræðileg skráning getur
hugsanlega bætt úr beitingarvandanum; og að því búnu er tekið dæmi um gagna-
greiningu í anda Bandura með hlutlægari aðferðum en sjálfsmatsprófum. Þar með má
segja að leikskólamiðun greinarinnar ljúki en við taki almennari umræða um sjálfs-
matspróf og hugsanlegar betrumbætur þeirra. Niðurstaðan er sú að rannsakendur séu
einatt ekki nógu næmir á takmarkanir slíkra sjálfsmatsprófa og aðferðir sem virtust
„þrautaráð“ – upphugsuð af „illri nauðsyn“ – í rannsóknum á leikskólum gætu reynst
vera lykill að réttmætari prófum á sjálfshugmyndum yfirleitt.
kEnning bAndurA um trú á Eigin gEtu
Kenning Alberts Bandura um eðli og þýðingu sálfræðilegu breytunnar trú á eigin getu
er það þekkt að stutt ávæningssaga af megininntaki hennar verður látin nægja hér. Í
sem fæstum orðum kveður kenningin á um að trú persónu P á eigin getu með tilliti
til verks V hafi sterk áhrif á hvaða leiðir P velur til að vinna V, hve mikið P leggur á
sig í því augnamiði, hve þolgóð P er andspænis mótlæti við V, hve vel eða illa P líður
varðandi V og (á endanum) hve líklegt er að P takist að koma V í framkvæmd (Band-
ura, 1997, bls. 3). Bandura ákvað að gefa þessum áhrifaþætti nýtt enskt heiti, per-
ceived self-efficacy, í stað til dæmis self-confidence (sjálfstraust), þar sem (a) orðinu
self-confidence í ensku væri einatt ruglað saman við self-esteem, það er sjálfsálit, og
(b) að þegar almenningur talaði um sjálfstraust ætti hann við altækan sálrænan eigin-
leika fremur en sviðsbundinn eins og Bandura einblínir á (sjá nánar hér á eftir). Trúir
þessari ákvörðun Bandura hafa íslenskir fræðimenn hyllst til að tala um kenninguna
sem kenningu um „trú á eigin getu“, til dæmis Ragnhildur Bjarnadóttir (2002), fremur
en sjálfstraust sem væri í raun eðlilegasta þýðingin á perceived self-efficacy á íslensku.
Að mati höfunda þessarar greinar gerði Bandura sig sekan um óþarfa málfarslega
fordild þegar hann ákvað að lýsa þessari sálrænu breytu með nýyrði í ensku sem ekki
er venjulegu fólki tamt. Við hefðum talið heppilegra að hann hefði fremur talað um
til dæmis domain-specific self-confidence sem hefði þá mátt þýða sem „sviðsbundið
sjálfstraust“ á íslensku. Almennt séð er það löstur á fræðikenningum að geta ekki
nýtt sér hversdagslegan orðaforða. Engu að síður munum við fylgja þessari fordild
Bandura og tala um „trú á eigin getu“ í stað „sjálfstrausts“ í framhaldinu.
Kenning Bandura er ekki einungis fylgni-kenning heldur líka orsaka-kenning í
þeim skilningi að hún kortleggur þá þætti sem hafa áhrif á styrk trúar á eigin getu
– og mætti kalla „stoðir“ hennar. Þessar stoðir, sem um leið er hægt að virkja með
inngripum ef vilji er fyrir hendi (til dæmis í skólum), eru fyrri reynsla P af því að hafa
sjálfri tekist verk af tagi V, sýn P á fyrirmyndir (aðrar persónur sem tekist hefur að
vinna V), hvatning úr umhverfinu (um að P geti tekist V) og síðast en ekki síst sálræn
og líkamleg líðan P hér og nú (Bandura, 1997, 3. kafli). Bandura telur mátt þess að trúa