Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 173

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 173
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 173 SigUrbJörn Árni arngrímSSon Fljótlega eftir aldamótin 2000 fór að bera á þeirri umræðu að þó að íþróttafræði og íþróttakennsla væru óneitanlega skyldar fræðigreinar ætti hugsanlega ekki að spyrða þær saman í einni og sömu gráðunni. Sumir voru á þeirri skoðun að með því að skipta þessu upp í tvær gráður væri hægt að veita meiri sérhæfingu, bæði í íþróttafræði og íþróttakennslu. Þessar hugmyndir voru af svipuðum toga og komu fram þegar Íþróttakennaraskóli Íslands var stofnaður (Lög um Íþróttakennaraskóla Íslands nr. 12/1942) og mótuðust án efa af þeim þjálfaranámsvísi sem finna mátti á þjálfunar- sviðsvalinu í hinu nýja háskólanámi (Erlingur Jóhannsson, 1999). Það varð þó ofan á að halda áfram að veita öllum útskrifuðum nemendum gráðu í íþrótta- og heilsufræði en hins vegar gætu þeir einir sótt um kennararéttindi í grunn- og framhaldsskóla sem hefðu lokið tilskyldum áföngum í uppeldis- og kennslufræði. Þeir íþróttafræð- ingar sem útskrifuðust á árunum 2009–2011 (innritun 2006–2008) með þá menntun að geta sótt um kennararéttindi hlutu því B.Ed.-gráðu í íþrótta- og heilsufræði en hinir BSgráðu, til þess að aðgreina hópana (Kennaraháskóli Íslands, 2006). lAgAbrEytingAr 2008 og skipulAgsbrEytingAr náms Um það leyti sem Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 voru sett lög á Alþingi (Lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/ 2008) sem tóku svo að fullu gildi 1. júlí 2011. Með þeim lögum var allt kennaranám á Íslandi lengt í fimm ár, þar með talið íþróttakennaranám. Einnig kvað reglugerð nr. 872/2009 á um inntak menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara en þar kom meðal annars fram að til þess að hljóta kennararéttindi þyrfti meistarapróf (Reglugerð um inntak menntunar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara nr. 872/2009). Einnig var skilyrt í reglugerðinni að grunnskólakennarar skyldu hafa að lágmarki 120 staðlaðar námseiningar í uppeldis- og kennslufræði og 120 staðlaðar námseiningar í aðalkennslugrein (faggrein). Enn fremur að framhaldsskólakennarar skyldu hafa 60 uppeldis- og kennslufræðieiningar og 180 fageiningar. Þegar fyrir lá að menntun grunnskólakennara yrði lengd í fimm ár skipaði námsbraut í íþrótta- og heilsufræði fimm manna nefnd til þess að vinna að breyttu námsskipulagi í íþrótta- og heilsufræði. Með lengingu námsins sá nefndin tækifæri til að auka vægi almennrar kennslufræði í náminu og að auka vettvangsnám við braut- ina. Við vinnu námsskipulagsins hafði nefndin enn fremur í huga þá þrjá geira sem íþrótta- og heilsufræðingar og íþróttakennarar starfa við, þ.e. hið opinbera (grunn- og framhaldsskóla), hið frjálsa samfélag (íþróttahreyfinguna) og hinn frjálsa markað (líkams- og heilsuræktarstöðvar). Haft var nokkurt samráð við aðila frá þessum þremur geirum til þess að fá frekari vitneskju um þarfir þeirra. Nefndin skilaði áliti í desember 2010 og var námsskipulagið samþykkt á deildarfundi í janúar 2011. Námsskipulagið byggist á tveimur kjörsviðum í BS-námi, kennarakjörsviði og þjálfarakjörsviði (Háskóli Íslands, 2011). Kennarakjörsvið er einkum hugsað fyrir þá sem ætla sér að verða kennarar í grunn- og framhaldsskóla. Þeirra bíður fimm ára M.Ed.-nám. Þjálfarakjörsvið er einkum hugsað fyrir þá sem vilja hætta eftir þrjú ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: