Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 115

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 115
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 115 gUðrún alda HarðardÓttir og kriStJÁn kriStJÁnSSon tileinkað sér – er tiltölulega sjaldgæf á íslenskum menntavettvangi og því vonum við að þessi grein veki áhuga út fyrir raðir leikskólageirans. Hér á eftir verður gerð almenn grein fyrir kenningu Bandura, ásamt heimspeki- legum forsendum hennar, og beitingu (eða öllu heldur vöntun á beitingu) kenningar- innar á leikskólavettvangi. Þá verður útskýrt hvernig uppeldisfræðileg skráning getur hugsanlega bætt úr beitingarvandanum; og að því búnu er tekið dæmi um gagna- greiningu í anda Bandura með hlutlægari aðferðum en sjálfsmatsprófum. Þar með má segja að leikskólamiðun greinarinnar ljúki en við taki almennari umræða um sjálfs- matspróf og hugsanlegar betrumbætur þeirra. Niðurstaðan er sú að rannsakendur séu einatt ekki nógu næmir á takmarkanir slíkra sjálfsmatsprófa og aðferðir sem virtust „þrautaráð“ – upphugsuð af „illri nauðsyn“ – í rannsóknum á leikskólum gætu reynst vera lykill að réttmætari prófum á sjálfshugmyndum yfirleitt. kEnning bAndurA um trú á Eigin gEtu Kenning Alberts Bandura um eðli og þýðingu sálfræðilegu breytunnar trú á eigin getu er það þekkt að stutt ávæningssaga af megininntaki hennar verður látin nægja hér. Í sem fæstum orðum kveður kenningin á um að trú persónu P á eigin getu með tilliti til verks V hafi sterk áhrif á hvaða leiðir P velur til að vinna V, hve mikið P leggur á sig í því augnamiði, hve þolgóð P er andspænis mótlæti við V, hve vel eða illa P líður varðandi V og (á endanum) hve líklegt er að P takist að koma V í framkvæmd (Band- ura, 1997, bls. 3). Bandura ákvað að gefa þessum áhrifaþætti nýtt enskt heiti, per- ceived self-efficacy, í stað til dæmis self-confidence (sjálfstraust), þar sem (a) orðinu self-confidence í ensku væri einatt ruglað saman við self-esteem, það er sjálfsálit, og (b) að þegar almenningur talaði um sjálfstraust ætti hann við altækan sálrænan eigin- leika fremur en sviðsbundinn eins og Bandura einblínir á (sjá nánar hér á eftir). Trúir þessari ákvörðun Bandura hafa íslenskir fræðimenn hyllst til að tala um kenninguna sem kenningu um „trú á eigin getu“, til dæmis Ragnhildur Bjarnadóttir (2002), fremur en sjálfstraust sem væri í raun eðlilegasta þýðingin á perceived self-efficacy á íslensku. Að mati höfunda þessarar greinar gerði Bandura sig sekan um óþarfa málfarslega fordild þegar hann ákvað að lýsa þessari sálrænu breytu með nýyrði í ensku sem ekki er venjulegu fólki tamt. Við hefðum talið heppilegra að hann hefði fremur talað um til dæmis domain-specific self-confidence sem hefði þá mátt þýða sem „sviðsbundið sjálfstraust“ á íslensku. Almennt séð er það löstur á fræðikenningum að geta ekki nýtt sér hversdagslegan orðaforða. Engu að síður munum við fylgja þessari fordild Bandura og tala um „trú á eigin getu“ í stað „sjálfstrausts“ í framhaldinu. Kenning Bandura er ekki einungis fylgni-kenning heldur líka orsaka-kenning í þeim skilningi að hún kortleggur þá þætti sem hafa áhrif á styrk trúar á eigin getu – og mætti kalla „stoðir“ hennar. Þessar stoðir, sem um leið er hægt að virkja með inngripum ef vilji er fyrir hendi (til dæmis í skólum), eru fyrri reynsla P af því að hafa sjálfri tekist verk af tagi V, sýn P á fyrirmyndir (aðrar persónur sem tekist hefur að vinna V), hvatning úr umhverfinu (um að P geti tekist V) og síðast en ekki síst sálræn og líkamleg líðan P hér og nú (Bandura, 1997, 3. kafli). Bandura telur mátt þess að trúa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.