Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 185
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 185
erlIngur Jóhannsson
MenntavísIndasvIðI hÁskóla íslands
Uppeldi og menntun
21. árgangur 2. hefti 2012
Heilsuuppeldi – hluti af nútíma
grunnskóla
inngAngur
Miklar breytingar hafa orðið á lifnaðarháttum fólks í hinum vestræna heimi á undan-
förnum þremur áratugum og afleiðingar þeirra eru aukin heilsufarstengd vandamál
barna og unglinga, sem og fullorðinna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að heilsufars-
vandamál sem tengjast nútímalifnaðarháttum barna og unglinga hafa aukist og er
þetta samþætt og flókið vandamál en ofþyngd, hreyfingarleysi og óhollt mataræði
eiga þar sennilega stærstan þátt (World Health Organization, 2004). Með aukinni kyrr-
setu eykst tíðni ofþyngdar og offitu og á það ekki síst við um börn og unglinga. Bæði
erlendar og íslenskar rannsóknir sýna að líkamleg hreyfing barna fer minnkandi strax
við sjö til tíu ára aldur en áður var talið að þessi neikvæða þróun byrjaði ekki fyrr en
á unglingsárunum (Deforche, De Bourdeaudhuij, D’Hondt og Cardon 2009; Kristján
Þór Magnússon, Ingvar Sigurgeirsson, Þórarinn Sveinsson og Erlingur Jóhannsson,
2011). Einnig hefur verið sýnt fram á að hreyfimynstur kynjanna er ólíkt. Drengir
hreyfa sig meira og eru almennt í betra líkamlegu formi en stúlkur, en stúlkur stunda
hreyfingu með minni ákefð í meira mæli en drengir (Eisenmann, DuBose og Don-
nelly, 2007; Kristján Þór Magnússon, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Þórarinn Sveins-
son og Erlingur Jóhannsson, 2011). Nýlegar íslenskar langtímarannsóknir sýna einnig
að hreyfing og líkamlegt þrek ungmenna fer minnkandi með aldrinum og á sama
tíma versnar holdafar þeirra (Kristján Þór Magnússon, 2011). Rannsóknir hafa einnig
sýnt að mataræði barna og unglinga hefur versnað mikið á undanförnum tveimur
áratugum (Ása Guðrún Kristjánsdóttir, Erlingur Jóhannsson og Inga Þórsdóttir, 2010).
Þrátt fyrir þessa neikvæðu þróun og breytingar á einstökum heilsufarsþáttum er
engu að síður mikilvægt að draga ekki of sterkar ályktanir út frá einstökum lífsstíls-
þáttum og nauðsynlegt er að skoða fleiri heilsufarsþætti samtímis. Almennt er viður-
kennt að neikvæðum breytingum á lifnaðarháttum fólks fylgja ýmsir áhættuþættir
og lífsstílssjúkdómar sem mikilvægt er að skoða í tengslum við aðra þætti, svo sem
félagslega og andlega (Wijndaele o.fl., 2007; Ussher, Owen, Cook og Whincup, 2007).