Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 179
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 179
Ja n US g U ð l aU gS So n
á sviði þjálfunarlífeðlisfræði, líffærafræði, lífeðlisfræði, næringarfræði, almennrar og
sérhæfðrar kennslufræði, sálar- og félagsfræði, auk þess sem nemendur öðlast þekk-
ingu á fjölþættri útivist, íþróttum og ekki síst rannsóknum á sviði heilsu- og næringar.
Námskrá í sérgreininni setur þessum tilvonandi sérfræðingum á sviði kennslu skóla-
íþrótta markmið sem útfæra þarf í skólastarfi, en einnig stjórnendum háskólastofnana
sem sjá um menntun kennara. Því er mikilvægt að vel takist til við hönnun og gerð
námskrár sem á að vera leiðarvísir skóla og kennara um ókomin ár.
Því miður eru ný drög að námskrá í skólaíþróttum fyrir grunnskóla (Mennta- og
menningarmálaráðuneytið, 2012b) nokkuð langt frá því að geta gert að veruleika þá
sýn greinarhöfundar um að skólaíþróttir verði betur nýttar til eflingar heilsu ein-
staklingsins í framangreindum skilningi þess hugtaks. Fyrsta efnisgrein, að loknum
inngangi undir fyrirsögninni skólaíþróttir, hefst á þessa leið: „Skólaíþróttir ná til
kennslu íþróttagreina …“ Upphaf næstu efnisgreinar er eftirfarandi: „Skólaíþróttir ná
einnig til keppnisliða sem nemendur mynda til keppni milli bekkja eða á annan hátt
innan skólans“ og í lokamálsgrein sömu efnisgreinar á blaðsíðu 2 segir eftirfarandi í
torskilinni setningu: „Skólaíþróttir og skólasund falla hér saman undir námssviðið
skólaíþróttir í aðalnámskránni.“
Þjálfun í íþróttagreinum eða ástundun keppnisíþrótta í skólum á ekki að ráða för
í skólaíþróttum þótt þetta séu þættir sem eru góðra gjalda verðir ef vel er á haldið.
Megináhersla skólaíþrótta á að samræmast skýrum skilaboðum helstu heilbrigðis-
stofnana heims þess efnis að auka beri vægi heilsuuppeldis og heildrænnar nálgunar
á sviði heilsueflingar og forvarna meðal barna. Á þann hátt má vinna gegn þróun
áhættuþátta þeirra langvinnu sjúkdóma sem nefndir hafa verið hér að framan.
Innlendar og erlendar rannsóknir sýna að börn og unglingar hreyfa sig almennt minna
nú en þau gerðu um miðja síðustu öld og undir lok hennar. Þá hefur þreki barna
og ungmenna á Vesturlöndum hrakað samfara þessari þróun (Kyröläinen, Santtila,
Nindl og Vasankari, 2010). Offita jókst mjög meðal barna frá miðjum níunda áratug
síðustu aldar til ársins 2000 og hefur haldist nokkuð óbreytt síðan (Stefán Hrafn Jóns-
son og Margrét Héðinsdóttir, 2012). Til að snúa þessari þróun við þarf að auka daglega
líkamlega virkni barna og unglinga með fjölbreyttri hreyfingu. Samhliða því þarf að
efla jákvæð viðhorf til heilsuræktar og auka þekkingu og skilning hvers einstaklings á
ábata markvissrar og fjölþættrar líkamlegrar þjálfunar lífið á enda.
Á tíu árum skólaskyldunnar þarf að leggja hornstein að góðri heilsu út lífið. Hver
er hin raunverulega heilsufarsstaða íslenskra barna og unglinga á grunnskólaaldri?
Þeirri spurningu þarf að svara með nákvæmri úttekt og rannsóknum á þjálfunarlíf-
eðlisfræðilegum gildum. Þá fyrst er hægt að setja raunhæfa stefnu um markmið og
aðgerðir tengdar heilsu barna og unglinga í skólum.
Þeir sem sérstaklega þurfa á markvissri hreyfingu að halda eru yfirleitt nemendur
sem ekki komast í skólaliðið í fótbolta vegna slakrar hreyfigetu eða keppa ekki í skóla-
hreysti vegna þrekleysis. Að vera í klappliðinu bætir ef til vill andann um stund en til
lengri tíma skilar það sér ekki í bættu þreki fjöldans. Hér þarf því að huga að einum
þætti til viðbótar úr grunnþáttum menntunar en það er jafnrétti til náms. Komist nem-
andi ekki í skólaliðið í skólahreysti eða í handbolta- eða fótboltaliðið má spyrja hvort
það sé jafnrétti til náms. Það má vera að viðkomandi njóti sín sem áhorfandi og sé