Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 31
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 31
S t e i n U n n g eS tS d Ót t i r
rAnnsóknir á sjálfstjórnun íslEnskrA
bArnA og ungmEnnA
Sjálfstjórnun íslenskra barna og ungmenna hefur lítið verið rannsökuð en þó hafa
niðurstöður nokkurra rannsókna verið birtar á allra síðustu árum. Hér verður gefið
yfirlit yfir stöðu þekkingar á sjálfstjórnun íslenskra barna og ungmenna með umfjöllun
um íslenskar rannsóknargreinar á þessu sviði.
Í grein Steinunnar Gestsdóttur, Hrafnhildar Ragnarsdóttur og Freyju Birgisdóttur
(2010) var lagt mat á áreiðanleika og réttmæti íslenskrar útgáfu tveggja sjálfstjórnun-
armælinga. Annars vegar var um að ræða hegðunarmælinguna Head-Toes-Knees-
Shoulder (HTKS) sem var í tveimur útgáfum, það er fyrir börn á leikskólaaldri og fyrir
börn við upphaf grunnskóla (McClelland o.fl., 2010). Mælingin felst í því að börn eiga
að hreyfa sig andstætt þeim fyrirmælum sem gefin eru, til dæmis eiga þau að snerta á
sér tærnar þegar þeim er sagt að snerta á sér höfuðið og öfugt. Til þess að leysa verk-
efnið þurfa börn að beita athygli sinni, nota vinnsluminni og halda aftur af hegðun.
Þessi mæling hefur verið mikið notuð í rannsóknum í Bandaríkjunum, Evrópu og
Asíu (sjá til dæmis McClelland og félaga, 2007; Wanless, McClelland, Acock, Chen og
Chen, 2011), þar sem sýnt hefur verið fram á áreiðanleika og réttmæti mælingarinnar,
auk samtíma- og langtímatengsla við gengi í skóla, svo sem orðaforða, byrjendalæsi
og getu í stærðfræði. Hin mælingin, sem lagt var mat á í grein Steinunnar Gestsdóttur
og félaga (2010), er matslisti fyrir kennara, Child Behavior Rating Scale (CBRS), sem
samanstendur af tíu atriðum (Bronson, Tivnan og Seppanen, 1995). Rúmlega 200 börn
tóku þátt í rannsókninni, helmingur þeirra var rúmlega fjögurra ára og hinn helm-
ingurinn rúmlega sex ára. Höfundar greina frá því að dreifing skora við báðum mæl-
ingum var góð, samkvæmni var á milli matsmanna sem notuðu HTKS, innri stöðug-
leiki CBRS var góður og fylgni var á milli beggja sjálfstjórnunarmælinganna annars
vegar og aldurs og forspárbreyta um gengi í skóla hins vegar. Því álykta höfundar
sem svo að áreiðanleiki og réttmæti hinnar íslensku útgáfu þessara mælitækja hafi
fullnægt kröfum og verið í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Höfundar
benda þó á að dreifing í skorum á HTKS hafi verið lítil meðal barna í eldri hópnum
og að dreifingin hafi verið skekkt, sem megi sennilega rekja til þess að börnin í þeim
hópi hafi verið helst til gömul fyrir þá útgáfu mælingarinnar sem notuð var (Steinunn
Gestsdóttir o.fl., 2010). Samkvæmt þessum niðurstöðum liggja fyrir áreiðanlegar og
réttmætar íslenskar mælingar á sjálfstjórnun ungra barna, bæði bein mæling og mats-
listi fyrir kennara, sem er forsenda áframhaldandi rannsókna á sjálfstjórnun barna á
leik- og grunnskólaaldri á Íslandi.
Grein von Suchodoletz og félaga (í prentun) byggist á sömu rannsókn og ofannefnd
grein, en í henni er sjónum meðal annars beint að tengslum sjálfstjórnunar og forspár-
breyta um skólagengi meðal íslenskra og þýskra barna á aldrinum fjögurra til sex
ára, auk þess sem hugsanlegur munur á sjálfstjórnun stúlkna og drengja var kann-
aður. Stuðst var við fyrrnefndar mælingar á sjálfstjórnun; hegðunarmælingu (HTKS)
og mat kennara (CBRS). Börnin sem tóku þátt í rannsókninni voru annaðhvort enn í
leikskóla eða í fyrsta bekk grunnskóla og þess vegna voru notaðar útkomumæling-
ar sem spá fyrir um námsgengi síðar meir, svo sem hljóðkerfisvitund, orðaforði og