Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 47

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 47
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 47 Hrönn pÁlmadÓttir og JÓHanna einarSdÓttir reynslunnar. Um leið og börn taka þátt í félagslegum samskiptum og tengslum í leik eru þau jafnframt þátttakendur í að skapa merkingu. Líkaminn er rödd barnsins þar sem tilfinningar, skynjun og hugsun koma saman og mynda heild. Í leik verða börn að mynda tengsl hvert við annað og skapa sameiginlegan grundvöll fyrir leikathafnir sínar. Þau verða að bregðast hvert við hugmyndum annars og skapa nýjar. Samskiptin eru því í senn einstaklingsleg og félagsleg. Börnin verða að aðlaga athafnir sínar, bæði til að fullnægja eigin óskum og fara að vilja annarra. Þróun leiksins er undir því komin að þessir ólíku þættir komi saman. Samhuglægni er þess vegna grundvallarforsenda þess ferlis sem á sér stað þegar börn skapa tengsl og móta sameiginlegan heim sinn í leik. Jafnframt má finna tengsl milli kenningar Merleau-Pontys um margræðni líf- heimsins, skilgreiningar Bujtendijks á leik og rannsókna sem benda til þess að leikur- inn sé margræður (Steinsholt, 1998; Sutton-Smith, 1997) og feli í sér fleiri dulda þætti en þroskakenningar, byggðar á sálfræði, hafa gefið til kynna, til dæmis með því að líta á leik sem birtingarmynd hreyfi-, vitsmuna- og félagsþroska (Evaldsson, 2009; Hangaard Rasmussen, 1996; Løkken, 2009). Félagsleg samskipti ungra barna Leikskólaumhverfið hvetur börn til athafna og hefur áhrif á leik þeirra. Í rannsóknum Løkken (2000a; 2000b) í norskum leikskólum, þar sem félagsleg einkenni samskipta ungra barna voru könnuð, kom í ljós að börnin sköpuðu sameiginlega merkingu með gáskafullri tjáningu líkamans án þess að starfsfólk hefði þar áhrif. Félagsleg samskipti barnanna byggðust á hoppi, hlaupum, stappi, að snúa sér, hossi, ærslum, hljóðum og að herma eftir hreyfingum hinna. Með hreyfingunum byggðu börnin upp leik og rútínur sem tengdust samhuglægni barnanna og reynslu af því að vera „við“ saman, sem er grundvöllur mannlegra samskipta. Börnin upplifðu sig sem „ég“ eða „mig“ og um leið tóku þau þátt í og styrktu sameiginlega undirstöðu leiksins með öðrum börnum. Í nýlegri rannsókn Engdahl (2011) voru samskipti í leik hjá 17−24 mánaða gömlum sænskum leikskólabörnum athuguð. Niðurstöður sýndu að börnin beittu fjölbreyttum boðskiptum í leik sínum við félagana. Óyrtar athafnir gegndu veigamiklu hlutverki í samskiptunum þar sem börnin notuðu hreyfingu, látbragð, raddstyrk og svipbrigði til að skiptast á í leiknum. Í rannsóknum þar sem leikur ungra barna með ólíkar gerðir leikfanga var kannaður kom í ljós að stór leikföng stuðla til dæmis að annars konar leikjum en lítil leikföng. Rannsókn Musatti og Panni (1981) sýndi að stór leikföng kölluðu á fjölbreytta leiki sem byggðust á líkamlegri virkni barna og að þau voru líklegri til að skapa félagslega stemn- ingu og hvetja til leiks en lítil leikföng. Samkvæmt rannsókn Løkken (2000a) ollu lítil leikföng, aftur á móti, oft deilum um sama leikfangið en Sandvik (2002) benti á í sinni rannsókn að eignarréttur sé ekki skýr hjá ungum börnum. Þau vilji líkja eftir öðrum börnum í leik og þess vegna geti leikföng í höndum annarra barna verið spennandi og forsenda þess að hægt sé að gera eins. Svipaðar niðurstöður er að finna í rann- sóknum Lindahl og Pramling Samuelsson (2002) sem benda á að það sé mikilvægt í námi ungra barna að líkja eftir og leiðbeina hvert öðru í samskiptum og leik. Ung leik- skólabörn sýna einnig hæfni til að lifa sig inn í tilfinningar (Løkken, 1996) og tengjast hvert öðru vináttuböndum (Dunn, 2004; Greve, 2009).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.