Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 99

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 99
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 99 HJalti JÓn SveinSSon og rúnar SigÞÓrSSon Það vekur athygli að svo virðist sem framangreindir nemendur hafi ekki látið les- hömlun draga sig niður í námi en þess í stað lagt meira á sig. Af gögnunum má ráða að góð trú þátttakenda í B-hópnum á eigin getu hafi gert þá sterkari í námi og tryggt þeim þá þrautseigju sem til þurfti þegar á móti blés, að minnsta kosti að flestu leyti. Sumir þátttakenda í B-hópnum eru miklir námsmenn, jafnvígir á allar greinar að því er virðist. Aðrir eru aftur á móti missterkir eftir námsgreinum. Ein stúlknanna sagðist til dæmis hafa „ofsalegan áhuga á raungreinum“ en reyndi engu að síður að tileinka sér aðrar greinar líka eins og námskráin segði til um. Einn piltanna kvaðst hafa áttað sig á því að það þýddi ekki að gefast upp þótt á móti blési og hann hefði jafnvel fallið í einstaka áfanga. Hann kvaðst stundum hafa þurft að bíta á jaxlinn og hafa séð að „þetta er allt hægt.“ Í fyrirliggjandi gögnum margra ára úr Innu (upplýsingakerfi VMA og annarra framhaldsskóla) kemur fram að mikið fall er jafnan í byrjunaráföngum í stærðfræði. Í ljósi þessa kemur ekki á óvart að fjórir þátttakendur af tíu í B-hópnum höfðu átt í erfið- leikum með stærðfræði þó að þeir hefðu átt góðu gengi að fagna í öðrum greinum. Þeir höfðu fallið í byrjunaráföngum og voru að endurtaka þá, jafnvel í annað sinn, án þess að hafa mikla trú á að þeir næðu tilætluðum árangri. Einn fjórmenninganna kvaðst innan skamms fara í svokallaða stærðfræðigreiningu eftir að hafa talað við námsráðgjafa. Ein stúlknanna sagðist alls ekki ráða við stærðfræðina og hún væri við það að gefast upp. Þeir þátttakendur B-hópsins sem áttu við slakt gengi í stærðfræði að stríða voru áhyggjufullir vegna þessa. Þeir voru farnir að gera sér grein fyrir því að ef héldi fram sem horfði ættu þeir á hættu að brautskráning þeirra tefðist og þeir gætu jafnvel ekki lokið námi með eðlilegum hætti. Eins og bent var á hér að framan ber mörgum rannsóknum saman um að margir nemendur lækki í einkunnum fyrst eftir að þeir hefja nám í framhaldsskóla. Þátttak- endur í B-hópnum voru spurðir að því hvernig þessu hefði verið háttað hjá þeim. Flestir kváðust hafa lækkað í einkunnum tímabundið, annað hvort vegna þess að þeir lögðu sig ekki nægilega vel fram eða af því að námið varð erfiðara en þeir reiknuðu með. Einn piltanna komst svo að orði: Ég var allt of kærulaus á fyrstu önninni. Það var enginn að hugsa um mann eða þannig, maður þurfti að bera sjálfur ábyrgð á náminu. Ég varð bara að taka mig á, ég komst að því að enginn gæti gert neitt í því nema ég sjálfur. Síðan hefur námið bara gengið vel, ég er alla veganna á beinni braut. Þetta er í samræmi við það sem að framan greinir um eitt af einkennum trúar á eigin getu: að nemendur láti mistök og erfiðleika ekki slá sig út af laginu. Þeir læri af reynsl- unni og reyni að gera betur næst. Nemendur B-hópsins voru einnig óhræddir við að leita sér aðstoðar, hvort sem um var að ræða einstök verkefni í kennslustundum eða hvaðeina sem nám þeirra varðaði. Þeir könnuðust ekki við að vera kvíðnir vegna námsins eða veru sinnar í skólanum, nema fjórmenningarnir áðurnefndu sem farið var að líða illa vegna slaks gengis í stærðfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 2. hefti (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/369607

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. hefti (01.07.2012)

Aðgerðir: