Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 145

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 145
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 145 gUðrún geirSdÓttir er það fyrst og fremst hluti af félagslegu samskiptakerfi og tengist margvíslegum böndum (Bernstein, 2000). Í rannsókninni voru hugtökin um samsafnað og samþætt skipulag stofnana notuð til að greina skipulag háskólaskoranna þriggja og hvernig það skipulag hefði áhrif á námskrárgerð og þá sérstaklega á svigrúm og umboð kenn- ara í deildunum til að taka ákvarðanir um námskrá. AðfErðAfræði og frAmkVæmd rAnnsóknArinnAr Rannsóknin fór fram í Háskóla Íslands árin 2003–2007. Hún er byggð á grunni félags- menningarlegra kenninga þar sem námskrárgerð er skoðuð sem hluti af félagslegum veruleika ólíkra háskóladeilda (Lave og Wenger, 1991; Vygotsky, 1981; Wertch, del Rio og Alvarez, 1995). Í stað þess að líta á námskrárgerð sem tæknilegt viðfangsefni var leitað sérstaklega eftir birtingarmyndum valds og yfirráða svo og andstæðra sjónarmiða um námskrá innan deilda og milli þeirra (Agger, 1991; Bernstein, 2000). Rannsóknin byggist á fyrirbærafræðilegum hugmyndum þar sem leitast var við að skilja þá merkingu sem þátttakendur leggja í námskrá og námskrárgerð (Crotty, 1998). Háskólagreinarnar þrjár (véla- og iðnaðarverkfræði, mannfræði og eðlisfræði) voru upphaflega valdar út frá þeim þekkingarfræðilega og félagslega mun sem talinn er vera á þeim samkvæmt flokkun Bechers og Trowlers (2001) og falla því undir það sem Creswell (2005) nefnir kenningarlegt úrtak (e. theoretical sampling). Þess ber þó að geta að flokkun Bechers og Trowlers var hér fyrst og fremst notuð til að auðvelda val á háskólagreinum en í greiningu var stuðst við hugmyndir Bernsteins um samsafnaða og samþætta námskrá til að draga fram mun á háskólagreinum (Bernstein, 1971). Rannsóknin er tilviksrannsókn (e. case study) þar sem hver háskólaskor var skil- greind sem sérstakt tilvik enda var formleg námskrárgerð á þeim tíma í höndum skora auk þess sem skorin var það félagslega umhverfi sem námskrárgerðin tók mið af (Becher og Trowler, 2001). Véla- og iðnaðarverkfræði var valin sem megintilvik en dæmin af mannfræði og eðlisfræði fremur notuð til samanburðar og til að fá heild- stæðari mynd af námskrárgerð í Háskólanum (Stake, 2006). Gagna var fyrst og fremst aflað með viðtölum við háskólakennara svo og með vett- vangsathugunum á skorarfundum þar sem fjallað var um námskrártengd málefni. Að auki voru ýmsir textar tengdir námi og kennslu greindir. Textar voru af ýmsum toga, svo sem lög og reglugerðir um skipulag náms, fundargerðir skorarfunda, kennsluáætl- anir og námsverkefni kennara. Viðmælendur innan greinanna voru valdir með snjó- boltaúrtaki (e. snowball sample) og staðfestingarúrtaki (e. confirming case) (Creswell, 2005). Í fyrsta viðtali var rætt við skorarformann hverrar greinar og hann beðinn í lok viðtals að benda á kennara í greininni sem hann teldi að hefðu ólík viðhorf til þekking- ar, náms og kennslu. Alls voru tekin tuttugu viðtöl við fimmtán háskólakennara auk fjögurra viðtala við stjórnendur háskóladeilda. Átta vettvangsathuganir voru gerðar, langflestar á skorarfundum þar sem rætt var sérstaklega um námskrártengd málefni. Í viðtölum við háskólakennarana leitaði ég eftir viðhorfum þeirra til þekkingar innan greinarinnar (hvaða þekking eða hæfni skiptir mestu innan greinar?), markmiða með náminu (undir hvað er verið að búa nemendur?), viðhorfum til nemenda (hvað telst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.