Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 104
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012104
brottHvarf og nÁmSgengi nemenda í framHaldSSkÓla
höfðu hætt í námi eða ekki. Þeir sem hættu áttu vini sem einnig höfðu hætt. Þeir
sem héldu áfram áttu vini sem voru einnig í skóla. Viðmælendur í B-hópnum lögðu
áherslu á hve mikils virði það væri að eiga góða vini sem veittu hver öðrum aðstoð við
námið. Þess vegna gæti það verið athugandi að koma á skipulagðri jafningjafræðslu
í skólanum, til dæmis í greinum á borð við stærðfræði þar sem mörgum nemendum
veitist námið erfitt. Um leið mætti freista þess að fá nemendur á borð við þátttakendur
í A-hópnum til þess að nýta sér úrræði af þessu tagi. Slík nálgun gæti bæði aukið getu
nemenda og ekki síður áhuga á náminu (Pietarinen, Soini og Pyhältö, 2010).
Brugðist við brotthvarfi í VMA
Í Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur með ýmsu móti verið reynt að bregðast við
brotthvarfi nemenda, einkum með því að styrkja nemendur á almennri braut (Hjalti
Jón Sveinsson og Börkur Hansen, 2010). Vorið 2011 var stigið nýtt skref í þessa átt en
þá var nemendum á almennri braut, sem taldar voru miklar líkur á að hætta myndu í
skólanum eftir fyrsta námsár, boðið að taka þátt í verkefninu „einingabært vinnustaða-
nám“. Auk ráðstafana til að mæta þörfum hópsins innan skólans gafst nemendum
kostur á tveimur áföngum í Atvinnufræði: ATF195 á haustönn (Verkmenntaskólinn á
Akureyri, e.d.-a) og ATF295 á vorönn (Verkmenntaskólinn á Akureyri, e.d.-b). Í fyrri
áfanganum, sem kenndur var á haustönn 2011, var ýmiss konar fræðsla um atvinnu-
lífið þar sem nemendur voru búnir undir þátttöku í því á margvíslegan hátt en í þeim
síðari, á vorönn 2012, völdu nemendur sér vinnustað eða starfsvettvang til þess að
dvelja á tvo morgna í viku undir leiðsögn starfsmanns í stað þess að vera í skólanum.
Telja má að verkefnið hafi gengið vel og luku því sjö nemendur af þeim tólf sem byrj-
uðu haustið 2011. Allir hugðust þeir halda áfram í skólanum að hausti og stefndu á
að brautskrást að minnsta kosti með „framhaldsskólapróf“ að loknu 52 eininga námi.
Vinnustaðanám í VMA verður þróað enn frekar skólaárið 2012–2013 með verkefni
sem kallast „Work Mentor“ (Work Mentor, 2012). Þar er um að ræða sjö þjóða verkefni
sem VMA leiðir og er unnið með styrk frá Leonardo da Vinci-áætlun Evrópusam-
bandsins. Verkefnið er fólgið í að þjálfa leiðbeinendur á vinnustað (e. work mentors)
til að taka á móti nemendum í vinnustaðanám.
Enn fremur hefur verið mótaður nýr áfangi í stærðfræði sem stendur til boða þeim
nemendum sem ítrekað hafa „fallið“ í byrjunaráföngum í stærðfræði. Í áfanganum er
fjallað um viðfangsefnin á fjölbreyttan hátt og meiri áhersla lögð á hagnýta þætti sem
gagnast gætu nemendum í daglegu lífi. Vonir eru bundnar við að með þessu móti
verði unnt að leiða nemendur áfram þar til þeir uppfylla kröfur Aðalnámskrár fram-
haldsskóla. Við þróun áfangans verður rannsókn Kristínar Bjarnadóttur (2011) meðal
annars höfð til hliðsjónar og þær athugasemdir sem hún hefur gert við námsefni og
kennsluaðferðir. Einnig eru í undirbúningi breytingar á upprifjunaráföngum í stærð-
fræði á almennri braut.