Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 120
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012120
trú leikSkÓlabarna Á eigin getU
sérstaklega sé hugað að því hvort slíkt starf auki trú á eigin getu. Rannsókn önnu
Magneu Hreinsdóttur (sem fjallað er um hér á eftir) er að hluta frá leikskólum sem
starfa í þessum anda, einnig er að finna skýrslur sem geyma verðmætar upplýsingar
um efnið. Þar má nefna skýrslu Kristínar Hildar Ólafsdóttur (2005) um leikskólastarf
í Sæborg í Reykjavík. Þar má til dæmis greina hvernig sjálfræði barnanna breyttist á
árunum 1999 til 2000 frá því að þau höfðu lítil áhrif á ákvarðanir til mun meiri áhrifa.
Í skýrslunni kemur fram að árið 1999 hafi yngri börnin ekki haft frjálsan aðgang að
námsefni: „Á yngstu deildunum er efniviðurinn ekki í hæð barnanna en hann er sýni-
legur þannig að þau geta bent á efniviðinn t.d. leir í glæru boxi“ (bls. 54). Í skýrsl-
unni má greina klípu milli þess að veita börnunum sjálfræði og þess að leikskóla-
kennararnir ráði; það má meðal annars marka af því að leikskólakennarahópurinn
tekur ákvörðun á fundi um viðfangsefni næstkomandi vetrar: „Ákveðið var að allar
deildir einbeittu sér að sama viðfangsefninu „Haustið“ og þróuðu það í samræmi við
aldur og áhuga barnanna“ (bls. 58). Í skýrslunni má greina breytingu í átt til aukins
sjálfræðis barnanna sem verður á árinu 2000: „Börnin ganga frjálst í efniviðinn og nota
hann meira. … Efniviður hefur verið gerður meira áhugahvetjandi og sýnilegur“ (bls.
59).
Í nýrri Aðalnámskrá leikskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012) er aukin
áhersla lögð á þátttöku barna í ákvarðanatöku um skólastarfið. Í rannsókn önnu
Magneu Hreinsdóttur (2009) á fjórum íslenskum leikskólum kemur fram að leikskóla-
börnin áttu lítinn sem engan þátt í ákvörðunum, burtséð frá hugmyndafræði leikskól-
anna, en í tveimur af skólunum var starfað í anda Reggio Emilia og Hjallastefnan var
stunduð í hinum tveimur. Þó kom fram að hugmyndir barnanna voru ræddar og þau
voru hvött til að segja skoðun sína. Börnin höfðu hins vegar ekki á tilfinningunni að
þau hefðu það sjálfræði sem kennararnir töldu þau hafa (Anna Magnea Hreinsdóttir
og Sigurlína Davíðsdóttir, 2012). Nýleg úttekt á vegum mennta- og menningarmála-
ráðuneytisins á leikskóla styður niðurstöður önnu Magneu um litla þátttöku barna,
en þar segir: „Börnunum virðist líða vel en taka ekki nægan þátt í ákvörðunum“ (Árný
Elíasdóttir og Kristín Björk Jóhannsdóttir, 2011, bls. 5). Í rannsókn Kristínar Dýrfjörð
(2006) þar sem hún tók viðtöl við leikskólakennara um lýðræði í leikskólastarfi kom
fram að kennararnir töldu sig leggja áherslu á að leikskólabörnin væru virkir þátttak-
endur og sögðust skipuleggja skólastarfið í þeim anda. Í ljósi fyrrgreindra niðurstaðna
og aukinnar áherslu á þátttöku barna í ákvörðunum í nýrri aðalnámskrá er mikilvægt
að okkar dómi að huga markvissar að trú leikskólabarna á mátt sinn og megin.
Þekkt samband er á milli sjálfsákvarðana, trúar á eigin getu og velgengni í námi,
starfi og lífi. Það að hafa trú á getu barna/nemenda eflir árangur þeirra (Bandura,
1997); að þau hafi eitthvað um líf sitt að segja stuðlar að velgengni þeirra. Sem dæmi
má nefna samanburðarrannsókn á grunnskólum í Vestur- og Austur-Berlín. Í Austur-
Berlín var farið eftir samræmdum landsnámskrám og prófum sem hvorki kennarar
né nemendur gátu haft áhrif á; í Vestur-Berlín voru skólanámskrár aðlagaðar hverju
skólasamfélagi og próf ekki eins ör og í Austur-Berlín. Nemendurnir í skólunum í
Austur-Berlín höfðu minni trú á eigin getu en þeir í Vestur-Berlín, trúðu síður á náms-
getu sína, voru ekki eins ánægðir, leituðu síður til kennara sinna og námsárangur
þeirra var ekki eins mikill (Oettingen, 1995). Í leikskólum er námsárangur ekki mældur