Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 186

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 186
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012186 HeilSUUppeldi – HlUti af nútíma grUnnSkÓla lífshættir fyrr og nú Í ljósi versnandi heilsufars barna og unglinga er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig lifnaðarhættir fólks voru fyrir u.þ.b. 20 til 30 árum og skoða sérstaklega hvernig þjóð- félagið var uppbyggt og skipulagt. Á sjöunda áratug síðustu aldar var það almennt viðurkennt að móðirin væri heimavinnandi, í það minnsta að hluta til. Hún sá um matargerð, hugsaði um börnin, sá um rekstur heimilisins og samverustundir fjöl- skyldunnar voru virkar og reglulegar. Umhverfi barnanna var aðgengilegt og einfalt. Á þessum tímum léku börn sér mikið úti á eigin forsendum; kyrrseta barna þekktist varla því aðgengi að skjámiðlum var mjög takmarkað. Til að mynda var ekki sjónvarp í júlí eða á fimmtudögum hérlendis. Almennt séð var efnishyggja og lífsgæðakapp- hlaup ekki eins áberandi á þessum tímum og raunin er nú. Í vestrænu nútímaþjóðfélagi er efnishyggja mjög ráðandi, mikið lífsgæðakapphlaup ríkir og álag á foreldrum er mikið. Krafan um að ná árangri og frama í starfi og eiga um leið börn og fjölskyldu er hávær. Mikill hraði ríkir í frekar flóknu og stressuðu þjóð- félagi. Matargerð fjölskyldunnar er að stórum hluta í höndum annarra en foreldra og fjölskyldan borðar meira utan heimilisins en áður var. Það hefur leitt til þess að mataræði barna og unglinga hefur breyst mikið þar sem neysla óhollra matvæla eins og sælgætis og gosdrykkja hefur aukist til muna. Í hinu tæknivædda þjóðfélagi eru kyrrsetuþættir mjög ríkjandi í lífi fólks og lífsmunstur þess einkennist oft af miklu sjónvarpsáhorfi og löngum setum við tölvur, notkun vefsins og samskiptavefja. Hið manngerða umhverfi sem við lifum í gerir það einnig að verkum að fólk þarf að nota farartæki til að komast leiðar sinnar því skipulag margra íbúðarhverfa er þannig að ekki er hægt að komast leiðar sinnar öðruvísi en á bíl (Ding, Sallis, Kerr, Lee og Rosenberg, 2011). Ástundun líkamsræktar og hreyfingar er því ekki alltaf svo auðveld í erilsömu nútímaþjóðfélagi og eigi að fá börn og unglinga til að hreyfa sig verður það oft mjög umfangsmikil aðgerð sem krefst mikils skipulags. inngrip stjórnVAldA Heilbrigðisyfirvöld um allan heim hafa töluvert reynt að draga úr þessari neikvæðu þróun á heilsufar fólks en án árangurs. Fjölmargar aðgerðir, sem miða að því að lækna eða meðhöndla neikvæðan lífsstíl fólks, sýna miðlungsárangur og oft verri lang- tímaárangur. Flestar þessar aðgerðir eru skammtímaaðgerðir, herferðir eða áróður, þar sem reynt er að hafa áhrif á hegðun eða atferli barna og unglinga og fjölskyldna þeirra. Rannsóknir hafa á síðustu árum sýnt æ betur fram á það að aðaláherslan eigi að vera á forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir frekar en ákveðin meðferðarúrræði á hærri stigum vandans (Dattilo, Birch, Krebs, Lake, Taveras og Saavedra, 2012). Í þessu samhengi er nauðsynlegt að berjast fyrir breytingum á þeim þáttum í umhverfi okkar sem stuðla að offitu og hreyfingarleysi, og stuðla um leið að breytingum á atferli og hegðun einstaklingsins. Lykilatriðið er að reyna að hafa bein áhrif á umhverfi, hreyfi- mynstur, mataræði og atferli barna og unglinga og fjölskyldna þeirra (Rychetnik o.fl., 2012).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: