Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 59
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 59
Hrönn pÁlmadÓttir og JÓHanna einarSdÓttir
sé ekki tilbúin að fylgja hugmynd Maríu eftir. Halla leggur jafnframt áherslu á sitt
sjónarhorn og rétt sinn á leikefninu með því að benda Maríu á að hún sé að taka teppið
sitt. Halla virðist nota félagslega stöðu sína sem líklega tengist aldri hennar og stærð
en auk þess virðist hún vilja sýna að hún eigi rétt á leikefninu þar sem hún kom fyrr að
leiksvæðinu og hóf leikinn. Þó að aldursmunur telpnanna sé einungis tveir mánuðir
er Halla töluvert hærri en Anna. Þetta rímar við erlendar rannsóknir sem hafa sýnt að
börn láta önnur börn vita að þau telji sig eiga rétt á að halda leikefni (Sandvik, 2002)
og að börn noti vald, sem tengist líkamlegum eða andlegum styrk, til að halda leik-
föngum sem önnur börn sækjast eftir (Johansson 1999, 2011b).
niðurlAg
Í rannsókninni er dregin upp mynd af félagslegum samskiptum og tengslum ungra
barna í leikskóla. Þátttakendur voru börn á öðru og þriðja aldursári og var mesti aldurs-
munur á þeim ellefu mánuðir. Skoðuð voru félagsleg mynstur í samskiptum og leik
barnanna og leitast við að varpa ljósi á það hvernig börnin hófu samskipti sín í leik,
hvernig þau viðhéldu leiknum og hvaða aðferðum börnin beittu til að koma sér inn í
leik sem þegar var hafinn.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttaka barnanna og mótun á samfélagi sínu
í leik virtist vera mikilvæg í augum þeirra. Þegar börnin leituðu eftir tengslum við
félagana og umhverfið fólu samskiptin í sér flókna tjáningu þar sem líkaminn, svo sem
svipbrigði, augnatillit og raddblær voru í brennidepli, auk orða. Í kenningu Merleau-
Pontys (1962, 1994) um lífheiminn er bent á að manneskjan sé óaðskiljanleg frá um-
hverfinu og í stöðugum samskiptum við það. Börnin beittu fjölbreyttum aðferðum til
þess að koma sér á framfæri, öðlast hlutdeild í heimi annarra, tjá afstöðu sína, túlka
fyrirætlanir og sjónarmið hvert annars og hafa áhrif á umhverfið. Börnin tjáðu þannig
tilvist sína með líkamanum og voru virkir gerendur í félagslegu samhengi í leik-
aðstæðum í leikskólanum. Þau hreyfðu sig um og notuðu líkamann til þess að upp-
lifa, skilja og túlka umhverfi sitt. Þau notuðu hluti og leikefni til að ná tengslum við
félagana, ýmist með því að bjóða það fram eða ásælast leikefni annarra. Þegar börnin
leituðu eftir aðstoð eða viðurkenningu á athöfnum sínum frá starfsmönnum gegndu
svipbrigði og augnatillit veigamiklu hlutverki.
Leikefni sem var á gólfi í hæð barnanna veitti þeim fjölbreytta möguleika á líkam-
legri tjáningu og ýtti þannig undir gagnkvæman skilning í samskiptunum. Bujtendijk
bendir á að leikurinn eigi upphaf sitt í hreyfingu og að svörun frá umhverfinu feli í sér
grundvallarvirkni leiksins (Åm, 1989; Hangaard Rasmussen, 2001). Þegar börnin voru
að þróa leik virtist það vera lykilatriði að þau áttuðu sig á fyrirætlunum þeirra sem
þau léku við. Það er í samræmi við skilgreiningu Merleau-Pontys á samhuglægni sem
nauðsynlegri forsendu þess að taka þátt í heimi annarra og mynda og þróa samfélag
með öðrum.
Margræðni í lífheimi barnanna kom berlega í ljós þegar þau sýndu hæfni til að
gefa afstöðu sína til kynna. Dæmi um það er þegar þau reyndu að komast inn í leik
sem þegar var hafinn en tjáðu einnig varnarleysi þegar fyrirætlunin náði ekki fram