Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 80

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 80
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201280 ný aðalnÁmSkrÁ og gömUl nÁmSkrÁrfræði með því að beita fræðilegri þekkingu, því hugsun okkar hefur ekki náð að henda reiður á veruleikanum. Hún er alltaf svolítið á eftir framvindunni. Hegel (1967) orðaði þetta svo að viskufuglinn, ugla Mínervu, hæfi sig ekki til flugs fyrr en á kvöldin. Andmæli Schwabs gegn hugmyndum um að skipuleggja nám út frá markmiðum eru margþætt. Ég ætla að nefna hér þrjá þætti: 1. Flestar tilraunir til að grundvalla námskrá á markmiðum hafa einkennst af fræðilegri rörsýn. 2. Engin markmið sem menn orða ná utan um nema lítinn hluta af veruleika skólans eða þeim hlutverkum sem skólinn gegnir og þarf að gegna. 3. Námsefnið hefur eigið gildi og á ekki að vera þjónn. Tveir fyrstnefndu þættirnir tengjast andmælum Schwabs gegn rökhyggju og oftrú á fræðilegar lausnir á hagnýtum vandamálum. Sá þriðji sækir til húmanískrar mennta- hefðar. Ég hef þegar sagt nokkur orð um fyrsta þáttinn. Þeir sem vilja fylgja Tyler og hefðinni í námskrárfræðum og skipuleggja nám út frá orðuðum og skilgreindum markmiðum geta ef til vill svarað þessu með því að fallast á að við þurfum víðari sýn en nokkur ein fræðikenning veitir. Þeir geta haldið í meginatriðin í námskrárfræðum sínum þótt þeir viðurkenni að óheppilegt sé að skipuleggja skólastarf út frá einni kenningu á ein- hverju einu fræðasviði eins og til dæmis sálfræði eða félagsfræði. Það er erfiðara fyrir þá að svara andmælum númer tvö því ef Schwab hefur þar lög að mæla þá dugar ekki heldur að draga saman þekkingu úr mörgum áttum. Þessi annar þáttur í andmælum Schwabs tengist efasemdum hans um að orð og fræði muni nokkurn tíma ná utan um allt sem máli skiptir. Ef til vill velti Hannes Pétursson skáld svipuðum ráðgátum fyrir sér og orðaði þær með myndrænni og um leið skiljanlegri hætti í einu ljóða sinna þar sem hann spurði: Hverju fá orðin, öll þessi gisnu net lyft upp úr tímans þungu, þytmiklu vötnum? (Hannes Pétursson, 2005, bls. 188) Í greininni The practical: Translation into curriculum orðar Schwab þetta svona: Markmið í námskrá og rökin fyrir þeim hljóta að vera tjáð á tungumáli, vera orðuð. Slík framsetning getur engan veginn náð utan um allt sem meint var og ætlað í yfir- vegun um námskrána. … Merkingin er fólgin í öllum ráðum sem ráðið var. Hún liggur ekki einungis í rökunum með því sem var valið, heldur líka í ástæðum þess að öðrum kostum var hafnað. Hún felst í blæbrigðum þess sem sagt var meðan málin voru yfirveguð. (Schwab, 1978, bls. 369) Ef þetta er rétt þá er merking ákvarðana um námskrá samofin aðstæðum, bundin stað og stund. Það getur aldrei nema hluti hennar ratað á blað. Hið ósagða skiptir líka máli og sækir merkingu til kringumstæðna og umhverfis – og þar á meðal til gamalla veggja sem standa svo notuð sé líking Descartes (1991). Ákvarðanir um námskrá eru alltaf teknar undir einhverjum kringumstæðum sem engin fræði gera full skil og enginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: