Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 60

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 60
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201260 YngStU leikSkÓlabörnin: Samfélag í leik að ganga. Í kenningu Merleau-Pontys er bent á að samskipti feli í sér tilfinningalega margræðni sem tjáð er með líkamanum. Þessar niðurstöður benda til þess að börn geti verið hæf í samskiptum en jafnframt varnarlaus og óörugg með stöðu sína og þátttöku innan barnahópsins. Auk þess benda niðurstöður til þess að félagsleg staða barna hafi áhrif á félagslega þátttöku þeirra í leik. Félagsleg staða barnanna virtist tengjast aldri þeirra, hæð og félagslegri reynslu innan barnahópsins í leikskólanum. Eldri börnin, eða þau sem voru komin á þriðja ár, virtust hafa félagslegt vald til að veita yngri börnunum hlutdeild í leik eða meina þeim að vera með. Þau leiðbeindu þeim yngri og létu sig líðan þeirra varða en höfnuðu einnig tilraunum þeirra til þátttöku í leiknum þegar þeim sýndist svo. yngri börnin, sem voru um og undir tveggja ára aldri, virtust félagslega athugul og fylgdust glöggt með leik eldri barnanna og reyndu sig. Merleau-Ponty hefur bent á að lífheimur barna er í senn huglægur og hlutlægur og felur í sér tilfinningalega svörun barnanna við umhverfinu. Í samskiptum barnanna í leik gefa þau til kynna hverjir eru ákjósanlegir leikfélagar og hvaða leikefni laðar þau til leiks. Virk þátttaka yngri barnanna og viðleitni þeirra til að láta fyrirætlanir sínar ná fram að ganga í sam- skiptum og leik var háð því að eldri börnin viðurkenndu sjónarhorn þeirra. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir þar sem fram hefur komið að valdatengsl, sem verða til innan barnahópsins, geti haft áhrif á möguleika barna á að njóta félagslegra tengsla innan hópsins (Lee og Recchia, 2008; Löfdahl, 2006) og að börn beiti bæði jákvæðum og neikvæðum aðferðum til að hafa áhrif á það hverjir fá að taka þátt í leiknum og hverjir ekki (Johansson, 1999, 2011b). Þessari rannsókn var ætlað að bæta við þekkingu og auka skilning á því hvernig yngstu leikskólabörnin líta á félagsleg samskipti sín og tengsl við önnur börn í leik- aðstæðum í leikskóla. Það er óneitanlega áskorun að lýsa athöfnum ungra barna og túlka þá merkingu sem fram kemur í samskiptum þeirra á milli. Rannsakandi þarf að beita nálgunum sem opna margvíslegan skilning á lífheimi barna og möguleikum þeirra á því að láta raddir sínar hljóma. Johansson (2011b) hefur bent á mikilvægi gagnrýninnar notkunar hugtaksins „sjónarhorn barna“ í rannsóknum. Hún veltir því fyrir sér hvort rannsakandi geti í raun túlkað líkamstjáningu barna og gert sjónarhorn þeirra að sínu. Hins vegar leggur Kalliala (2011) áherslu á að opinn hugur sé mikilvæg forsenda þegar skoða á hvað gerist í daglegu lífi barna í leikskólum. Margir samverkandi þættir, bæði félagslegir, menntunarlegir og menningarlegir, hafa áhrif á líf ungra barna og fjölskyldna þeirra. Í umræðu um stöðu leikskólans í samfélaginu er mikilvægt að byggja á breiðum þekkingargrunni og hluti þeirrar þekk- ingar er upplifun og skilningur barnanna sjálfra á félagslegu lífi sínu innan leikskól- ans. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að líkamstjáning gegni veigamiklu hlutverki í merkingarsköpun barna þegar þau móta félagslegt samfélag sitt í leik. Ætla má að það eigi ekki einungis við um yngstu leikskólabörnin heldur einnig börn sem hafa ekki þau tök á íslenskri tungu sem vænta má samkvæmt aldri, til dæmis börn af erlendum uppruna og börn með fatlanir. Þegar rætt er um sjónarhorn barna er mikilvægt að taka mið af margbreytileika barnahópsins og leita leiða til að nálgast sjónarhorn allra barnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Undirtitill:
: tímarit Kennaraháskóla Íslands.
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4629
Tungumál:
Árgangar:
24
Fjöldi tölublaða/hefta:
35
Skráðar greinar:
342
Gefið út:
1992-2015
Myndað til:
2015
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993-1996)
Sigurður Konráðsson (1997-1998)
Heimir Pálsson (1999-2000)
Amalía Björnsdóttir (2001-2002)
Loftur Guttormsson (2003-2004)
Jóhanna Einarsdóttir (2005-2006)
Trausti Þorsteinsson (2007-2008)
Hanna Ragnarsdóttir (2009-2010)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2011-2015)
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir (2013-2015)
Ábyrgðarmaður:
Hjalti Hugason (1992-1992)
Útgefandi:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (1992-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Nýr titill 2016- : Tímarit um uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: