Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 96

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 96
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201296 brottHvarf og nÁmSgengi nemenda í framHaldSSkÓla þess neikvæð og líklegt að þeir fari á mis við gagnsemi stærðfræðikunnáttu (Kristín Bjarnadóttir, 2011). Í úttekt sem nýlega var unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið á íslensku- kennslu í átta framhaldsskólum (Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir, 2011) kom í ljós að svo virtist sem ekki væri farið eftir ákvæðum aðalnámskrár um „náið samstarf við nemendur með lestrarörðug- leika og foreldra þeirra um skipulag kennslu, lestrarþjálfun og úrræði til úrbóta í lestri“ (Menntamálaráðuneytið, 1999a, bls. 10). Í úttektinni kom fram að í „hefðbundnum kennsluáætlunum og skólanámskrám [sé] ekkert sem [bendi] til þess að þessum til- mælum sé fylgt auk þess sem það kom ekki fram í neinum viðtölum“ (bls. 23). rAnnsóknin Fyrri VMA-rannsóknin (A-hópur) var eigindleg, byggð á einstaklingsviðtölum þar sem kappkostað var að afla sem gleggstra upplýsinga um reynslu tíu viðmælenda af námi í Verkmenntaskólanum á Akureyri og viðhorf þeirra til þess. Þeir voru valdir úr 55 manna hópi (Hjalti Jón Sveinsson og Börkur Hansen, 2010). Þegar viðtölin voru undirbúin var stuðst við þá aðferð að ákveða fyrirfram hluta þess spurningaramma sem hafður var til hliðsjónar (Cohen, Manion og Morrison, 2007) en spyrja dýpkunar- spurninga eftir því sem þurfa þótti. Síðari VMA-rannsóknin (B-hópur) var gerð haustið 2011. Þátttakendur í henni voru tíu nemendur valdir af handahófi úr 70 manna markhópi nemenda sem voru að hefja sitt þriðja námsár við skólann. Allir þessir nemendur höfðu uppfyllt inntöku- skilyrði á brautir við innritun og höfðu haldið áætlun í námi sínu að mestu eða öllu leyti. Tekin voru viðtöl við þátttakendur þar sem þeir voru spurðir sömu spurninga og þátttakendur í A-hópnum: um líðan og viðhorf til skóla og náms við upphaf veru sinnar í VMA, um trú á eigin getu og um félagslega stöðu. Eins og í fyrri rannsókninni var aðeins um að ræða nemendur sem komu í VMA úr grunnskólum á Akureyri. Í A-hópnum voru sjö piltar og þrjár stúlkur, sem var í samræmi við kynjahlutfall í markhópnum. Í B-hópnum voru sex stúlkur og fjórir piltar en kynjahlutfall mark- hópsins var nánast jafnt. Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð orðrétt. Því næst voru gögnin greind og flokkuð í samræmi við það markmið rannsóknarinnar að fá hliðstæð gögn sem endurspegluðu reynslu hinna ólíku hópa og drægju fram það sem þeir kynnu að eiga sameiginlegt og það sem skildi þá að. Í ljós komu fjögur þemu sem fjallað er um í niðurstöðukaflanum hér á eftir. Þau lúta að reynslu viðmælendanna af því að flytjast úr grunnskóla í fram- haldsskóla, reynslu þeirra af áfangakerfi framhaldsskólans, námsáhuga þeirra og trú á eigin getu og loks félagslegum aðstæðum og hlutverki foreldra og vina. Þegar báðar rannsóknirnar voru undirbúnar var haft samband við væntanlega þátttakendur og þeim gerð grein fyrir að staða rannsakandans sem skólameistara gæti komið í veg fyrir að einhverjir á listanum treystu sér til þess að gefa kost á viðtali. Til þess kom ekki og það kom á óvart hvað viðmælendur voru óragir við taka þátt í rannsókninni og segja frá reynslu sinni, líðan og sjálfsmynd. Oft var rætt um þætti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.