Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 72

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 72
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201272 ný aðalnÁmSkrÁ og gömUl nÁmSkrÁrfræði Auk þess sem aðalnámskráin nýja skyldar framhaldsskóla til að skipuleggja ein- staka áfanga út frá markmiðum af þessu tagi krefst hún þess að hverri námsbraut séu sett markmið sem „segja til um þá hæfni sem stefnt er að [svo] nemendur búi yfir við námslok“ (bls. 7, sjá líka bls. 52) og að starfið í heild þjóni sex almennum eða þver- faglegum markmiðum sem kölluð eru „grunnþættir menntunar“. Þeir eru læsi, sjálf- bærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð, og sköpun (bls. 13–22). Suma af grunnþáttunum er hægt að skoða bæði sem starfsreglur sem skólar skulu vinna eftir og sem markmið sem þeim ber að vinna að og raunar hlýtur þetta tvennt að tengjast og styðja hvort við annað. Til dæmis er trúlegt að skóli sem starfar í anda lýðræðis venji nemendur á samskipti og þankagang sem stuðla að auknu lýðræði á komandi tímum. Markmið og starfsreglur eru samt ekki alveg það sama. Eitt er að tryggja lýðræðislega starfshætti, til dæmis með því að veita nemendum rétt til að hafa áhrif á stjórn skólans, annað að móta þá í anda einhverra hugmynda eða kenninga um lýðræði eins og virðist lagt til í námskránni (bls. 19). Þótt grunnþættirnir séu öðrum þræði viðmið um hvaða starfsreglum skólar skuli fylgja er þeim fyrst og fremst lýst sem almennum markmiðum. Þetta birtist víða í text- anum, til dæmis þar sem segir: Grunnþættirnir byggjast á því viðhorfi sem kemur fram í löggjöf um skóla að unnið sé bæði að samfélagslegum markmiðum og markmiðum er varða menntun sérhvers einstaklings. Þeir eru samfélagsmiðaðir þar sem þeim er ætlað að stuðla að auknu jafnrétti og lýðræði og að vinna að því að samfélagið fái vel menntað og heilbrigt fólk, bæði til þátttöku í að breyta samfélaginu til betri vegar og til þeirra starfa sem unnin eru í samtímanum. (Bls. 14) Með þessari nýju aðalnámskrá er reynt að kerfisbinda markmið framhaldsskóla meira en áður og knýja á um að starf þeirra sé skipulagt út frá lokamarkmiðum sem til- greina hvernig nemendur verða og hvað þeir geta að námi loknu. Í fyrri aðalnám- skrá, sem kom út 1999, eru að vísu tilgreind markmið bæði fyrir einstaka áfanga og fyrir skólastarfið í heild (Menntamálaráðuneytið, 1999a). En þau mynda ekki kerfi og þar er þess ekki krafist að allir áfangar séu skipulagðir út frá fáum afmörkuðum tegundum markmiða heldur eru talin upp sundurleit markmið af ýmsu tagi. Sum þeirra lýsa hæfni sem nemendur eiga að öðlast en sum eru af allt öðru tagi. Í köflum um einstakar námsgreinar (til dæmis Menntamálaráðuneytið, 1999b, 1999c, 1999d, 1999e) eru víða talin upp markmið sem tilgreina hvaða efni skuli farið yfir eða hvað kennari skuli gera með nemendum. Sem dæmi má taka að í lýsingu á áfanganum íslenska 303 er eitt markmiðið að nemendur „fari á söguslóðir þar sem því verður við komið“ (Menntamálaráðuneytið, 1999b, bls. 33) og í lýsingu á áfanganum líffræði 303 er eitt af markmiðunum að nemendur „öðlist reynslu af nýtingu upplýsinga og samskiptatækni í tengslum við líffræðinám“ (Menntamálaráðuneytið, 1999c, bls. 66). Á undan námskránni frá 1999 gilti Námskrá handa framhaldsskólum sem út kom 1986 og var endurútgefin með nokkrum breytingum 1987 og 1990. Námskráin frá 1986 var fyrsta tilraun stjórnvalda til að setja samræmda námskrá fyrir alla framhaldsskóla. Sú námskrá var að mestu skráning á hefð sem þróast hafði í skólunum og með henni var lítið sem ekkert gert til að kerfisbinda markmið skólastarfsins (Atli Harðarson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: