Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 51

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 51
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 51 Hrönn pÁlmadÓttir og JÓHanna einarSdÓttir Vettvangur Deildin hefur á að skipa fjórum leikstofum, tveimur stærri stofum og tveimur minni, auk fataherbergis. Í báðum stærri leikstofunum voru há borð og stólar og hillur með leikföngum. Í heimiliskrók sem var í horni annarrar leikstofunnar, voru heimilistæki og húsgögn í hæð barnanna, plastbollar og diskar og ílát undan matvöru. Einnig voru handtöskur, bílar og kubbar í stórum trékössum á hjólum á gólfinu. Í öðru litla her- berginu voru hillur hátt uppi á vegg fyrir málningu og pappír. Á gólfinu var trékassi með stórum trékubbum og borð og fáeinir stólar í hæð barnanna. Hitt litla herbergið var nánast tómt fyrir utan spegil á vegg í hæð barnanna. Í um það bil klukkustund, eftir að börnin höfðu snætt morgunverð, léku þau sér í frjálsum leik. Leikföng, svo sem púsluspil eða ýmiss konar röðunarleikföng, voru gjarnan sett á háu borðin og börnunum boðið að leika sér með þau. Sum barnanna völdu sér leikefni sem þau náðu sjálf í en öðru hverju setti starfsfólk leikefni á gólfið inni í minna herberginu, svo sem bílateppi og bíla eða stóra svampkubba. Einnig kom fyrir að starfsfólk lagði diska og bolla á borð og bauð fáeinum börnum að setjast og leika sér saman. Framan af leikstundinni höfðu börnin jafnan tækifæri til að ganga á milli leikherbergja. Þegar börnin voru orðin mörg í annarri stóru leikstofunni var þeim skipt upp í tvo hópa og dyrunum á milli leikstofanna lokað. Kaffitímar starfs- fólks voru á sama tíma og frjáls leikur barnanna þannig að einn starfsmaður var yfir- leitt með hvorum hópi og aðstoðaði og brást við þegar börnin leituðu eftir aðstoð eða samskiptum. Gagnaöflun Gagnaöflun fór fram með þátttökuathugunum og voru myndbandsupptökur megin- rannsóknaraðferðin. Þátttökuathuganir eru algengar í rannsóknum á daglegu lífi barna í leikskólum. Þátttökuathuganir kalla á að rannsakandi geri sér grein fyrir hlutverki sínu og taki afstöðu til þess að hve miklu leyti hann tekur þátt í því sem fram fer á vettvangi og áhrifum á þátttakendur (Lichtman, 2006; Roberts-Holmes, 2005; Robson, 2011; Rolfe, 2001). Í öllu gagnasöfnunarferlinu var haft að leiðarljósi að nálgast heim barnanna með varúð og virðingu. Rannsakandi var nærri börnunum og leitaðist við að bregðast við frumkvæði þeirra ef þau leituðu til hans en tók ekki beinan þátt í starfinu. Eftir því sem á leið og börnin vöndust nærveru rannsakanda hófust myndbandsupptökur en þær hafa gefið góða raun í rannsóknum með börnum í leikskólum (Gillund, 2007; Greve, 2007; Hrönn Pálmadóttir, 2004; Løkken og Søb- stad, 1995; Pramling Samuelsson og Lindahl, 1999). Myndbandsupptökur ná þó ein- ungis að fanga hluta af því sem gerist raunverulega í félagslegum samskiptum og geta vettvangsnótur því veitt mikilvægar viðbótarupplýsingar um samhengi og yfirlit yfir aðstæðurnar sem teknar eru upp hverju sinni (Walsh, Bakir, Lee, Chung og Chung, 2007). Í rannsókninni voru vettvangsnótur ritaðar bæði áður en myndbandsupptökur hófust og samtímis upptökum. Í nótunum var félagslegum samskiptum barnanna lýst og einnig er þar lýst ígrundun og hugmyndum sem vöknuðu um rannsóknarefnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.