Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 123
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 123
gUðrún alda HarðardÓttir og kriStJÁn kriStJÁnSSon
útkomu eigin framkvæmda, 4) sýndi viðleitni til að sigrast á erfiðleikum. Rannsókn
Horáková-Hoskovcová er mikilvæg bæði vegna áhugaverðra viðmiðana á trú barna á
eigin getu og þess hve lítið er um fyrri rannsóknir af þessu tagi. Hins vegar telur fyrri
höfundur þessarar greinar að aðstæður sem viðkomandi börnum voru búnar hafi ekki
verið ákjósanlegar: Tveir alls ókunnugir einstaklingar koma heim til barns og fara
fram á að það leysi allskyns verkefni. Flestir foreldrar hafa staðið frammi fyrir því að
barn þeirra, sem almennt hefur talist hafa mikla trú á eigin getu, hefur neitað að leysa
ýmis verkefni sem ókunnugir hafa lagt fyrir það: til að mynda, við 2,5 ára skoðun á
heilsugæslustöð, að barnið teikni könguló eða eitthvað annað en karl á blað eins og
það er beðið um að gera. Spyrja má hvort það að leysa verkefni á annan máta en beðið
var um beri vott um litla trú á eigin getu eða öfugt. Ætla má að mælitæki á fyrirbæri
eins og trú á eigin getu, sem samkvæmt kenningu (Bandura, 1997, bls. 36–42) hefur
fjölbreyttar víddir og birtingarmyndir, þurfi að veita víðtæka möguleika. Umhverfi
hefur áhrif á birtingarmynd trúar á eigin getu; það hefur til dæmis oft verið talið að
stúlkur sýni meiri trú á eigin getu á hlutverkasvæði leikskóla en víða annars staðar
í skólanum. Af því leiðir að ekki er nægjanlegt að leggja einstök verkefni fyrir barn
heldur þarf að skoða það við eðlilegar og mismunandi aðstæður þess í leik og starfi: í
fjölmennum barnahópi, í fámennum barnahópi, í hlutverkaleik, við matarborð og þar
fram eftir götum.
Fyrri höfundur þessarar greinar telur jafnframt að huga þurfi að öðrum aðferða-
fræðilegum þáttum í rannsóknum með börnum; einn þeirra er að börn hugsa öðruvísi
en fullorðnir. Fjölmargir fræðimenn, þar má nefna Bergström (1995, bls. 86), Dyregrov
(1990, bls. 13–16), Fahrman (1993, bls. 48–49) og Piaget (sbr. Ginsburg og Opper 1969,
bls. 230), benda á þessa staðreynd. Heilasérfræðingurinn Matti Bergström (1995) telur
að fullorðnir eigi oft erfitt með að skilja börn og sjónarhorn þeirra, meðal annars vegna
þess hve ólíkir heilar barns og fullorðins séu. Í rannsóknum Earls, Smith, Reich og
Jung (1988) svo og Perry, Pollard, Blakley, Baker og Vigilante (1995) kemur fram að
fullorðnir túlka athafnir, orð og tjáningu barna oftast út frá eigin sýn og trú, sem oft og
tíðum getur verið bjöguð og ekki sú sama og sýn barnsins – vegna ólíkra hugsunar- og
túlkunarferla. Í rannsókn Corkett, Hatt og Benevides (2011), um tengsl á milli trúar
grunnskólakennara og nemenda þeirra á eigin getu, kemur fram að fylgni er á milli
trúar kennaranna á eigin getu og trúar þeirra á getu nemendanna. Niðurstöður rann-
sóknarinnar sýna hins vegar jafnframt að fullorðnir túlka athafnir og orð barna einatt
út frá eigin sýn og trú. Þar sem formlegir rannsakendur eru oftast fullorðið fólk má
segja að hér sé talsverður aðferðafræðilegur vandi á ferð.
Malaguzzi, gagnrýndi ríkjandi aðferðir í rannsóknum með börnum og á leikskóla-
starfi. Hann benti á að rannsókn verði ávallt til í tengslum við mannlega skynjun,
tengslum sem ekki sé hægt að komast hjá; hins vegar sé mikilvægt að skoða það sem
skráð er ekki aðeins frá einu sjónarhorni, til dæmis rannsakandans, og hann lagði
áherslu á að rannsókn á skólastarfi þurfi umfram allt að vera skráning á raunverulegum
atburðum við sem eðlilegastar aðstæður. Síðan þurfi að túlka skráningarnar út frá fjöl-
breytilegu sjónarhorni, enda náist þannig betri sýn á það flókna merkingar- og raun-
samband sem felst í hverri athöfn. Út frá fyrrgreindum hugmyndum þróaði Malaguzzi,
ásamt kennurum í leikskólum í Reggio Emilia, skráningaraðferð sem á íslensku hefur