Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 33

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 33
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 33 S t e i n U n n g eS tS d Ót t i r markvisst að því að auka möguleika sína á inngöngu í háskóla áður en nám hefst. Á Íslandi hefja flestir háskólanám síðar og án þess að vinna jafn markvisst að inn- göngu á árunum áður. Þótt ofangreindar niðurstöður kunni að benda til þess að sjálf- stjórnunarfærni íslenskra ungmenna þróist með öðrum hætti en meðal ungmenna sem alast upp við aðrar menningarlegar aðstæður ber að taka þessum samanburði með fyrirvara. Til dæmis má vera að mælitækið sjálft kalli á ólík svör í mismunandi menningarheimum án þess að undirliggjandi ferli séu í eðli sínu ólík. Einnig benda höfundar á að ekki sé hægt að álykta um þróun sjálfstjórnunarfærni íslenskra ung- menna fyrr en gögn sem byggjast á langsniðsrannsókn liggi fyrir. Að lokum er tekið fram að þessar niðurstöður leggi ekki mat á hver þýðing meðvitaðrar sjálfstjórnunar sé fyrir annan þroska (Steinunn Gestsdóttir o.fl., 2010). lokAorð Langt er í land að nægileg vitneskja liggi fyrir um það hvernig sjálfstjórnunarfærni íslenskra barna og ungmenna þróast og hvaða þýðingu slík færni hefur til styttri og lengri tíma. Þó að niðurstöðum rannsókna sem byggjast á mismunandi menningar- samfélögum beri um margt saman leiða þær einnig í ljós að sjálfstjórnun og þýðing hennar fyrir annars konar þroska er misjöfn eftir því menningarlega umhverfi sem um ræðir (sjá til dæmis Wanless o.fl., 2011). Slíkar niðurstöður koma ekki á óvart þar sem viðmið um æskilega sjálfstjórnun eru mismunandi eftir menningarsamfélögum. Að sama skapi eru uppeldis- og kennsluaðferðir, sem vitað er að móta getu barna til að stjórna eigin tilfinningum, hugsun og hegðun, ólíkar eftir því hvaða samfélag á í hlut. Erfitt er að spá fyrir um hvernig sjálfstjórnun þróast og hvaða máli hún skiptir í þroska íslenskra barna og ungmenna þar sem fáar rannsóknir liggja fyrir. Þó getur verið að áhersla á sjálfstæði barna, sem er rík í íslensku samfélagi, endurspeglist í uppeldis- og kennsluháttum sem styðji síður við sjálfstjórnun en í ýmsum öðrum sam- félögum (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007; Steinunn Gestsdóttir, Sigrún Aðalbjarnar- dóttir og Fanney Þórsdóttir, 2011). Þó svo kunni að vera er ekki ljóst hvaða þýðingu það hefur fyrir annars konar þroska. Ef samfélagið í heild leggur ekki mikla áherslu á stjórnun, til dæmis forgangsröðun markmiða, má vera að sjálfstjórnun hafi minna vægi en í annars konar umhverfi. Á hinn bóginn má vera að góð sjálfstjórnunarfærni skipti sérlega miklu máli í umhverfi þar sem stuðningur við þróun sjálfstjórnunar er takmarkaður. Um þetta verður ekki fullyrt frekar hér og ljóst er að frekari rannsókna er þörf sem svara spurningum sem þessum. Rannsóknir á sjálfstjórnun íslenskra barna og ungmenna myndu nýtast íslensku fræða- og skólasamfélagi, sem og alþjóðlegu vísindasamfélagi við uppbyggingu þekkingar á þróun og mikilvægi sjálfstjórnunar í mismunandi menningarlegu umhverfi. Hagnýtum spurningum sem snúa að sjálfstjórnun íslenskra barna og ungmenna er einnig ósvarað, svo sem hvort vissum hópum barna og ungmenna, til dæmis með tilliti til fjölskyldubakgrunns eða kyns, sé hættara en öðrum við að eiga í erfiðleikum með sjálfstjórnun. Í leikskólum gefst gott tækifæri til að stuðla markvisst að sjálfstjórnunar- færni barna, meðal annars þeirra sem eiga við vanda að stríða á þessu sviði. Þetta á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.