Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 56

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 56
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201256 YngStU leikSkÓlabörnin: Samfélag í leik Telpurnar taka þátt í og viðurkenna tilveru hvor annarrar með sameiginlegum athöfn- um. Það er í samræmi við kenningu Merleau-Pontys (1962, 1994) sem lýst er sem ferli samhuglægni og litið er á sem grundvallarforsendu tengsla og samskipta. Jón fylgist með þeim en leikur sér jafnframt með því að hnoðast á stólnum. Kerrurnar sem telp- urnar ganga með og stóllinn gefa börnunum tækifæri til líkamlegrar tjáningar og leiks en í rannsókn Musatti og Panni (1981) kom í ljós að stór leikföng kalla á meiri líkam- lega virkni leikskólabarna en lítil. Stóllinn, sem er mjúkur, veitir líkama Jóns svörun sem leiðir til áframhaldandi hreyfingar og leiks. Athafnir barnanna eru í samræmi við kenningu Bujtendijks um að leikurinn snúist alltaf um samskipti við hlut eða annað barn og að leikurinn krefjist svörunar frá því eða þeim sem leikið er við (Åm, 1989; Hangaard Rasmussen, 2001; Løkken, 2000b). Jón virðist vera þátttakandi í eigin heimi um leið og hann tekur óbeinan þátt í leik telpnanna. Athafnir Jóns geta gefið tilefni til túlkunar í samræmi við kenningu Merleau-Pontys (1962, 1994) um að barnið beini frá upphafi athygli sinni að umhverfinu og þannig myndi hið einstaklingslega og hið félagslega samfellda heild. Rannsóknir Johansson (1999, 2011b) sýna einnig að ung börn leitast við að blanda sér inn í samskipti og leik félaganna á óbeinan hátt. Þegar Jón og Sara ná gagnkvæmum tengslum með því að veita Sillu athygli virðist Anna upplifa að hætta steðji að tengslum hennar og leik við Söru. Anna, sem hefur áður sýnt að hún þekkir mikilvægi þess að gera rétt og hefur sýnt Jóni umhyggju, bregst nú við á annan hátt og bindur enda á tengslin sem voru að myndast milli Jóns, Söru og Sillu. Líta má á viðbrögð önnu, þegar hún reynir að hindra samskipti félaga sinna, sem tilraun til að vernda samskiptasvæði sitt, eins og Corsaro (2003) hefur bent á. Hún notar félagslega stöðu sína til að slíta tengslin og virðast viðbrögðin tengjast fyrirætlun hennar um að halda leik við Söru áfram. Í rannsóknum Shin o.fl. (2004) hefur komið í ljós að aðferðir barna við að veita öðrum hlutdeild í leik og hafna hvert öðru séu tengd félagslegu valdi þeirra en ekki persónulegum eiginleikum. Samskipti barnanna í þessum leikaðstæðum eru jafnframt í samræmi við það sem kom fram í rannsókn Alvestads (2010) þar sem samningaumleitanir barnanna snúast oftast um tengsl milli þeirra, auk þess að ná samkomulagi um leikefni og innihald leiksins. Silla, sem hefur fylgst með atburðarásinni, kemur til Jóns og sýnir honum um- hyggju og virðist því láta sig varða hvernig honum líður. Það er í samræmi við niður- stöður Løkken (1996) sem sýna að ung börn láta sig varða tilfinningar hvert annars. Silla kann að hafa litið á þetta sem tækifæri til að mynda tengsl við Jón og fá hann í boltaleik. Athafnir Sillu bera þess merki að þó að hún hafi ekki verið beinn þátt- takandi í leik barnanna sé hún það óbeint og hún virðist túlka tjáningu barnanna í því samhengi sem leikurinn fer fram í. Anna og Sara horfa báðar á athafnir Sillu áður en þær halda áfram fyrri iðju. Bent hefur verið á að börn hafi hæfni til þess að lesa hvert í annars líkamlegu tjáningu og þannig eigi líkamar þeirra í samskiptum hver við annan (Hangaard Rasmussen, 1996) og jafnframt að mikilvægur þáttur í námsferli ungra barna í leikskólum felist í því að horfa á og líkja eftir félögum að leik (Lindahl og Pramling Samuelsson, 2002; Løkken,1996). Umhyggja Sillu virðist þó ekki duga Jóni, sem leitar til leikskólakennarans. Hann virðist ósáttur við viðbrögð kennarans og sýnir afstöðu sína með því að yfirgefa leikaðstæðurnar. Silla fer á eftir Jóni og bendir það til þess að hún hafi áhuga á að ná tengslum og leika við hann með boltann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.