Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 59

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 59
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 59 Hrönn pÁlmadÓttir og JÓHanna einarSdÓttir sé ekki tilbúin að fylgja hugmynd Maríu eftir. Halla leggur jafnframt áherslu á sitt sjónarhorn og rétt sinn á leikefninu með því að benda Maríu á að hún sé að taka teppið sitt. Halla virðist nota félagslega stöðu sína sem líklega tengist aldri hennar og stærð en auk þess virðist hún vilja sýna að hún eigi rétt á leikefninu þar sem hún kom fyrr að leiksvæðinu og hóf leikinn. Þó að aldursmunur telpnanna sé einungis tveir mánuðir er Halla töluvert hærri en Anna. Þetta rímar við erlendar rannsóknir sem hafa sýnt að börn láta önnur börn vita að þau telji sig eiga rétt á að halda leikefni (Sandvik, 2002) og að börn noti vald, sem tengist líkamlegum eða andlegum styrk, til að halda leik- föngum sem önnur börn sækjast eftir (Johansson 1999, 2011b). niðurlAg Í rannsókninni er dregin upp mynd af félagslegum samskiptum og tengslum ungra barna í leikskóla. Þátttakendur voru börn á öðru og þriðja aldursári og var mesti aldurs- munur á þeim ellefu mánuðir. Skoðuð voru félagsleg mynstur í samskiptum og leik barnanna og leitast við að varpa ljósi á það hvernig börnin hófu samskipti sín í leik, hvernig þau viðhéldu leiknum og hvaða aðferðum börnin beittu til að koma sér inn í leik sem þegar var hafinn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttaka barnanna og mótun á samfélagi sínu í leik virtist vera mikilvæg í augum þeirra. Þegar börnin leituðu eftir tengslum við félagana og umhverfið fólu samskiptin í sér flókna tjáningu þar sem líkaminn, svo sem svipbrigði, augnatillit og raddblær voru í brennidepli, auk orða. Í kenningu Merleau- Pontys (1962, 1994) um lífheiminn er bent á að manneskjan sé óaðskiljanleg frá um- hverfinu og í stöðugum samskiptum við það. Börnin beittu fjölbreyttum aðferðum til þess að koma sér á framfæri, öðlast hlutdeild í heimi annarra, tjá afstöðu sína, túlka fyrirætlanir og sjónarmið hvert annars og hafa áhrif á umhverfið. Börnin tjáðu þannig tilvist sína með líkamanum og voru virkir gerendur í félagslegu samhengi í leik- aðstæðum í leikskólanum. Þau hreyfðu sig um og notuðu líkamann til þess að upp- lifa, skilja og túlka umhverfi sitt. Þau notuðu hluti og leikefni til að ná tengslum við félagana, ýmist með því að bjóða það fram eða ásælast leikefni annarra. Þegar börnin leituðu eftir aðstoð eða viðurkenningu á athöfnum sínum frá starfsmönnum gegndu svipbrigði og augnatillit veigamiklu hlutverki. Leikefni sem var á gólfi í hæð barnanna veitti þeim fjölbreytta möguleika á líkam- legri tjáningu og ýtti þannig undir gagnkvæman skilning í samskiptunum. Bujtendijk bendir á að leikurinn eigi upphaf sitt í hreyfingu og að svörun frá umhverfinu feli í sér grundvallarvirkni leiksins (Åm, 1989; Hangaard Rasmussen, 2001). Þegar börnin voru að þróa leik virtist það vera lykilatriði að þau áttuðu sig á fyrirætlunum þeirra sem þau léku við. Það er í samræmi við skilgreiningu Merleau-Pontys á samhuglægni sem nauðsynlegri forsendu þess að taka þátt í heimi annarra og mynda og þróa samfélag með öðrum. Margræðni í lífheimi barnanna kom berlega í ljós þegar þau sýndu hæfni til að gefa afstöðu sína til kynna. Dæmi um það er þegar þau reyndu að komast inn í leik sem þegar var hafinn en tjáðu einnig varnarleysi þegar fyrirætlunin náði ekki fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: