Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 29
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 29
S t e i n U n n g eS tS d Ót t i r
að einhverju tilteknu) jafn líklegir og aðrir til að stunda kynlíf, en þeim gekk betur
að sneiða hjá hættulegum afleiðingum þess (svo sem kynsjúkdómum) með því að
nota getnaðarvarnir og eiga færri bólfélaga. Þá komust Larson og Angus (2011) að því
að ungmenni sem áttu auðvelt með að halda aftur af tilfinningum og hegðun voru
ólíklegri til að drekka óhóflega og stunda kynlíf án getnaðarvarna einu ári síðar. Enn
fremur hafa nýlegar rannsóknir sýnt að sjálfstjórnunarhæfni virðist hafa sérstakt vægi
fyrir ungmenni sem búa við mjög erfið kjör þegar þau takast á við þá erfiðleika sem
fylgja slíkum aðstæðum. Til dæmis er líklegra að ungmennum sem búa við mikla
fátækt gangi vel í skóla og þau þjáist síður af kvíða og þunglyndi ef þau búa yfir
góðri sjálfstjórnun (Buckner, Mezzacappa og Beardslee, 2009). Því tengist góð sjálf-
stjórnunarfærni á unglingsárum ekki einungis æskilegum þroska, eins og góðu náms-
gengi, heldur getur hún einnig auðveldað ungmennum að sporna við áhættuhegðun
sem oft er fylgisfiskur unglingsáranna, sérstaklega þeim sem búa við erfiðar aðstæður.
stArf mEð ungmEnnum sEm stuðlAr Að
sjálfstjórnun
Rannsóknir á því hvernig stuðla megi að góðri sjálfstjórnun ungmenna eru stutt á
veg komnar. Þó hafa langtímarannsóknir sýnt að styðjandi uppeldishættir í barnæsku
tengjast betri sjálfstjórnun á unglingsaldri (Colman o.fl., 2006). Lítið hefur verið um
rannsóknir með tilraunasniði sem meta hvort kennsla eða skipulagt starf geti aukið
sjálfstjórnunarfærni unglinga. Helst hefur verið sýnt fram á að þjálfun í námstækni
sem stuðlar að sjálfstjórnun í námi, til dæmis í tengslum við heimanám, skilar sér í
betri námsárangri. Sem dæmi má nefna rannsókn Stoeger og Ziegler (2008) þar sem
lagt var mat á áhrif fimm vikna þjálfunar í sjálfstjórnun í námi á námsárangur barna
í fjórða bekk. Þjálfunin byggðist á áðurnefndri kenningu Zimmermans og fór fram í
tengslum við hefðbundið bekkjarstarf. Kennarar barnanna sóttu þriggja daga nám-
skeið áður en rannsóknin hófst. Að því loknu aðstoðuðu þeir nemendur sína við að
setja sér yfir- og undirmarkmið sem þeim þóttu hæfa getu hvers og eins. Nemendur
fylgdust svo með eigin námi með því að fylla út þar til gerð eyðublöð í hverri viku þar
sem þeir lögðu mat á hversu vel aðferðirnar sem þeir völdu dugðu til að markmiðum
væri náð. Áhersla var lögð á að nemendur lærðu að þekkja eigin styrk- og veikleika
í náminu, auk þess sem þeim voru gefin góð ráð til að stjórna athygli, svo sem með
því að taka hæfilega mörg og löng hlé á meðan á heimalærdómi stóð og nota aðferðir
sem komu í veg fyrir truflanir við heimanámið. Eftir að þjálfun lauk stóð tilraunar-
hópurinn sig betur í ýmsum mælingum á áhugahvöt, tímastjórnun og námsárangri
en samanburðarhópurinn. Þó að rannsóknir sem þessi lofi góðu skortir mikið á að
þjálfun í sjálfstjórnun í námi sé markviss og að mat sé lagt á hversu vel hún takist til
og hvort hún hefur áhrif á námsgetu nemenda (Stoeger og Ziegler, 2008).
Í kjölfar rannsókna sem leitt hafa í ljós tengsl á milli sjálfstjórnunar ungmenna og
minni þátttöku í áhættuhegðun hefur athygli rannsakenda í auknum mæli beinst að
skipulögðu starfi sem stuðlar að markmiðsbundinni hugsun og hegðun (Larson og
Angus, 2011; Quinn og Fromme, 2010). Í Bandaríkjunum er töluvert um skipulagt starf