Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 30
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201230
SJÁlfStJÓrnUn barna og Ungmenna
fyrir unglinga sem ætlað er að efla getu þeirra til að stjórna eigin tilfinningum, hugsun
og hegðun. Algengt er að slík verkefni standi yfir í nokkrar vikur eða mánuði þar sem
ungmennin setja sér ákveðið markmið, gera áætlun um hvernig þau ætla að ná því
markmiði, fylgjast með að þau nálgist markmið sitt og gera áætlun um hvernig þau
bregðist við ef áætlunin stenst ekki. Áður en starfinu lýkur er lagt mat á hvort mark-
miðinu var náð (Larson og Angus, 2011). Rannsóknir sem leggja mat á áhrif slíks starfs
á þroska ungmenna eru aftur á móti stutt á veg komnar. Þó gerðu Larson og Angus
(2011) könnun á því hvort og hvernig skipulagt starf í ellefu verkefnum fyrir unglinga
yki færni þeirra í að setja sér langtímamarkmið og ná þeim. Rannsakendurnir tóku
viðtöl við rúmlega 100 ungmenni í skipulögðu starfi sem beindist ýmist að því að efla
listsköpun eða leiðtogahæfni. Starfið var með ýmsum hætti, sem dæmi má nefna að
í einu tilfelli skipulögðu ungmennin fjáröflun fyrir góðgerðarsamtök, gerðu áætlun
um hvernig ætti að standa að henni (reiknuðu út hversu mikið kostaði að hafa fjár-
öflunina, hversu miklu fé þyrfti að safna frá hverjum þátttakanda til að markinu yrði
náð, o.s.frv.) og í lokin var lagt mat á hversu vel hefði tekist til. Tekin voru viðtöl við
hvert ungmenni á tveggja vikna fresti í þrjá til fjóra mánuði. Höfundarnir taka fram að
ekki megi alhæfa eftir niðurstöðum þessarar fyrstu rannsóknar og að nauðsynlegt sé
að skoða áhrif skipulagðs starfs með vísindalegri nálgun þar sem lagt er mat á breyt-
ingar á sjálfstjórnun ungmenna fyrir og eftir þátttöku í starfinu. Engu að síður gefa
niðurstöðurnar til kynna að unglingar geti þróað með sér markmiðsbundna hugsun
með þátttöku í starfi sem þessu og yfirfært þá færni til að leysa raunveruleg vandamál
sem þeir standa frammi fyrir í sínu eigin lífi. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar-
innar verða ungmennin sjálf að eiga frumkvæði að því að setja sér markmið og leysa
þau vandamál sem kunna að standa í vegi fyrir að markmiðinu sé náð til þess að slíkt
nám eigi sér stað. Einnig er mikilvægt að réttur stuðningur leiðbeinenda sé til staðar,
það er að leiðbeinendur séu reiðubúnir til að styðja ungmennin án þess að beina þeim
að lausninni. Sem dæmi má nefna að leiðbeinendur hvöttu ungmennin til að hugsa
um vandamálið sem þau stóðu frammi fyrir á skipulegan hátt (til dæmis „hvað gerist
ef þú velur leið A? En ef þú velur leið B?“) án þess að leiðbeina þeim beint um lausn
vandans sem um ræddi (Larson og Angus, 2011).
Af umræðu um sjálfstjórnun á unglingsárum má ljóst vera að þörf er á frekari rann-
sóknum á sjálfstjórnun á unglingsárum, þá helst hvernig slík færni þróast og hvað
stuðlar að eða heftir slíkan þroska. Ekki er síður þörf á skilningi á því hvernig sjálfstjórn-
un á unglingsárum kann að vera ólík því sem gerist meðal barna og fullorðinna, en
þar sem unglingar standa frammi fyrir ýmsum breytingum, til dæmis líffræðilegum,
og viðfangsefnum, til dæmis ákvörðunum um hvaða stefnu þau eiga að taka í líf-
inu, sem ekki verða á öðrum aldri kann svo að vera. Loks er mikilvægt að þróun
kennsluhátta, skipulagðs starfs og íhlutunar sem stuðlar að sjálfstjórnun ungmenna
haldi áfram og lagt sé mat á áhrif slíks starfs með rannsóknum.