Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 14
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201214
tímaritið Uppeldi og menntUn tvítUgt
og skýrist munurinn af því að sami rýnir rýndi bæði upprunalega gerð og nýja eða
endurskoðaða gerð. Almenna reglan er sú að leitað er til tveggja rýna í fyrstu umferð.
Þess er gætt að a.m.k. annar ritrýnir af tveimur sé með doktorspróf og að ritrýnar hafi
ólíka sýn á viðfangsefnið, til dæmis að annar ritrýnirinn hafi hagnýta reynslu af rann-
sóknarefninu en hinn reynslu og þekkingu á hugtökum eða aðferðum. Ef þess þarf
er leitað til fleiri ritrýna þannig að það er ekki fátítt að höfundur fái rýni frá þremur.
Lengst af voru bara ritrýndar einu sinni þær greinar sem höfundum bauðst að
senda inn í endurskoðaðri gerð eða með minni háttar breytingum. Ritnefnd hefur
nú tekið upp þann hátt að styrkja rýningarferlið með því að slíkar greinar fari aftur í
rýni enda er það gert hjá þeim erlendu tímaritum sem Uppeldi og menntun vill bera sig
saman við.
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands var upphaflegur útgefandi tímarits-
ins. Árið 2005 urðu Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri formlegir samstarfs-
aðilar að útgáfunni og Kennaraháskóli Íslands eða SRR – Símenntun, Rannsóknir, Ráð-
gjöf innan KHÍ voru til skiptis skráð sem útgefandi. Með sameiningu Háskóla Íslands
og Kennaraháskólans árið 2008 varð Menntavísindasvið Háskóla Íslands útgefandi í
samvinnu við Háskólann á Akureyri. Með tilkomu fleiri útgefanda fengu nýir aðilar
fulltrúa í ritnefnd á sama hátt og lengst af hefur verið reynt að láta ritnefndina spanna
fjölbreytni innan menntavísinda, bæði í rannsóknarsviðum og aðferðum.
Tímaritið hefur alla tíð verið gefið út í pappírsútgáfu og selt í áskrift og eins og
staðan er nú gerir áskriftarsala talsvert meira en að standa undir prentunar- og út-
sendingarkostnaði. Kostnaður við ritstýringu, frágang handrita, yfirlestur og umbrot
yrði sá sami þótt tímaritið væri ekki prentað, og við sem að tímaritinu stöndum vitum
ekki hvort hægt yrði að selja áskriftir ef tímaritið hættir að koma út á pappír.
Útgáfa tímaritsins á vef er nýtilkomin. Ákveðið var að birta tímaritið á vefnum
Tímarit.is vegna þess að þar var hægt að setja tímaritið samfellt frá upphafi með
lægstum kostnaði. Tímaritið kom fyrst þar inn snemma árs 2011 og er nú birt með um
árs birtingartöf. Birtingartöf í EBSCO-host er átta mánuðir og má búast við birtingar-
töfin verði samræmd í þessum tveimur gagnasöfnum.
Frá og með 2011 – 20. árgangi – var bætt við efnisorðum á íslensku og ensku, auk
upplýsinga um það hvenær handrit var fyrst sent til skoðunar hjá tímaritinu og hvenær
greinin var síðan samþykkt. Enn fremur eru nú ítarlegar upplýsingar um höfunda,
bæði á íslensku og ensku.
Lengi var notað heimildaskráningarkerfi kennt við Chicago/Turabian, lagað að
íslensku af Indriða Gíslasyni og Baldri Sigurðssyni (1993). Árið 2002 var byrjað að
nota hið svokallaða APA-kerfi, kennt við Félag bandarískra sálfræðinga. Hefur það
verið notað síðan en þróast eftir því sem nýjungar hafa komið fram. Nú er stuðst
við Gagnfræðakver handa háskólanemum, sem er íslensk gerð APA-kerfisins, frágengin af
Friðriki H. Jónssyni og Sigurði J. Grétarssyni (2007), en einnig hafa nokkur atriði tekið
breytingum í meðförum tímaritsins.
Útlit tímaritsins hefur þróast og breyst eins og annað en samt hefur því verið
haldið „gamaldags“ með nútímalegum hætti. Með gamaldags á ég við að kápan fær
sérstakan lit með hverju hefti. Frá og með 20. árgangi hefur þess líka verið gætt að