Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 96
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201296
brottHvarf og nÁmSgengi nemenda í framHaldSSkÓla
þess neikvæð og líklegt að þeir fari á mis við gagnsemi stærðfræðikunnáttu (Kristín
Bjarnadóttir, 2011).
Í úttekt sem nýlega var unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið á íslensku-
kennslu í átta framhaldsskólum (Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, Ragnheiður Margrét
Guðmundsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir, 2011) kom í ljós að svo virtist sem ekki væri
farið eftir ákvæðum aðalnámskrár um „náið samstarf við nemendur með lestrarörðug-
leika og foreldra þeirra um skipulag kennslu, lestrarþjálfun og úrræði til úrbóta í lestri“
(Menntamálaráðuneytið, 1999a, bls. 10). Í úttektinni kom fram að í „hefðbundnum
kennsluáætlunum og skólanámskrám [sé] ekkert sem [bendi] til þess að þessum til-
mælum sé fylgt auk þess sem það kom ekki fram í neinum viðtölum“ (bls. 23).
rAnnsóknin
Fyrri VMA-rannsóknin (A-hópur) var eigindleg, byggð á einstaklingsviðtölum þar
sem kappkostað var að afla sem gleggstra upplýsinga um reynslu tíu viðmælenda af
námi í Verkmenntaskólanum á Akureyri og viðhorf þeirra til þess. Þeir voru valdir
úr 55 manna hópi (Hjalti Jón Sveinsson og Börkur Hansen, 2010). Þegar viðtölin voru
undirbúin var stuðst við þá aðferð að ákveða fyrirfram hluta þess spurningaramma
sem hafður var til hliðsjónar (Cohen, Manion og Morrison, 2007) en spyrja dýpkunar-
spurninga eftir því sem þurfa þótti.
Síðari VMA-rannsóknin (B-hópur) var gerð haustið 2011. Þátttakendur í henni
voru tíu nemendur valdir af handahófi úr 70 manna markhópi nemenda sem voru
að hefja sitt þriðja námsár við skólann. Allir þessir nemendur höfðu uppfyllt inntöku-
skilyrði á brautir við innritun og höfðu haldið áætlun í námi sínu að mestu eða öllu
leyti. Tekin voru viðtöl við þátttakendur þar sem þeir voru spurðir sömu spurninga
og þátttakendur í A-hópnum: um líðan og viðhorf til skóla og náms við upphaf veru
sinnar í VMA, um trú á eigin getu og um félagslega stöðu. Eins og í fyrri rannsókninni
var aðeins um að ræða nemendur sem komu í VMA úr grunnskólum á Akureyri.
Í A-hópnum voru sjö piltar og þrjár stúlkur, sem var í samræmi við kynjahlutfall í
markhópnum. Í B-hópnum voru sex stúlkur og fjórir piltar en kynjahlutfall mark-
hópsins var nánast jafnt.
Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð orðrétt. Því næst voru gögnin greind og flokkuð
í samræmi við það markmið rannsóknarinnar að fá hliðstæð gögn sem endurspegluðu
reynslu hinna ólíku hópa og drægju fram það sem þeir kynnu að eiga sameiginlegt og
það sem skildi þá að. Í ljós komu fjögur þemu sem fjallað er um í niðurstöðukaflanum
hér á eftir. Þau lúta að reynslu viðmælendanna af því að flytjast úr grunnskóla í fram-
haldsskóla, reynslu þeirra af áfangakerfi framhaldsskólans, námsáhuga þeirra og trú
á eigin getu og loks félagslegum aðstæðum og hlutverki foreldra og vina.
Þegar báðar rannsóknirnar voru undirbúnar var haft samband við væntanlega
þátttakendur og þeim gerð grein fyrir að staða rannsakandans sem skólameistara gæti
komið í veg fyrir að einhverjir á listanum treystu sér til þess að gefa kost á viðtali.
Til þess kom ekki og það kom á óvart hvað viðmælendur voru óragir við taka þátt
í rannsókninni og segja frá reynslu sinni, líðan og sjálfsmynd. Oft var rætt um þætti