Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 81

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 81
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 81 atli HarðarSon skilur til þeirrar hlítar að kostur sé á að láta eins og byrjað sé með hreint borð og allt byggt frá grunni á fræðilegum rökum. Þriðji þátturinn í andmælum Schwabs sem ég ætla að tæpa á er dreginn saman í stutt mál í greininni The practical: Translation into curriculum þar sem hann segir: Það er hægt að nota fræðilegt efni með öfugsnúnum hætti sem uppsprettu námsefnis. Í menntunarlegu tilliti er slíkur öfugsnúningur á fræðunum engu skárri en skortur á fræðilegu innihaldi. Það er öfugsnúið að beygja og teygja fræðin svo þau tapi sínum eigin einkennum en þjóni tilgangi sem skipuleggjendur námsins eru heillaðir af. öfuguggahátturinn er í því fólginn að lítillækka námsefnið með því að gera það að þjóni. (Schwab, 1978, p. 377) Þessi andmæli gegn því að skipuleggja nám út frá markmiðum fremur en námsefni og inntaki eru sameiginleg Schwab og Stenhouse. Þeir halda báðir fram menntahefð sem byggist á áherslu á námsgreinar og fræðilegt innihald fremur en að móta nem- endur eða tilgreina hvernig þeir skuli breytast eða verða að námi loknu. Þessi hefð er rótgróin í menntakerfum Vesturlanda og afar lífseig (Kliebard, 1987; Taba, 1962; Tye, 2000). Hún er stundum kennd við námsgreinar, stundum við akademískar áherslur, stundum við húmanisma og frjálsar listir. Rök Schwabs fyrir andmælunum sem ég nefndi í tölulið númer þrjú eru í raun rök fyrir því að húmanísk menntahefð stangist á við hugmyndir um markmiðsdrifnar námskrár eins og þær sem Bobbitt, Tyler, Bloom og Taba héldu fram og íslenskum skólum er nú gert að starfa eftir samkvæmt nýju aðalnámskránni. lAwrEncE stEnhousE Það gildir um Stenhouse, ekki síður en um Schwab, að andóf hans gegn ríkjandi hefð í námskrárfræðum er margþætt. Eins og í tilviki Schwabs ætla ég að láta duga að staldra við þrjá þætti sem eru: 1. Námsefnið hefur eigið gildi og á ekki að vera þjónn. 2. Við virðum ekki frelsi og sjálfstæði nemenda ef við setjum markmið sem til- greina hvernig þeir skuli breytast eða verða að námi loknu. 3. Ekki er hægt að tilgreina fyrir fram hvað gott muni hljótast af menntun. Þessa gagnrýnisþætti má alla finna í grein sem heitir Some limitations of the use of objectives in curriculum research and planning (Stenhouse, 1970) og í bókinni An introduction to curriculum research and development (Stenhouse, 1975). Um námsefni í hlutverki verkfæris eða þjóns skrifar Stenhouse í greininni frá 1970 og tekur sem dæmi bókmenntakennslu þar sem nemendur lesa Hamlet: Líkan sem byggist á markmiðum virðist gera innihaldið að einberu verkfæri og í því er alvarlegur veikleiki fólginn … Að nota leikritið sem tæki til að kenna leikni gefur til kynna – og nemendur grípa það fremur auðveldlega – að leikni og orðaforði og þvíumlíkt sé það sem máli skiptir fremur en leikritið sjálft. Við vitum af biturri reynslu hve auðvelt er að breyta Shakespeare í eintómar æfingar. Forskrift Hirsts er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: