Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 158
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012158
HlUtverk HÁSkÓlakennara í nÁmSkrÁrgerð
Það takmarkar vissulega niðurstöður þeirrar rannsóknar sem hér hefur verið fjallað
um að hún tekur eingöngu til þriggja háskólagreina í einni háskólastofnun. Engu að
síður ættu niðurstöður hennar að varpa ljósi á námskrárgerð á háskólastigi og sýna
hversu mikilvægt er líta til þess félagslega veruleika sem námskrárskrárgerð á sér
stað í á hverjum tíma. Hugtök Bernsteins, flokkun og umgerð, orðræða uppeldis og
kennslu svo og hugmyndir um samsafnaðar og samþættar námskrár og skipulag
stofnana, ættu að gera fræðimönnun sem áhuga hafa á þróun háskólastigsins mögu-
legt að átta sig á og skilja sérstöðu háskólagreina og kennsluhátta innan þeirra hverju
sinni. Þau má þannig nýta sem greiningartæki til að bera saman háskólagreinar og
kennsluhætti og skilja hvers vegna háskólagreinar hafa þróast á ólíkan máta og sem
innlegg í þróunarstarf á sviði námskrárgerðar.
AthugAsEmdir
Greinin er byggð á doktorsritgerð minni (Guðrún Geirsdóttir, 2008). Rannsóknin var
styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og er honum þakkaður stuðningurinn við
verkið. Hluti af þeim niðurstöðum sem hér birtast hafa komið fram í bókarkafla (Guð-
rún Geirsdóttir, 2011).
1 Bernstein notar stafina C til að tákna flokkun (e. classification) og F fyrir umgerð
(e. framing) og táknin + og – til að tákna styrk- eða veikleika hvors um sig. Þessir
bókstafir eru notaðir óbreyttir í textanum.
hEimildir
Agger, B. (1991). Critical theory, poststructuralism, postmodernism: Their sociological
relevance. Annual Review of Sociology, 17, 105–131.
Barnett, R. og Coate, K. (2005). Engaging the curriculum in higher education. Maiden-
head: SRHE og Open University Press.
Becher, T. og Trowler, P. R. (2001). Academic tribes and territories: Intellectual enquiry and
the culture of disciplines (2. útgáfa). Buckingham: SRHE og Open University Press.
Bernstein, B. (1971). On the classification and framing of educational knowledge.
Í M. F. D. young (ritstjóri), Knowledge and control (bls. 47–69). London: Collier Mac-
millian.
Bernstein, B. (1990). The structuring of pedagogic discourse. London: Routledge.
Bernstein, B. (2000). Pedagogy, symbolic control and identity: Theory, research, critique
(2. útgáfa). New york: Rowman and Littlefield.
Clark, B. R. (1983). The higher education system: Academic organization in cross-national
perspective. Berkeley: University of California Press.
Creswell, J. W. (2005). Educational research: Planning, conducting and evaluating quantitative
and qualitative research (2. útgáfa). Upper Saddle River: Pearson Education.
Crotty, M. (1998). The foundations of social research: Meaning and perspective in the research
process. London: Sage.