Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 44
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201244
YngStU leikSkÓlabörnin: Samfélag í leik
2010; Elkind, 1997). Sá skilningur sem lagður er í hugtakið barn í slíkum rannsóknum
er tengdur því hvernig bernskan er mótuð í orðræðu fullorðinna (James og Prout,
1997). Lengi vel var litið á bernskuna sem þrep í lífinu og undirbúning undir mikil-
vægari áfanga. Í þessum viðhorfum til barna og bernsku felst að líta á börn sem „verð-
andi fullorðna“ (e. human becoming). Hugtakið félagsmótun hefur löngum verið
notað til að lýsa þroskaferli sem er línulegt með þekktu endamarkmiði: þ.e. að verða
fullorðinn. Hugtakið hefur verið gagnrýnt fyrir það að líta fram hjá því að félagsleg
og menningarleg reynsla móti börn og hafi áhrif á nám þeirra; jafnframt því að börn
hafi áhrif og móti umhverfi sitt (Dahlberg, Moss og Pence, 1999; Gulløv, 1999; Jóhanna
Einarsdóttir, 2008b; Quortrup, 2004; Sheridan og Pramling Samuelsson, 2001; Walsh,
2005).
Á síðustu tveimur áratugum hefur sjónarhorn barna orðið lykilhugtak í orðræðu
um bernsku og menntun barna. Hugtakið er flókið og hefur verið notað bæði sem hug-
myndafræðilegt og aðferðafræðilegt hugtak í vísindalegu samhengi (Halldén, 2003).
Sjónarhorn barna tengist verufræðilegri afstöðu rannsakandans og því hvernig hann
skilur, túlkar og kemur gögnum, sem aflað er með börnum, á framfæri (Johansson,
2003). Þegar horft er á börn frá þessu sjónarhorni er talið að þau geti veitt mikilvægar
upplýsingar og þannig átt hlutdeild í mótun þekkingar á lífi þeirra í leikskólum.
Fræðimenn innan ólíkra fræðigreina hafa þróað kenningar og aðferðir þar sem leitast
er við að skilja börn út frá þeirra eigin forsendum (Dahlberg, Moss og Pence, 1999;
Dockett og Perry, 2007; James og Prout, 1997; Jóhanna Einarsdóttir, 2008a).
Áhersla hefur verið lögð á þátttöku barna í rannsóknum og ræða nú margir fræði-
menn um að gera rannsóknir með börnum í stað á börnum eins og algengt var áður
(Dockett, 2008; James, 2009; Jóhanna Einarsdóttir, 2007). Innan nútíma menntunarfræði
er upplifun barnsins og reynsla þess í brennidepli og tengist grundvallarbreytingum
á hugmyndafræði (e. paradigm shift) innan sálfræði, menntunarfræði og félagsfræði
varðandi sýn á börn. Í stað þess að líta á barnið sem „óskrifað blað“ eða veru, sem fetar
fyrirfram skilgreinda þroskabraut, er litið á það sem félagslega manneskju sem hefur
hæfni til að eiga í samskiptum frá því að hún er ung (Danby, 2002; Jóhanna Einarsdóttir,
2008a; Sommer, 2003; Stern, 1985; Trevarthen, 2001). Jafnframt er litið á börn sem sam-
borgara með réttindi til að hafa áhrif í skóla og í samfélagi (Kjørholt, 2005).
Áhugann á að leita eftir röddum barna má einnig rekja til Samnings Sameinuðu
þjóðanna um réttindi barnsins (Sameinuðu þjóðirnar, 1992) þar sem staðfest er að öll
börn hafi þau mannréttindi að á þau sé hlustað. Í viðauka við samninginn er sérstak-
lega tekið fram að hann gildi einnig fyrir börn frá fæðingu til átta ára aldurs (United
Nations, 2005). Í íslenskum lögum um leikskóla og í Aðalnámskrá leikskóla má greina
þessar áherslur en þar kemur fram að skylt sé að hlusta á raddir barna og tryggja þeim
ríkuleg tækifæri til þátttöku, óháð aldri, í jákvæðum og uppbyggjandi samskiptum
innan barnahópsins. Jafnframt er litið svo á að í bernsku séu hugtökin leikur, sam-
skipti og nám nátengd (Lög um leikskóla nr. 90/2008; Mennta- og menningarmála-
ráðuneytið, 2012).
Þegar leitað er eftir röddum ungra barna gegnir líkamstjáning þeirra lykilhlutverki
en með henni tjá börnin upplifun sína og skilning á umhverfinu (Bae, 1996; Eide,