Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 32
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201232
SJÁlfStJÓrnUn barna og Ungmenna
byrjendalæsi. Hvað varðar íslenskan hluta niðurstaðnanna kom í ljós að tengsl sjálf-
stjórnunar og forspárbreyta um gengi í skóla voru nokkuð flókin. Tengslin voru mis-
sterk eftir því um hvora sjálfstjórnunarmælinguna var að ræða og hvaða fylgibreytur
voru notaðar hverju sinni. Að auki voru sambönd á milli sjálfstjórnunar og útkomu-
breyta ekki að öllu leyti sambærileg milli yngri og eldri hópsins. Þó voru skýr tengsl
milli sjálfstjórnunar og forspárbreyta um námsgengi meðal íslensku barnanna. Meiri
sjálfstjórnun, samkvæmt báðum mælingunum (HTKS og CBRS), tengdist betri orða-
forða í leikskóla- og grunnskólahópunum. Að auki var mat kennara á sjálfstjórnun
(CBRS) tengt hljóðkerfisvitund í báðum aldurshópum. Loks hafði ýmist önnur eða
báðar sjálfstjórnunarmælingarnar jákvæð tengsl við allar fylgibreyturnar meðal
barnanna í fyrsta bekk. Þessi tengsl voru staðfest eftir að tekið hafði verið tillit til áhrifa
annarra bakgrunnsþátta, það er aldurs og kyns barns og menntunar móður. Einnig
greina höfundar frá því að fjögurra ára stúlkur höfðu til að bera meiri sjálfstjórnun
en drengir samkvæmt mati kennara. Sex ára stúlkurnar skoruðu hærra en drengir á
báðum sjálfstjórnunarmælingum (von Suchodoletz o.fl., í prentun). Greinin sem hér
hefur verið fjallað um byggist á samtímagögnum og þörf er á niðurstöðum úr lang-
tímagögnum til að gefa betri mynd af þýðingu sjálfstjórnunarfærni fyrir gengi í skóla
meðal íslenskra barna. Engu að síður eru niðurstöður hennar í samræmi við fjölda
erlendra rannsókna sem sýnt hafa fram á mikilvægi þess að börn þrói með sér góða
sjálfstjórnun á leikskólaaldri og við upphaf grunnskólagöngu fyrir farsælt námsgengi.
Á síðasta ári var birt rannsóknargrein þar sem sjónum var beint að sjálfstjórnun
íslenskra ungmenna. Markmið greinar Steinunnar Gestsdóttur, Sigrúnar Aðal-
bjarnardóttur og Fanneyjar Þórsdóttur (2011) var að að meta hvort meðvituð sjálf-
stjórnun íslenskra ungmenna samanstæði af aðgreindum undirþáttum líkt og gera
má ráð fyrir meðal fullorðinna. Mælitækið Selection, Optimization, Compensation, eða
SOC, var notað til að meta þrjú ferli sjálfstjórnar, þ.e. hvernig fólk setur sér markmið
(S=selection) og leitar leiða til að ná markmiðum (O=optimization; C=compensation)
(Freund og Baltes, 2002). Niðurstöður þessarar rannsóknar byggjast á gögnum rúm-
lega 1000 ungmenna á aldrinum 14 og 18 ára og leiddu í ljós að sjálfstjórnun íslenskra
ungmenna í báðum aldurshópum byggist á einum undirliggjandi þætti en ekki þremur
aðgreindum þáttum. Þessi formgerð er í samræmi við niðurstöður sambærilegra
rannsókna með bandarískum ungmennum á aldrinum 11 til 14 ára þar sem S-, O-,
og C-ferlin eru ekki fullmótuð líkt og gera má ráð fyrir á fullorðinsaldri. Aftur á móti
eru niðurstöður íslensku rannsóknarinnar ólíkar niðurstöðum með bandarískum ung-
lingum um miðbik unglingsáranna, það er upp úr 14 ára aldri, en á þeim aldri virðast
SOC-ferlin hafa þróast meira í átt að þeirri formgerð sem einkennir fullorðinsárin.
Þetta ósamræmi kom nokkuð á óvart þar sem búist hafði verið við að ferlin þrjú væru
aðgreind meðal 18 ára íslenskra ungmenna. Höfundar velta fyrir sér hvort rekja megi
þann mun sem fram kom á sjálfstjórnun íslenskra og bandarískra ungmenna að ein-
hverju leyti til mismunandi áherslna í uppeldi og menntun. Þeir benda á að í Banda-
ríkjunum sé ríkari hefð fyrir því að hvetja nemendur til að nálgast viðfangsefni í skóla-
starfi á kerfisbundinn hátt, það er til að nota sjálfstjórnun í námi. Einnig er bent á að
viðfangsefni unglingsáranna séu um margt ólík í þessum tveimur löndum, til dæmis
byrja flest ungmenni í Bandaríkjunum í háskóla um 18 ára aldur og flestir vinna