Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 198

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 198
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012198 daglegt l íf Ungra barna samfélög sem eru að mörgu leyti lík, gæta þess að inngrip séu engin og að fylgjast með börnunum í þeirra hversdagslegu aðstæðum, á þeirra eigin forsendum og án þess að aðstæðum sé stjórnað. Næst tekur höfundur saman niðurstöður fyrri rann- sókna á daglegu lífi barna og í lok fyrsta hluta fjallar hann um kenningalegan bak- grunn rannsóknar sinnar sem hann byggir að miklu leyti á kenningum Vygotskys og Bronfrenbrenners. Í öðrum hluta bókarinnar er sagt frá þeim aðferðum sem notaðar voru við rann- sóknina og hvaða þætti í lífi barnanna var verið að skoða, en þeir voru: Nám, vinna, leikur og samtöl. Kannað var umhverfið þar sem þetta átti sér stað, hverjir voru þátt- takendur og hvert hlutverk þeirra var, virkni barnsins og fjallað um menningarlegar og sögulegar aðstæður samfélagsins sem börnin áttu heima í. Þriðji og síðasti hluti bókarinnar fjallar síðan um niðurstöður rannsóknarinnar sjálfrar. Niðurstöðum er fyrst lýst með megindlegri aðferð og þær settar fram með lýsandi gögnum. Að því loknu er bætt við eigindlegum skýrandi lýsingum með nokkrum brotum úr vettvangsnótum og túlkun á þeim. Niðurtöður Tudge voru í stuttu máli þær að menning hafi ekki jafn mikil áhrif á líf barna og margir hafa talið og segir hann niðurstöður sínar ekki í samræmi við niður- stöður margra fyrri rannsókna. Oft var munurinn milli barna meiri eftir stétt, kynþætti, kyni og menntun foreldra en milli menningarsamfélaga. Tudge sýnir þannig fram á að þessir þættir hafi meiri áhrif á líf barnanna en sú menning sem þau alast upp í. Eigind- legur hluti niðurstöðukaflans sýnir vel hversu margt öll börnin eiga sameiginlegt. öll eyddu þau mestum tíma sínum í leik þótt mismunandi væri eftir samfélögum hvernig þau léku sér. Alls staðar voru börnin mjög virk og reyndu að fá fullorðna fólkið til að taka þátt í því sem þau gerðu. Af niðurstöðum sínum dregur höfundur þá ályktun að skörunin innan menningarsamfélags sé jafn áhugaverð eða jafnvel áhugaverðari en munurinn milli ólíkra menningarsamfélaga. Bókin er vel skrifuð, auðlesin og vel upp byggð. Rannsókn höfundar, sem er ætlað að vera meginefni bókarinnar, fær þó heldur litla umfjöllun. Meira virðist lagt í þann hluta bókarinnar sem snýst um kenningalegan bakgrunn hennar. Aðferðafræðikaflinn er nákvæmur og aðferðum og aðstæðum er vel lýst. Stundum má segja að lýsingarnar hafi jafnvel verið óþarflega nákvæmar. Lýsingar á umhverfi barnanna og aðstæðum minna sumar á ferðahandbók. Við gagnaöflun var gögnum safnað um öll börnin yfir tíma sem samsvarar því að fylgst hafi verið með heilum degi í lífi hvers barns. Þetta gerir niðurstöður rann- sóknarinnar trúverðugar en algengt er að rannsóknir með börnum taki aðeins til lítils hluta dags eða afmarkaðs þáttar í lífi þátttakenda. Hafa þarf í huga að alltaf má gera ráð fyrir að nærvera rannsakanda hafi einhver áhrif á börnin, jafnvel þó reynt sé að draga sem mest úr þeim. Höfundur segir niðurstöður sínar stangast á við fyrri rannsóknir en þegar betur er að gáð eru þær ekki svo ólíkar. Það sem virðist fyrst og fremst ólíkt með niðurstöðum Tudge og niðurstöðum fyrri rannsókna er að Tudge leggur mesta áherslu á og dregur fram það sem er líkt með börnum í ólíkum menningarsamfélögum frekar en það sem er ólíkt. Það má því segja að það sé fyrst og fremst áherslan í túlkun niðurstaðna sem er ólík. Annað sem kemur fram í niðurstöðum Tudge er að þótt menning hafi áhrif á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: