Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 44

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 44
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201244 YngStU leikSkÓlabörnin: Samfélag í leik 2010; Elkind, 1997). Sá skilningur sem lagður er í hugtakið barn í slíkum rannsóknum er tengdur því hvernig bernskan er mótuð í orðræðu fullorðinna (James og Prout, 1997). Lengi vel var litið á bernskuna sem þrep í lífinu og undirbúning undir mikil- vægari áfanga. Í þessum viðhorfum til barna og bernsku felst að líta á börn sem „verð- andi fullorðna“ (e. human becoming). Hugtakið félagsmótun hefur löngum verið notað til að lýsa þroskaferli sem er línulegt með þekktu endamarkmiði: þ.e. að verða fullorðinn. Hugtakið hefur verið gagnrýnt fyrir það að líta fram hjá því að félagsleg og menningarleg reynsla móti börn og hafi áhrif á nám þeirra; jafnframt því að börn hafi áhrif og móti umhverfi sitt (Dahlberg, Moss og Pence, 1999; Gulløv, 1999; Jóhanna Einarsdóttir, 2008b; Quortrup, 2004; Sheridan og Pramling Samuelsson, 2001; Walsh, 2005). Á síðustu tveimur áratugum hefur sjónarhorn barna orðið lykilhugtak í orðræðu um bernsku og menntun barna. Hugtakið er flókið og hefur verið notað bæði sem hug- myndafræðilegt og aðferðafræðilegt hugtak í vísindalegu samhengi (Halldén, 2003). Sjónarhorn barna tengist verufræðilegri afstöðu rannsakandans og því hvernig hann skilur, túlkar og kemur gögnum, sem aflað er með börnum, á framfæri (Johansson, 2003). Þegar horft er á börn frá þessu sjónarhorni er talið að þau geti veitt mikilvægar upplýsingar og þannig átt hlutdeild í mótun þekkingar á lífi þeirra í leikskólum. Fræðimenn innan ólíkra fræðigreina hafa þróað kenningar og aðferðir þar sem leitast er við að skilja börn út frá þeirra eigin forsendum (Dahlberg, Moss og Pence, 1999; Dockett og Perry, 2007; James og Prout, 1997; Jóhanna Einarsdóttir, 2008a). Áhersla hefur verið lögð á þátttöku barna í rannsóknum og ræða nú margir fræði- menn um að gera rannsóknir með börnum í stað á börnum eins og algengt var áður (Dockett, 2008; James, 2009; Jóhanna Einarsdóttir, 2007). Innan nútíma menntunarfræði er upplifun barnsins og reynsla þess í brennidepli og tengist grundvallarbreytingum á hugmyndafræði (e. paradigm shift) innan sálfræði, menntunarfræði og félagsfræði varðandi sýn á börn. Í stað þess að líta á barnið sem „óskrifað blað“ eða veru, sem fetar fyrirfram skilgreinda þroskabraut, er litið á það sem félagslega manneskju sem hefur hæfni til að eiga í samskiptum frá því að hún er ung (Danby, 2002; Jóhanna Einarsdóttir, 2008a; Sommer, 2003; Stern, 1985; Trevarthen, 2001). Jafnframt er litið á börn sem sam- borgara með réttindi til að hafa áhrif í skóla og í samfélagi (Kjørholt, 2005). Áhugann á að leita eftir röddum barna má einnig rekja til Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Sameinuðu þjóðirnar, 1992) þar sem staðfest er að öll börn hafi þau mannréttindi að á þau sé hlustað. Í viðauka við samninginn er sérstak- lega tekið fram að hann gildi einnig fyrir börn frá fæðingu til átta ára aldurs (United Nations, 2005). Í íslenskum lögum um leikskóla og í Aðalnámskrá leikskóla má greina þessar áherslur en þar kemur fram að skylt sé að hlusta á raddir barna og tryggja þeim ríkuleg tækifæri til þátttöku, óháð aldri, í jákvæðum og uppbyggjandi samskiptum innan barnahópsins. Jafnframt er litið svo á að í bernsku séu hugtökin leikur, sam- skipti og nám nátengd (Lög um leikskóla nr. 90/2008; Mennta- og menningarmála- ráðuneytið, 2012). Þegar leitað er eftir röddum ungra barna gegnir líkamstjáning þeirra lykilhlutverki en með henni tjá börnin upplifun sína og skilning á umhverfinu (Bae, 1996; Eide,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.