Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 120

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 120
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012120 trú leikSkÓlabarna Á eigin getU sérstaklega sé hugað að því hvort slíkt starf auki trú á eigin getu. Rannsókn önnu Magneu Hreinsdóttur (sem fjallað er um hér á eftir) er að hluta frá leikskólum sem starfa í þessum anda, einnig er að finna skýrslur sem geyma verðmætar upplýsingar um efnið. Þar má nefna skýrslu Kristínar Hildar Ólafsdóttur (2005) um leikskólastarf í Sæborg í Reykjavík. Þar má til dæmis greina hvernig sjálfræði barnanna breyttist á árunum 1999 til 2000 frá því að þau höfðu lítil áhrif á ákvarðanir til mun meiri áhrifa. Í skýrslunni kemur fram að árið 1999 hafi yngri börnin ekki haft frjálsan aðgang að námsefni: „Á yngstu deildunum er efniviðurinn ekki í hæð barnanna en hann er sýni- legur þannig að þau geta bent á efniviðinn t.d. leir í glæru boxi“ (bls. 54). Í skýrsl- unni má greina klípu milli þess að veita börnunum sjálfræði og þess að leikskóla- kennararnir ráði; það má meðal annars marka af því að leikskólakennarahópurinn tekur ákvörðun á fundi um viðfangsefni næstkomandi vetrar: „Ákveðið var að allar deildir einbeittu sér að sama viðfangsefninu „Haustið“ og þróuðu það í samræmi við aldur og áhuga barnanna“ (bls. 58). Í skýrslunni má greina breytingu í átt til aukins sjálfræðis barnanna sem verður á árinu 2000: „Börnin ganga frjálst í efniviðinn og nota hann meira. … Efniviður hefur verið gerður meira áhugahvetjandi og sýnilegur“ (bls. 59). Í nýrri Aðalnámskrá leikskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012) er aukin áhersla lögð á þátttöku barna í ákvarðanatöku um skólastarfið. Í rannsókn önnu Magneu Hreinsdóttur (2009) á fjórum íslenskum leikskólum kemur fram að leikskóla- börnin áttu lítinn sem engan þátt í ákvörðunum, burtséð frá hugmyndafræði leikskól- anna, en í tveimur af skólunum var starfað í anda Reggio Emilia og Hjallastefnan var stunduð í hinum tveimur. Þó kom fram að hugmyndir barnanna voru ræddar og þau voru hvött til að segja skoðun sína. Börnin höfðu hins vegar ekki á tilfinningunni að þau hefðu það sjálfræði sem kennararnir töldu þau hafa (Anna Magnea Hreinsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir, 2012). Nýleg úttekt á vegum mennta- og menningarmála- ráðuneytisins á leikskóla styður niðurstöður önnu Magneu um litla þátttöku barna, en þar segir: „Börnunum virðist líða vel en taka ekki nægan þátt í ákvörðunum“ (Árný Elíasdóttir og Kristín Björk Jóhannsdóttir, 2011, bls. 5). Í rannsókn Kristínar Dýrfjörð (2006) þar sem hún tók viðtöl við leikskólakennara um lýðræði í leikskólastarfi kom fram að kennararnir töldu sig leggja áherslu á að leikskólabörnin væru virkir þátttak- endur og sögðust skipuleggja skólastarfið í þeim anda. Í ljósi fyrrgreindra niðurstaðna og aukinnar áherslu á þátttöku barna í ákvörðunum í nýrri aðalnámskrá er mikilvægt að okkar dómi að huga markvissar að trú leikskólabarna á mátt sinn og megin. Þekkt samband er á milli sjálfsákvarðana, trúar á eigin getu og velgengni í námi, starfi og lífi. Það að hafa trú á getu barna/nemenda eflir árangur þeirra (Bandura, 1997); að þau hafi eitthvað um líf sitt að segja stuðlar að velgengni þeirra. Sem dæmi má nefna samanburðarrannsókn á grunnskólum í Vestur- og Austur-Berlín. Í Austur- Berlín var farið eftir samræmdum landsnámskrám og prófum sem hvorki kennarar né nemendur gátu haft áhrif á; í Vestur-Berlín voru skólanámskrár aðlagaðar hverju skólasamfélagi og próf ekki eins ör og í Austur-Berlín. Nemendurnir í skólunum í Austur-Berlín höfðu minni trú á eigin getu en þeir í Vestur-Berlín, trúðu síður á náms- getu sína, voru ekki eins ánægðir, leituðu síður til kennara sinna og námsárangur þeirra var ekki eins mikill (Oettingen, 1995). Í leikskólum er námsárangur ekki mældur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.