Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 104

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 104
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012104 brottHvarf og nÁmSgengi nemenda í framHaldSSkÓla höfðu hætt í námi eða ekki. Þeir sem hættu áttu vini sem einnig höfðu hætt. Þeir sem héldu áfram áttu vini sem voru einnig í skóla. Viðmælendur í B-hópnum lögðu áherslu á hve mikils virði það væri að eiga góða vini sem veittu hver öðrum aðstoð við námið. Þess vegna gæti það verið athugandi að koma á skipulagðri jafningjafræðslu í skólanum, til dæmis í greinum á borð við stærðfræði þar sem mörgum nemendum veitist námið erfitt. Um leið mætti freista þess að fá nemendur á borð við þátttakendur í A-hópnum til þess að nýta sér úrræði af þessu tagi. Slík nálgun gæti bæði aukið getu nemenda og ekki síður áhuga á náminu (Pietarinen, Soini og Pyhältö, 2010). Brugðist við brotthvarfi í VMA Í Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur með ýmsu móti verið reynt að bregðast við brotthvarfi nemenda, einkum með því að styrkja nemendur á almennri braut (Hjalti Jón Sveinsson og Börkur Hansen, 2010). Vorið 2011 var stigið nýtt skref í þessa átt en þá var nemendum á almennri braut, sem taldar voru miklar líkur á að hætta myndu í skólanum eftir fyrsta námsár, boðið að taka þátt í verkefninu „einingabært vinnustaða- nám“. Auk ráðstafana til að mæta þörfum hópsins innan skólans gafst nemendum kostur á tveimur áföngum í Atvinnufræði: ATF195 á haustönn (Verkmenntaskólinn á Akureyri, e.d.-a) og ATF295 á vorönn (Verkmenntaskólinn á Akureyri, e.d.-b). Í fyrri áfanganum, sem kenndur var á haustönn 2011, var ýmiss konar fræðsla um atvinnu- lífið þar sem nemendur voru búnir undir þátttöku í því á margvíslegan hátt en í þeim síðari, á vorönn 2012, völdu nemendur sér vinnustað eða starfsvettvang til þess að dvelja á tvo morgna í viku undir leiðsögn starfsmanns í stað þess að vera í skólanum. Telja má að verkefnið hafi gengið vel og luku því sjö nemendur af þeim tólf sem byrj- uðu haustið 2011. Allir hugðust þeir halda áfram í skólanum að hausti og stefndu á að brautskrást að minnsta kosti með „framhaldsskólapróf“ að loknu 52 eininga námi. Vinnustaðanám í VMA verður þróað enn frekar skólaárið 2012–2013 með verkefni sem kallast „Work Mentor“ (Work Mentor, 2012). Þar er um að ræða sjö þjóða verkefni sem VMA leiðir og er unnið með styrk frá Leonardo da Vinci-áætlun Evrópusam- bandsins. Verkefnið er fólgið í að þjálfa leiðbeinendur á vinnustað (e. work mentors) til að taka á móti nemendum í vinnustaðanám. Enn fremur hefur verið mótaður nýr áfangi í stærðfræði sem stendur til boða þeim nemendum sem ítrekað hafa „fallið“ í byrjunaráföngum í stærðfræði. Í áfanganum er fjallað um viðfangsefnin á fjölbreyttan hátt og meiri áhersla lögð á hagnýta þætti sem gagnast gætu nemendum í daglegu lífi. Vonir eru bundnar við að með þessu móti verði unnt að leiða nemendur áfram þar til þeir uppfylla kröfur Aðalnámskrár fram- haldsskóla. Við þróun áfangans verður rannsókn Kristínar Bjarnadóttur (2011) meðal annars höfð til hliðsjónar og þær athugasemdir sem hún hefur gert við námsefni og kennsluaðferðir. Einnig eru í undirbúningi breytingar á upprifjunaráföngum í stærð- fræði á almennri braut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: