Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 56
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201256
YngStU leikSkÓlabörnin: Samfélag í leik
Telpurnar taka þátt í og viðurkenna tilveru hvor annarrar með sameiginlegum athöfn-
um. Það er í samræmi við kenningu Merleau-Pontys (1962, 1994) sem lýst er sem ferli
samhuglægni og litið er á sem grundvallarforsendu tengsla og samskipta. Jón fylgist
með þeim en leikur sér jafnframt með því að hnoðast á stólnum. Kerrurnar sem telp-
urnar ganga með og stóllinn gefa börnunum tækifæri til líkamlegrar tjáningar og leiks
en í rannsókn Musatti og Panni (1981) kom í ljós að stór leikföng kalla á meiri líkam-
lega virkni leikskólabarna en lítil. Stóllinn, sem er mjúkur, veitir líkama Jóns svörun
sem leiðir til áframhaldandi hreyfingar og leiks. Athafnir barnanna eru í samræmi við
kenningu Bujtendijks um að leikurinn snúist alltaf um samskipti við hlut eða annað
barn og að leikurinn krefjist svörunar frá því eða þeim sem leikið er við (Åm, 1989;
Hangaard Rasmussen, 2001; Løkken, 2000b). Jón virðist vera þátttakandi í eigin heimi
um leið og hann tekur óbeinan þátt í leik telpnanna. Athafnir Jóns geta gefið tilefni
til túlkunar í samræmi við kenningu Merleau-Pontys (1962, 1994) um að barnið beini
frá upphafi athygli sinni að umhverfinu og þannig myndi hið einstaklingslega og hið
félagslega samfellda heild. Rannsóknir Johansson (1999, 2011b) sýna einnig að ung
börn leitast við að blanda sér inn í samskipti og leik félaganna á óbeinan hátt.
Þegar Jón og Sara ná gagnkvæmum tengslum með því að veita Sillu athygli virðist
Anna upplifa að hætta steðji að tengslum hennar og leik við Söru. Anna, sem hefur
áður sýnt að hún þekkir mikilvægi þess að gera rétt og hefur sýnt Jóni umhyggju,
bregst nú við á annan hátt og bindur enda á tengslin sem voru að myndast milli Jóns,
Söru og Sillu. Líta má á viðbrögð önnu, þegar hún reynir að hindra samskipti félaga
sinna, sem tilraun til að vernda samskiptasvæði sitt, eins og Corsaro (2003) hefur bent
á. Hún notar félagslega stöðu sína til að slíta tengslin og virðast viðbrögðin tengjast
fyrirætlun hennar um að halda leik við Söru áfram. Í rannsóknum Shin o.fl. (2004)
hefur komið í ljós að aðferðir barna við að veita öðrum hlutdeild í leik og hafna hvert
öðru séu tengd félagslegu valdi þeirra en ekki persónulegum eiginleikum. Samskipti
barnanna í þessum leikaðstæðum eru jafnframt í samræmi við það sem kom fram í
rannsókn Alvestads (2010) þar sem samningaumleitanir barnanna snúast oftast um
tengsl milli þeirra, auk þess að ná samkomulagi um leikefni og innihald leiksins.
Silla, sem hefur fylgst með atburðarásinni, kemur til Jóns og sýnir honum um-
hyggju og virðist því láta sig varða hvernig honum líður. Það er í samræmi við niður-
stöður Løkken (1996) sem sýna að ung börn láta sig varða tilfinningar hvert annars.
Silla kann að hafa litið á þetta sem tækifæri til að mynda tengsl við Jón og fá hann
í boltaleik. Athafnir Sillu bera þess merki að þó að hún hafi ekki verið beinn þátt-
takandi í leik barnanna sé hún það óbeint og hún virðist túlka tjáningu barnanna í
því samhengi sem leikurinn fer fram í. Anna og Sara horfa báðar á athafnir Sillu áður
en þær halda áfram fyrri iðju. Bent hefur verið á að börn hafi hæfni til þess að lesa
hvert í annars líkamlegu tjáningu og þannig eigi líkamar þeirra í samskiptum hver
við annan (Hangaard Rasmussen, 1996) og jafnframt að mikilvægur þáttur í námsferli
ungra barna í leikskólum felist í því að horfa á og líkja eftir félögum að leik (Lindahl
og Pramling Samuelsson, 2002; Løkken,1996). Umhyggja Sillu virðist þó ekki duga
Jóni, sem leitar til leikskólakennarans. Hann virðist ósáttur við viðbrögð kennarans og
sýnir afstöðu sína með því að yfirgefa leikaðstæðurnar. Silla fer á eftir Jóni og bendir
það til þess að hún hafi áhuga á að ná tengslum og leika við hann með boltann.