Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 23

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 23
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 23 S t e i n U n n g eS tS d Ót t i r getur hann haft stjórn á skapi sínu, forðast að svara í sömu mynt, litið fram hjá stríðninni, haldið aftur af reiði sinni og íhugað afleiðingar þess að eiga í átökum við félagann. Ef drengurinn lætur ekki leiðast út í átök við félaga forðar það honum einnig frá frekara tilfinningalegu uppnámi sem getur haft neikvæðar afleiðingar fyrir samskipti hans við kennarann og félaga sína og hindrað þátttöku hans í bekkjarstarfinu. Vitræn sjálfstjórnun, sem stundum er kölluð „köld“ sjálfstjórnun, lýsir hins veg- ar stjórnun á athygli, minni og öðrum hugrænum ferlum sem notuð eru til að gera áætlanir, taka ákvarðanir og leysa vandamál með röklegum hætti (McClelland o.fl., 2010). Slík viðfangsefni vekja iðulega lítil tilfinningaleg viðbrögð. Undir vitræna sjálf- stjórnun fellur meðal annars fyrirhafnarmikil stjórnun (e. effortful control), það er geta til að hegða sér á ákveðinn hátt þegar önnur hegðun er sjálfkrafa viðbragð við aðstæðunum (Kochanska og Knaack, 2003). Dæmi um slíka stjórnun er þegar fólk tekur hið fræga Stroop-próf þar sem því er sýnt orð þar sem litur letursins stangast á við merkingu orðsins (til dæmis grænir stafir sem mynda orðið „rauður“). Sá sem tekur prófið á að nefna litinn á textanum en ekki merkingu orðsins (í dæminu hér að framan væri „grænn“ rétt svar). Til að leysa verkefnið þarf viðkomandi að hindra sjálfkrafa viðbragð, það er að segja orðið sem hann eða hún les en nefna þess í stað litinn á textanum. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að slík geta, sérstaklega við upphaf skólagöngu, tengist góðu námsgengi (Blair og Razza, 2007). Þegar tengsl tilfinninga- stjórnunar annars vegar og vitrænnar stjórnunar hins vegar við námsgengi barna eru borin saman kemur í ljós að hvort tveggja gegnir mikilvægu hlutverki en þó með mis- munandi hætti. Sem dæmi má nefna að slök tilfinningastjórnun tengist erfiðleikum með að beina og halda athygli og truflandi hegðun í skólastofnunni á meðan góð vitræn sjálfstjórnun tengist úrlausn námsverkefna (Willoughby o.fl., 2011). Þó að „heit“ og „köld“ sjálfstjórnun krefjist að hluta mismunandi tegunda af stjórnun og tengist því virkni í mismunandi svæðum heilans er ljóst að töluverð skörun er á þessari tvenns konar færni. Lewis og Todd (2007) benda til dæmis á að öll viðfangsefni veki tilfinningaleg viðbrögð og öll úrlausnarefni krefjist stjórnunar á hugsun, en það sé í mismiklum mæli. Einnig er líklegt að stjórnun (eða lítil stjórnun) tilfinninga hafi áhrif á stjórnun hugsunar og öfugt. Sem dæmi má nefna að barn á mun erfiðara með að stjórna hugsun (til dæmis halda athygli) ef það hefur ekki stjórn á tilfinningum (er til dæmis í uppnámi). Að sama skapi hafa rannsóknir sýnt að geta til að stjórna hugsun, svo sem athygli og skammtímaminni, getur vegið upp á móti slakri tilfinninga- stjórnun líkt og dæmið hér að ofan leiddi í ljós; ef barn getur beint athygli frá vissu áreiti, til dæmis stríðni, og að verkefninu sem það á að leysa getur það minnkað þá geðshræringu sem stríðnin vekur (Belsky, Friedman og Hsieh, 2001). Engu að síður eru þessi tvö rannsóknarsvið tiltölulega aðgreind, að sumu leyti vegna þess að of um- fangsmikið er að rannsaka þessa tvenns konar færni samtímis, en einnig af því að um mismunandi færni er að ræða sem ætla má að þróist að hluta óháð hvor annarri og hafi mismunandi þýðingu fyrir áframhaldandi þroska. Í þessari grein er sjónum fyrst og fremst beint að vitrænni sjálfstjórnun barna og ungmenna og þeirri þýðingu sem hún hefur fyrir annars konar þroska en lesendum er bent á vandaða umfjöllum um tilfinningastjórnun í bókinni Handbook of self-regulation í ritstjórn Vohs og Baumeisters (2011) og þemahefti tímaritsins Child Development frá 2004 (2. hefti 75. árgangs).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: