Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 121

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 121
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 121 gUðrún alda HarðardÓttir og kriStJÁn kriStJÁnSSon í einkunnum en í niðurstöðum rannsóknar Bodil Ekholm og önnu Hedin (1993), um staðblæ (s. daghemsklimat) í tólf sænskum leikskólum, kemur fram að framkoma og hegðun leikskólakennaranna þar hafði sterk smitunaráhrif á hegðun og virkni leik- skólabarnanna. Í þeim leikskólum þar sem samvinna starfsfólks um leikskólastarfið var mikil var samvinna og samleikur mikill meðal barnanna. Í leikskólum þar sem lítið samstarf um leikskólastarfið var meðal starfsfólks léku börnin sér frekar sam- hliða en saman. Í könnun Kristínar Dýrfjörð (1997) á viðhorfum leikskólakennara til uppeldisstarfs í íslenskum leikskólum kemur fram að leikskólakennararnir forgangs- röðuðu þættinum „hvernig talað er við börn“ í fimmta sæti sem áhrifaþætti á gæði í starfi leikskóla, á meðan í nágrannalöndum okkar er sá þáttur talinn hafa mest áhrif á gæðin (Kärrby, 1993; The National Association for the Education of young Children (NAEyC) og The National Association of Early Childhood Specialists in State Depart- ments of Education, 1991; Sylva, Melhuish, Sammons, Siraj-Blatchford og Taggart, 2004). Höfundar þessarar greinar telja brýnt að markvissari rannsóknir á áhrifamætti sjálfsvirkni og trúar á eigin getu fari fram í leikskólum, meðal annars á Íslandi, og telja, sem fyrr segir, að kenning Bandura sé þar ónýtt auðlind. Vangaveltur þær sem settar eru fram í því sem eftir lifir þessa kafla eru – vegna skorts á reynslurannsóknum – ekki annað en tilgátur um hvað gæti komið út úr slíkum rannsóknum eða skipt máli fyrir þær, byggðar á ábendingum Bandura og okkar eigin hugrenningum. Ef kenning Bandura um (sviðsbundna) trú á eigin getu er sett í samband við leik- skólastarf er ekki gefið að tengsl séu á milli trúar leikskólakennara á eigin getu og trúar þeirra á getu barnanna. Leikskólakennarar gætu til dæmis verið ánægðir með eigið starf og stöðu án þess að þeir hefðu mikla trú á getu barnanna. Þeir yrðu þá um leið uppteknari af eigin þörfum en barnanna. Slíkt gæti til að mynda birst í því að kennararnir færu oft og lengi í kaffi með vinnufélögunum, eða spjölluðu við vinnu- félagana um lífið og tilveruna yfir höfðum barnanna. Þannig getur kennarahópur í leikskóla haft mikið álit á sér og verið mjög samhentur. Árangur af slíku samstarfi getur falist í glöðu starfsfólki en ekki endilega glöðum börnum eða árangursríku leik- skólastarfi. Þá er vert að velta fyrir sér hvort trú á eigin getu í skilningi Bandura sé ávallt til góðs á vettvangi leikskólans eða geti hreinlega verið hættuleg. Til dæmis: Ef barn trúir á getu sína til að geta klifrað upp á húsþak og stokkið frá einu þaki yfir á það næsta þá má segja að um gönuhlaup sé að ræða, að trú barnsins á eigin getu hafi ógnað heilsu þess. Það má því segja að í hugtakinu trú á eigin getu – þegar því er rétt beitt – felist nokkurs konar iða af sjálfsaga, sjálfstrausti, raunhæfum markmiðum sem einstaklingurinn setur sér og afrakstri þeirra. Hyggjum að hinum fjórum stoðum trúar á eigin getu samkvæmt Bandura (1995, 1997) og hvernig vert væri að skoða þær í ljósi leikskólastarfs: Fyrsta stoðin, sem áður var nefnd, er fyrri reynsla, er barni tekst til dæmis vel að kljást við verk. Hjá leikskóla- barni getur verkið verið af ýmsum toga, til dæmis að klæða sig í fingravettlinga sem oft getur reynst því erfitt. Að takast að klæða sig í fingravettlingana eflir trú barnsins á eigin getu og trú þess eflist við vitneskju byggða á fyrri reynslu um að það „gat“; það eflir trú þess á eigin getu og stuðlar að því að barninu tekst enn betur næst er það tekst á við að klæða sig í fingravettlingana. önnur stoðin að mati Bandura er fyrirmyndir,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.